Færsluflokkur: Tónlist

Hefnd hryðjuverkaþjóðar í norðri

ArggggÉg sat sæl við tölvuna í gærkvöldi þegar Celine Dion hóf upp raust sína og söng lagið All by myself í fjarstýringarlausu sjónvarpstækinu í bókaherberginu. Fyrsta hugsun mín var sú að erfðaprinsinn væri að reyna að drepa mig (hann var á fjarstýringunni í stofunni) en svo mundi ég eftir ættgengri óbeitinni á CD og vissi að hann hefði sofnað í leisíboj . Ég nennti ekki að standa upp og slökkva þótt líðan mín versnaði hratt. Ég var í spennandi net-lúdói ... og ákvað að afplána lagið, guði sé lof. Ég fann nefnilega hvernig illskan, grimmdin og mannvonskan náði tökum á mér smám saman og fylltist sturlaðri bræði yfir meðferð Evrópu á okkur, litla sæta landinu sem er í rjúkandi rúst og það yfir nokkrum skitnum þúsundum milljarða. Á meðan Celine veinaði í svona þúsund mínútur fæddist snilldarhugmynd sem þýðir að við gætum slegið milljón flugur í einu höggi! Ég set hana hér fram og spyr þjóðina mína: Hvernig væri ef við tækjum okkur til og hreinlega sigruðum í Evróvisjón-söngvakeppninni næst?

Keppandi Íslands 2009Ég á reyndar eftir að útfæra þetta aðeins betur en sé fyrir mér fallegt ungmenni með Bamba-augu syngja fyrir hönd Íslands hrærandi lag um einsemd þjóðar, blankheit, einelti, afleiðingar hryðjuverkalaga og sár vonbrigði vegna örugga sætisins í öryggisráðinu þangað til annað kom í ljós. Viðlagið gæti verið: „We are so sorry, we are so sad!“ Djöfull verður gaman að sjá evrópska áhorfendur grenja úr sér augun.

StigagjöfinÉg veit að fæstir Íslendingar munu hafa efni á því að vera með síma næsta vor þannig að við yrðum að hafa dómnefnd. Hún á að sjálfsögðu að gefa Bretum 12 stig, Dönum 10 stig, Hollendingum 8 stig og svo framvegis, bara til að sýna hversu stórhuga og full fyrirgefningar við værum. Það yrði líka sem salt á sárin hjá þessum fyrrum vinaþjóðum okkar.

Svo þegar við höldum Evróvisjón í Laugardalshöllinni vorið 2010 þá getum við nýtt okkur alíslensk efnavopn. Mér dettur í fljótu bragði í hug að hafa eingöngu þorramat og mysu til Útlendingur í lopapeysusölu í sjoppunni í Höllinni og skreyta salinn með opnum harðfiskpokum.

Annað: Allir útlendingar kaupa lopapeysu og við getum undirbúið þetta ef við byrjum strax, og hvert og eitt okkar prjónað peysu úr illgirni* og djöfull* (*Halldór frændi).

Þegar síðan sigurvegarinn frá síðasta ári, 2009, kæmi svo fram á sviðið til að syngja gamla vinningslagið myndi hann svipta af sér listavel gerðri grímunni (Össur hf?) og í ljós kæmi ... Silvía Nótt.


Af bæjarferð, veðmálum og símarugli ...

Phil CollinsÞjóðverjum gengur bara vel í leiknum. Ég hefði veðjað á þá í veðbankanum í vinnunni ef ég væri ekki í sumarfríi. Annars sat svolítið fast í mér það sem ég las í blaði fyrir skömmu að þeir sem halda með Þjóðverjum líta á Phil Collins sem flottan tónlistarmann. Well, ég myndi nú aldrei kaupa sólóplötu með honum en hann var góður í Genesis í gamla daga (Selling England by the Pound, Foxtrot o.fl.) en líklega var það Peter Gabriel sem setti standardinn þar á bæ.

Ástandið í Mosó í dagVið erfðaprins skruppum í bæjarferð í dag þrátt fyrir fádæma bensín-nísku upp á síðkastið. Sumir ganga lengra en aðrir í sparnaði og við lentum fyrir aftan tvo aðila sem óku á 70 km/klst. Þann seinni (venjulegur fólksbíll) rétt áður en við fórum í göngin á heimleið. Við veðjuðum (upp á ekki neitt), erfðaprinsinn sagði að viðkomandi myndi aka á 50 í gegnum göngin en ég sagði 70. Hvorugt sigraði. Karlskrattinn ók á 60. Ekkert ólöglegt en svakalega var röðin orðin löng fyrir aftan hann. Svo mættum við líka bílalestum en þetta var þó ekkert á við að vera í umferðinni ógurlegu í Reykjavík á háannatíma.

 

Nokia 3310 krúttiðÉg fór í búð í Ármúlanum, man ekki hvað hún heitir en þar fást sjónvörp og slíkt OG loksins batterí í fornaldarsímann minn frá Nokia, 3310-símann sem uppáhaldsfrænkurnar, Margrét og Dagbjört, gáfu mér um árið. Aðalgemsanúmerið mitt er staðsett í þeim síma sem drepur á sér við hverja hringingu í hann. Ég rétt næ að öskra: „Hann er að drepa á sé ...“, hef notað þetta krútt í SMS-in, enda einfaldur og þægilegur sími. Nýi síminn sem erfðaprinsinn gaf mér í jólagjöf hefur innanborðs vinnunúmerið mitt og ég verð að hafa hann tiltækan. Ég er svo lítill græjusjúklingur að mér finnst tímasóun að verja kvöldstund í að læra á hann. Ef ég ýti á c-ið eða mínus þá fer kvikindið að taka upp tautið í mér (record-kjaftæði eitthvað). Ef ég gleymi að læsa honum og rek töskuna mína í fer hann að spila tónlist sem fylgir einhverjum leik. Nei, ég er upptekin kona og kýs einfaldleikann í símum. Ég á myndavél og þarf hana ekki í síma. Verst að gamli hlunkurinn (elsti Nokia-snúllinn) var kominn að fótum fram þegar ég lagði honum eftir margra ára notkun, og ég keypti hann notaðan á sínum tíma. Rafhlaðan í þennan þótti forngripur og kostaði yfir 4.000 kall en var alveg þess virði. Dugir í þrjú ár. Jamm, það sem ég ætlaði að segja var að þjónustan þarna var alveg frábær!

Eftir Hugleik DagssonNý Hugleiks-teiknimyndabók var að koma út, Ókei bæ tvö, og virðist sama snilldin og hinar bækurnar hans. Svo var að koma út í kilju Engin spor eftir Viktor Arnar Ingólfsson, það verður gaman að rifja hana upp. Minnir að hún hafi verið góð.

Fékk líka í hendur ansi girnilega safnplötu (diska) sem heitir 100 bestu lög lýðveldisins. Líst ansi vel á hana.

Svo líður að því að Lífsreynslusögubókin 2008 fari að koma en hún inniheldur 15 splunkunýjar lífsreynslusögur og 35 eldri. Ég sat sveitt yfir henni öll kvöld og helgar um nokkra tíð og afraksturinn fer að koma. Verst að sitja í sumarfríi á Skaganum þegar ég ætti að vera með puttana í hlutunum.


Gray´s, bækur, bæjarferð, Kjötborg og draumur um Rúmfatalager

Grays AnatomyDásamlegur lokaþátturinn af Gray´s Anatomy. Myndin fraus í fimm mínútur og akkúrat þá var eitthvað dramatískt að fara að gerast. Held að speglun í sjónum á milli mín og útsendingarmastranna á Sementsturninum valdi þessu. Erfðaprinsinn sagði beiskur að þetta væri alveg týpískt, alltaf þegar eitthvað mjög spennandi væri í sjónvarpinu þá gerðist þetta. Af hverju fraus t.d. ekki þegar leiðindaþátturinn á undan var á dagskrá?

 

KonaFerTilLaeknisPlata DraumarÉg lauk við ansi góða bók í gær, Kona fer til læknis. Hún er með betri bókum sem ég hef lesið, svei mér þá bara. Nú get ég haldið áfram með spennandi strætóbókina mína, Morðin í Betlehem. Dexter var lesinn upp til agna nýlega og var alveg magnaður. Ég óttaðist svolítið að sjónvarpsþættirnir um hann væru byggðir á þessarri bók en svo er sem betur fer ekki.

Svo hef ég verið að hlusta á ansi hreint skemmtilega plötu/disk sem mér áskotnaðist nýlega og inniheldur tónverk eftir Einar Braga, bloggara, tónlistarmann og skólastjóra Tónlistarskólans á Seyðisfirði. Tónverkið heitir Draumar.

 

Reykjavík

Bæjarferð er fyrirhuguð á morgun, aðeins að viðra sig, hitta góða vinkonu og borða með henni hádegisverð. Svo finnst mér ekki ólíklegt að ég fari til Hildu í sumarbúðirnar. Það er svo brjálað að gera að hún annar því varla. Fólk hringir allan daginn og skráir börn ofan á allt annað og lausum plássum fækkar ört. Oft um miðjan júní og í byrjun júlí eru komnir biðlistar.

Rúmfatalagerinn á Akranes plísErfðaprinsinn fór í litlar og sætar sumarbúðir í Tungu í Svínadal eitt árið. Allt var fullt en Linda aumkaði sig yfir mig og stráksi fékk að vera með en gista í húsi við hliðina, hjá mömmu Lindu, yndislegri konu. Hann á frábærar minningar frá þessum stað. Vona að hann muni eignast jafnfrábærar minningar frá ferðinni til tannlæknisins sem fyrirhuguð er kl. 10 í fyrramálið. Sem minnir mig á, ætli Ósk tannlæknir sé búin að henda mér út af kúnnalistanum sínum? Ég þarf að kanna það, komin rúm tvö ár síðan ég fór síðast til hennar. Hún er það eina sem ég ætla að halda í frá Reykjavík, fyrir utan vinnuna, vinina og árlega Þorláksmessuheimsókn í Kjötborg. Allt annað fyrirfinnst hér á Skaganum ... nema auðvitað Rúmfatalagerinn. Vona að færeyski snilldarkaupmaðurinn fái hugljómun um að opna stað hérna, t.d. þar sem BT var þar til kreppan skall á fyrir nokkrum vikum.


Sannir vinir og svo hinir sem fá senda þorrabakka

RússlandBretland 6, Lettland 2, Portúgal 7, Noregur 8, Spánn 4, Malta 6, Finnland 7, Svíþjóð 8 og
Danmörk 12.

Þessi lönd eru vinir okkar, alvöruvinir. Til þessara landa skulum við fara í sumarfrí, knúsa, kyssa og þakka fyrir okkur. Hinir fá senda þorrabakka við fyrsta tækifæri. Já, ég hélt sko bókhald yfir þetta.
Fann fyrir ógurlegri þakklætistilfinningu þegar elsku Danir gáfu okkur fullt hús og komu okkur upp úr 17. sæti (held ég) og upp í það 14. (held ég).

GriðastaðurNú er það bara spennubók, Griðastaður eftir Raymond Khoury. Hún er í Da Vinci-lykilsstíl, sýnist mér.

Um bókina: "Napólí árið 1750. Í skjóli myrkurs ryðjast þrír vopnaðir menn undir forystu prinsins af San Severo inn í höll eina og krefjast þess að íbúi hennar ljóstri upp leyndarmáli sem hann einn þekkir. En hann sleppur og eftir stendur prinsinn, heltekinn af trylltri löngun til að komast yfir leyndarmálið.
Bagdad árið 2003. Í brennandi eyðimerkurhitanum rekst herfylki í eftirlitsferð á leynilega rannsóknarstofu þar sem tugir karla, kvenna og barna hafa verið myrtir á hryllilegan hátt. Vísindamaðurinn sem ber ábyrgð á voðaverkinu kemst undan en skilur eftir vísbendingu, dularfullt tákn sem virðist búa yfir ógnarmætti.
Í Berút er fornleifafræðingnum Evelyn Bishop rænt og Mia dóttir hennar leggur upp í háskalega ferð til að finna hana og komast að leyndarmáli táknsins."

Nýbúið er að ræna Evelyn þar sem komið er sögu hjá mér og Mia, dóttir hennar, er enn í yfirheyrslu.

Megi annars kvöldið verða gott hjá ykkur.  


Ég var misnotuð af Halldóri frænda - sjokkerandi frásögn

LygarinnHalldór frændi þekkir alla og veit um allt sem er í gangi í þjóðfélaginu. Hann er sá sem segir mér stundum kjaftasögur. Þótt nánasti vinnustaður minn innihaldi bara konur og Haffa Haff heyri ég sjaldan slúður í vinnunni. (Nú er ég örugglega búin að eyða þeirri mýtu að allar konur slúðri en allir karlar þegi.) Um daginn benti Halldór mér á frétt á www.dv.is þar sem fram kom að heyrst hefði auglýsing (af hverju fattaði ég þetta ekki þá?) á Bylgjunni þar sem Sturla væri að sverja af sér einhver læti um komandi helgi. Halldór sagðist hafa heyrt að það yrði allt snarvitlaust hjá trukkabílstjórum, svo brjálað að Sturla sjálfur ætlaði ekki að koma nálægt þessu. Þetta fór að síastSkriðdreki út og við vorum alla vega tveir nytsamir sakleysingjar sem skelltum þessu á bloggið okkar, við Jens Guð. Í ljós kom að þetta var auglýsingaherferð fyrir EJS sem ætla að verða með „læti“ á morgun, eða verðlækkun á tölvum. Af þessum útsölum öllum sem tröllríða þjóðinni hefur Halldór greinilega ætlað að skera sig aðeins úr með því að niðurlægja okkur flottustu bloggara landsins, okkur Jens Guð. Ég er ekkert voða reið út í Halldór ... en kannski reiðast einhverjir. Nú verður óeirðalöggan gjörsovel að afpanta skriðdrekana og kannski skemmir þetta alla möguleika á að við fáum rafbyssur, alla vega í bili!

Portugal 2008Horfði vel og vandlega á Evróvisjónkeppnina í gærkvöldi, nýböðuð og í upphlut, og kaus síðan siðprúðasta lagið, Portúgal. Ekki endilega af því að svo lítið var af holdi (erfðaprinsinn var farinn að kvarta yfir notkun holds til að fela lélega tónlistarhæfileika ...), heldur af því að búningar Portúgals minntu svo á sloppana (risastóru, víðu pilsin sem náðu frá hálsi og niður að hnjám og hefði komið rok hefðum við tekist á loft) í skemmtilegu krabbameinsskoðuninni á Skaganum um daginn. Flott að norrænu þjóðirnar komust loksins allar í úrslit, djöfull skulum við kjósa hver aðra!
„Ég vona að það verði ekki framlenging,“ stundi erfðaprinsinn skömmu áður en tilkynningin sem breytti öllu var lesin upp („Iceland!“) og leit órólegur á klukkuna, enda Bones að hefjast á Stöð 2.

Stærðin skiptir máliVið farþegarnir í strætó veifuðum íslenska fánanum í morgun þeim sem við mættum og þeir voru líka með fána, veifur, blöðrur og hátalara ofan á bílunum sem spiluðu í sífellu This is my life. Fínn undirbúningur fyrir hinn sigurinn (annað kvöld), nú verður að spýta í lófana til að klára nýja tónleikahúsið. Æ, við erum svo mikil krútt. Hvaða þjóð sturlast svona yfir því að komast í Evróvisjón nema við? Well ... Við erum reyndar þjóðin sem bauð kynlífsráðgjafa á Bessastaði í móttöku hjá forsetanum okkar. Ekki sé ég fyrir mér að Englandsdrottning bjóði Jónu Ingibjörgu í teboð eða George Bush haldi móttöku fyrir hana í Hvíta húsinu ... þótt hún sé án efa alveg jafnfrábær og Dr. Ruth.

Talandi um drottningu. Áður en ég fékk ritgerðina góðu í yfirlestur í fyrrakvöld hafði móðir tilvonandi stúdents breytt ýmsu, m.a. því að einhver kóngur í Bretlandi hefði kastað upp öndinni úr lungnakrabbameini. Sonurinn fékk rúmlega 7 í einkunn fyrir ritgerðina ... sem er bara kraftaverk!


Rokkpælingar í morgunsárið

Á Kjalarnesi í morgunEndalaus deja vu-fílingur ríkti á leiðinni í vinnuna í morgun. Ásta undir stýri á drossíunni og við með flotta tónlist á hæsta, hita undir rassinum og í fínu morgunstuði. Ásta hefur verið frá vinnu í nokkra mánuði og því hef ég getað tætt meira en áður í strætóbílstjórunum í leiðinni ... múahahaha. Við hlustuðum á nokkur lög með Heiðu, kenndri við Idol.

Fyrsta platan sem ég eignaðistGaman að hlusta á Starlight (Trúbrot) í flutningi hennar og ljúga svo óvart að Ástu að Óðmenn hefðu upphaflega flutt Dimmar rósir, held að það hafi verið Tatarar. Ég er þremur árum eldri en Ásta en á Tatara-árunum  vorum við samt bara börn. Við erum af 78-kynslóðinni ... Slade, Uriah Heep og svona ... en Ásta fór einmitt á klikkaða tónleika með einum úr Uriah Heep á miðvikudaginn. Þar voru Dúndurfréttir, Eiríkur Hauksson og sjálfur Ken Hensley, mögulega sá sem kyssti mig á kinnina eftir tónleika Uriah Heep á Hótel Íslandi 1987 af því að ég tranaði mér ekkert fram eins og hinir ... sem fengu engan koss, múahahahaha. Við konur lærum með ýmsum hætti að halda kjafti og vera sætar. 

JetBlackJoe-wmAftur á móti vildi ég EKKI fara á tónleika Jet Black Joe með Sinfó og gospelkór þótt ég fengi borgað fyrir það. Maður á ekki að troða neinu „væli“ í rokkið og hvað þá rokki í sinfóníur ... mín skoðun. Hef reyndar einhverra hluta vegna alltaf hatað gospel ... en hrífst aftur á móti mjög af háklassískri og kirkjulegri kórtónlist, passíum, mótettum, madrigölum og slíku. Ásta starði á mig þegar ég tjáði henni þetta. Kannski fæ ég aldrei framar far með henni.

Þetta verður að öllum líkindum klikkaður dagur hér á bæ, blaðið í prentsmiðju og svona, gaman, gaman ... Megi dagurinn ykkar verða sérdeilis frábær!


Sjónvarpsplat og Evróvisjónpælingar með dassi af Pink Floyd

E_Greys_Heigl_325Skrýtið að Stöð 2 auglýsti lengi vel að Grey´s Anatomy hefjist í apríl.  Fyrsti þátturinn eftir verkfall handritshöfunda verður ekki sýndur fyrr en í maí. Auglýsingin sagði alltaf 30. apríl en þá verður upprifjunarþáttur. Þeir eru nýbúnir að bæta við: Sagan til þessa. Kannski allt í plati til að fá fleiri áskrifendur í apríl. Mín orðin svolítið beisk eftir sport-tv-meðferðina.

Mun sakna �essara ��ttaSvo var ég að komast að öðru tengdu sjónvarpi ... Norrænu Evróvisjónþættirnir, þar sem Eiríkur Hauksson var fulltrúi Íslands, verða ekki framleiddir í ár. RÚV ætlar að bregðast við með séríslenskum þætti. Laugardagskvöldið 3. maí nk. verður sýndur fyrsti þáttur af þremur þar sem Páll Óskar, dr. Gunni, Guðrún Gunnarsdóttir og Reynir Þór Eggertsson spá í lögin sem keppa til úrslita í ár. Líst bara vel á þetta. Það er alltaf stemmning í kringum Evróvisjón þrátt fyrir öll áföllin sem þjóðin hefur fengið í gegnum tíðina, við sendum algjör sigurlög ár eftir ár en smekklausar Evrópuþjóðir hafna þeim stöðugt. Mér finnst heldur dýrkeypt að ganga í Evrópusambandið til að fá fleiri atkvæði ... Sumir halda því fram að við veljum yfirleitt alltaf lög sem við höldum að falli í kramið hjá hinum þjóðunum, ekki lög sem okkur finnist flottust. Að vanda hef nú samt ég algjöra ofurtrú á laginu okkar, eins og öllum lögum sem við höfum sent í gegnum tíðina. Fyrst ég er byrjuð að skrifa um tónlist læt ég hér fylgja ótrúlega sætt lag fyrir svefninn:

 


Minnisstætt augnablik og meiri músík

IvoVinkona mín hringdi í mig fyrr í dag og skammaði mig fyrir að gefa engar upplýsingar um píanóleikarann á myndbandinu sem fylgdi síðustu færslu. Hún sá hann spila á Listahátíð í Reykjavík fyrir mörgum árum og eitt augnablik þegar hann leit upp úr nótunum og út í sal horfði hann í augun á henni. Hún vonar að þegar hann deyr og líf hans rifjast upp fyrir honum verði þetta augnablik honum jafnminnisstætt og henni.

PlötuumslagKróatíski píanóleikarinn Ivo Pogorelić er fæddur 1958 og er þar með kominn í krúttmolaklúbbinn með okkur Madonnu, Michael Jackson og Birni Thoroddsen. Björn er langelstur okkar, fæddur í maí, held ég, Ivo í október en við hin í ágúst.
Hann byrjaði að læra á píanó sjö ára, eins og ég, nema hann átti píanó, og varð fljótlega heimsfrægur píanóleikari!

Hér kemur svo seinni hluti myndbandins:
http://www.youtube.com/watch?v=wrKEm7xcA1U&feature=related


Draugaskip og dýrðarsónata nr. 11

DraugaskipiðEr enn í losti eftir að hafa horft á byrjunina á mynd á RÚV, Draugaskipið. Þar er fólk köttað í sundur í miðjunni með vír. Algjör hryllingur. Svo er myndin bara bönnuð innan 12 ára. Ætti að vera innan 50 ára svo ég hefði sloppið. Mætti ég þá biðja frekar um sæta tilvistarkreppumynd með t.d. Ben Affleck. Held ég verði að skella mér í bólið með hryllingsbókina mína eftir Dean Koontz og jafnvel klára hana til að sýnir úr Draugaskipinu valdi engum martröðum. Erfðaprinsinn tautaði: “There is a god,” þegar myndin byrjaði, eða það heyrðist mér. Ég ætla a.m.k. ekki að vekja hann ef hann öskrar upp úr svefni í nótt.

Ég leitaði nýlega dauðaleit á youtube að einu uppáhaldspíanóverkinu mínu. Minnti að það væri eftir Mozart og þrjóskaðist sem betur fer við leitina. Var búin að syngja stefið fyrir gæjana í Tólf tónum og þeir sögðu mér hvað það héti en síðan eru liðin mörg ár. Fann svo þessa dýrð mjög aftarlega. Setti inn “piano” og “Mozart” og það borgaði sig. Hér er dýrðin, góða skemmtun: http://www.youtube.com/watch?v=lOfNfa3gcqk&feature=related


Hviður á Kjalarnesi ... þessum líka lognpolli

Pálmatrén á Kjalarnesinu í morgunFærðin var virkilega fín í morgun þótt nokkur vindur væri á Kjalarnesi ... afar óvenjulegt að blakti þar strá og þetta olli okkur bæði, skelfingu, ótta og hræðslu. Ásta var frekar snemma á ferðinni í morgun, svona 4 mínútum fyrr en vanalega, því að hún bjóst við leiðindafærð. Svo reyndist enginn vetur á leiðinni, ja, ekki fyrr en við komum upp í Hálsaskóg (Hálsahverfi, Árbæ) og við lentum meira að segja í drögum að skafrenningi þegar við ókum niður götuna þarna hjá vínbúðinni Heiðrúnu glúgg, glúgg. Vindhviða feykti snjókornum yfir bílinn en við hlógum bara af  eintómum kúlheitum. Lífsreyndar, óttalausar konur.

Ég þamba alltaf Aloa Vera-safann á fastandi maga (þennan í hvíta og rauða brúsanum) og líður voða vel af honum. Held að ég sé ekki ímyndunarveik ... en mér finnst orðið auðveldara að vakna á morgnana. Miðað við það sem Jens Guð segir, að þetta sé stútfullt af vítamínum, þá er það ekki svo fráleitt.

Sakna strætóVið ókum fram úr Tomma í Kollafirðinum og ég horfði að vanda með fyrirlitningu á vagninn, þessa strætólúsera sem taka almenningsfarartæki ... hnusss, það er munur en við Ásta, múahahahahha! Nei, djók, ég horfði ástar- og saknaðaraugum á Tommabíl. Nú fer Ásta brátt í vetrarfrí og þá rifja ég upp spennandi ferðir með vagninum, labbið upp Súkkulaðibrekkuna og önnur ævintýri. Það er gaman hjá okkur Ástu á morgnana en aðeins minna um villt ævintýri.

Ásta setti dynjandi "danstónlist" á, svona tónlist sem unglingarnir hlusta á. Hún leyfði mér að hlusta í nokkrar sekúndur og sagði svo að sér fyndist þetta frekar leiðinleg tónlist. Ég tók undir og samþykkti að þetta væri viðbjóður. Ég hef hingað til sagt slíkt um kántrí en ég er búin að breyta og svona danstónlist er komin í fyrsta sæti í viðbjóði. Sonur Ástu er í æfingaakstri og tekur alveg yfir bílinn þegar ökutímarnir fara fram, m.a. með svona tónlistarofbeldi ... en Ásta kvartar ekki.  Ókei, einu sinni fannst mér rapp leiðinlegt og það var ekki fyrr en Coolio rauf rappmúrinn hjá mér með Gangsta´s Paradise sem ég áttaði mig á því hversu dásamlegt tónlist það væri. Tóndæmi: http://youtube.com/watch?v=N6voHeEa3ig


Næsta síða »

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 197
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 1910
  • Frá upphafi: 1453071

Annað

  • Innlit í dag: 177
  • Innlit sl. viku: 1566
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 173

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband