Færsluflokkur: Grobb

Spádómarnir rætast hver af öðrum ...

V�lvaÞegar ég tók viðtal við völvu Vikunnar snemma í desember á síðasta ári sagði hún kokhraust að Manchester United yrðu Englandsmeistarar í fótbolta. Hún sagði líka að Valur og ÍA myndu berjast um Íslandsmeistaratitilinn nú í sumar, það á bara eftir að koma í ljós ... Hún sagði rétt til um lætin í borgarstjórn, eða að hún myndi falla.

Völvan fór ekki ofan af því að Obama yrði tilnefndur sem forsetaefni demókrata og að hann endaði sem forseti Bandaríkjanna, margt bendir til þess núna að hann sigri Hillary (snökt). Ég er ekki með blaðið við hendina og man ekki eftir meira í bili, nema því að hún heldur því fram að íslenska ríkisstjórnin falli. Hún var líka með það á hreinu það sem hefur verið að gerast í efnahagsmálum okkar, þótti ansi svartsýn en hvað hefur ekki komið á daginn? Ég lít reyndar á alla svona spádóma sem samkvæmisleik, eitthvað til að hafa gaman af ... og mikið rosalega hef ég gaman af hve margt hefur ræst hjá henni.


mbl.is Manchester United er enskur meistari 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galdramáttur, hefðardúllur og kaffismekkur

The CloserEr búin að komast að því að leisígörl himnaríkis býr yfir galdramætti. Ég var að vísu nokkuð syfjuð þegar ég kom heim úr vinnunni í gær og settist í hann en tókst með erfiðsmunum að horfa á boldið og fréttir. Miðvikudagar hafa nefnilega breyst úr viðbjóðssjónvarpskvöldum með hrútleiðinlegri kellingadagskrá (stöð2) yfir í ágæt kvöld. Hjartans erfðaprinsinn vakti mig þegar Grey´s Anatomy hófst. Það var ekki fyrr en eftir þann þátt, The Closer, Stelpurnar og eitthvað fleira sem leisígörl losaði um takið og ég gat staðið upp. Þá hafði ég verið föst við galdrastólinn síðan kl. 17.30. Gat ekki einu sinni kíkt í bloggheima eða fundið mér smekkleg og snyrtileg föt við hæfi konu sem er að fara í móttöku á Bessastöðum (arggggg, mont, grobbb, spenningur ... arggg) eftir hádegi í dag ... Fann þau á hlaupum í morgun og það seinkaði för okkar Ástu í bæinn um alla vega tvær mínútur.

BessastaðirAf því að ég tilheyri því miður ekki fína fólkinu í bænum, þótt ég sé í raun hefðardúlla fram í fingurgóma, þá er orðið ansi langt síðan ég hef farið í móttöku á Bessastöðum. Boðið síðast tengdist líka starfi mínu og hafði ekkert með blátt blóð frá Flatey á Skjálfanda eða Hróarsdal í Skagafirði að gera. Í síðustu heimsókn tókst mér að draga upp úr ráðsmanninum (þegar ég var á leið út, engin vitni, var ekkert of kammó, ég kann mig) að kaffið á Bessastöðum væri svartur Rúbín ... sem ég smakkaði einu sinni fyrir Gestgjafann og þótti bara fínt. Á alþingi, síðast þegar ég vissi, var (ef ég man það rétt) Kólumbíukaffi frá Johnson og Kaaber ... á Hótel Holti var (síðast þegar ég vissi) boðið upp á í venjulegri uppáhellingu Kaffi Marínó í rauðu dollunum. Kaffi sem hægt var að kaupa á bensínstöðvum og í Bílanausti, eflaust fínasta hversdagskaffi en ekki beint það sem maður býst við á rándýrum veitingastað. StaðarskáliÍ dag er að vísu hægt að fá ógurlega gott kaffi á bensínstöðvum (í pokum) en ég man að mér þótti þetta hneyksli á sínum tíma og áhrifin af "fínt-út-að-borða-dæminu" fuku á brott í mínum huga. Ég bendi á að Staðarskáli býður upp á fínasta kaffi frá Te og kaffi en mér finnst ansi langt að aka þangað (með rútu ... eða á puttanum) til að fá gott kaffi eftir matinn ...

Hmmm, ég veð úr einu í annað, ekki í fyrsta skiptið ... dreg ykkur frá hægindastólum til sparifata og frá Bessastöðum til nöldurs um kaffitegundir, ykkur hlýtur að vera farið svima ... Best að fara að vinna svolítið! Hafið það gott og guðdómlegt í dag, elskurnar.


Maður úti á svölum ... aftur

Maður úti á svölumHeld að það verði engin jólasveinaferð farin í dag. Óttalegur aumingjagangur í himnaríki núna. Ég sem var búin að ákveða að vakna frísk. Stillti vekjaraklukkuna á 10.30 en var komin á fætur rúmlega níu ... algjör klaufaskapur að geta ekki einu sinni sofið út. Stillti á Rás 1 og hélt að það væru að hefjast jólakveðjur en þá voru þetta Lög unga fólksins fyrir aldraða, yndislegur þáttur og áfram hélt dýrðin á meðan ég pakkaði inn jólagjöfunum; þjóðsögur og og góð tónlist.

Allt svo heimilislegt eitthvað núna. Húsfélagsformaðurinn úti á svölum, sonurinn að búa til kaffi handa mömmusín og kettirnir mala. Æ, ég held ég fari að skella jólagjöfunum í jólasveinapoka, leggjast upp í rúm og lesa eins og eina góða bók. Það var að koma út kilja eftir Henning Mankell, þarf að klára hana og lána svo húsfélagsformanninum út á sjó eftir áramótin. Ætli brúðkaupið verði ekki í vor? Úps. Veikindin líklega meiri en ég hélt, er með óráði núna. Maður djókar ekki með svona hluti.  


Einnar konu kór

Kór Guðríðar af himnaríkiSmá kvef og slappleiki í gangi og aukaverkun af því er hreint ævintýraleg. Þegar ég tala er eins og fullt af Gurríum sé að tala. Segja má að tal mitt sé raddað og vel má greina sópran, alt, tenór og bassa með smá róbótahljóðum ef vel er hlustað. Ég hef ekkert bloggað síðan í gær af því að ég var að stofna einnar konu kór og hef verið upptekin við að æfa Jólaóratóríu Bachs í allan dag. Alveg satt. Erfðaprinsinn virðist skíthræddur þegar ég kalla á hann og kemur strax með inniskó í munninum og kaffi og teppi og handklæði og fleira til öryggis því að hann veit ekki hvaða raddir þetta eru sem hann heyrir í höfðinu á sér. Mér dettur ekki í hug að róa hann.

Hélt sjúklega flotta tónleika fyrr í kvöld, tek það fram að allir sem sjást í mynd bærðu eingöngu varirnar. Ég stóð fyrir aftan og á allan heiðurinn af söngnum. Þakka Sinfóníuhljómsveitinni fyrir  aðstoðina. http://youtube.com/watch?v=ggm0SZCWKZo&feature=related

P.s. Hlekkja með færslu frá Jens Guði sem ég hvet alla til að lesa: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/391858/


Hverjir voru hvar ...

Sigurjón til vinstri og Óskar til hægriHingað til hef ég haldið því fram að Akranes væri nafli alheimsins. Stundum verður mötuneytið mitt þó vettvangur stórviðburða og oftar en ekki má sjá frægafólkspersónur spranga þar um. Ja, tveir stórfrægir landsmenn borðuðu plokkfisk með mér í dag og stóðu meira að segja fyrir aftan mig í þriggja manna biðröðinni. Þetta voru engir aðrir en snillingarnir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson.

The WeddingEkki nóg með það, heldur sá ég í Fréttablaðinu að Jón Óskar, sem ég hef hingað til umgengist á jafnréttisgrundvelli, var gestur í brúðkaupi aldarinnar á laugardaginn. Hann var líka í mötuneytinu í dag. Ekki nóg með það, heldur skilst mér að kokkurinn sjálfur í mötuneytinu hafi líka verið  þar. Ég, gestur í brúðkaupi aldarinnar 1988 eða svo, verð bara að bíta í það súra epli að vera orðin svo mikið síðustu aldar eitthvað ...  Það sem ég hugga mig við er að mér er alltaf boðið í Þorláksmessuboðið hennar Nönnu.


Loksins litlufrændablogg

Sætastir Langt síðan ég hef rænt mynd af litlu frændum mínum af heimasíðunni þeirra. Ísak og Úlfur stækka ört og dafna vel, eins og sést á myndinni.

Fjögurra mánaða í apríl sl.Eldri mynd af þeim síðan í apríl er til samanburðar hér til hægri, mikil breyting. Að auki fóru þeir í aðra aðgerðina sína í millitíðinni.

Börn þroskast svo hratt á fyrsta árinu sínu. Erfðaprinsinn fæddist t.d. með slétt, svart hár og leit út eins og Ella frænka en ársgamall var hann kominn með ljósar krullur og líktist pabba sínum!


Ofsóknir talna

Number 23Einhverra hluta hvarf ónotatilfinningin við góðan svefn ... í stofusófanum yfir myndinni The Number 23. Ég sem er nörd í sambandi við tölur, eiginlega alveg vitlaus í tölur og rústaði bekkjarbræðrum mínum í algebru í landsprófi um árið, eins og ég hef oft montað mig af. Ég geng næstum því svo langt að leggja saman bílnúmer til að fá þversummuna. Þar sem ég á mér líf, sit ekki oft föst í umferð og er líka með lesefni á mér þarf ég yfirleitt ekki að taka til svona ráðstafana til að létta mér lund. Spurning hvort maður nenni að horfa á myndina aftur. Meiri vitleysingurinn að fá eina tölu á heilann, eins og Jim Carrey.

Þegar talan 6 elti mig þá lét ég ekki svona. Það kom 6 út úr símanúmerinu mínu (áður en 55 bættist fyrir framan það), það gerðist bókstaflega ALLT árið 1986, ný vinna, fullt af nýjum vinum, stóra ástin (só far) kom til sögunnar, ég átti líka heima á ýmsum stöðum þar sem talan 6 kom við sögu (þversumman), Rauðalæk 33, Æsufell 6, Asparfell 6, Skeljanes 6, Laugavegi 132, Hringbraut 78 o.fl. Sumir vinnustaðir með húsnúmer í stíl við þetta, Suðurlandsbraut 24, Hávallagata 24 o.fl. Fattaði þetta þegar það kom mér einhvern veginn ekkert á óvart að fá skáp númer 6 á Rás 2. Þá fór ég að kíkja betur á þetta! Bankinn minn er nr. 0303 ... þversumma bankareikningsins er líka 6 ...

ÉArggggggg tók viðtal við spákonu fyrir tveimur árum og hún talaði mikið um tölur. Ég sagði henni að sexan hefði elt mig í mörg ár en það væri eitthvað að breytast, nú kæmi t.d. 5 út úr húsnúmeri mínu á nýja staðnum sem ég færi að flytja inn í (himnaríki). „Sjúkk,“ sagði spákonan, „gott að þú ert að losna við þessa tölu, fimman er betri!“ Svo fór ég að hugsa í morgun, ókei, 41 gefur útkomuna fimm  ... en líka talan 23! The Number 23! NEEEEEIIIIIIIII!

Hmmm, þessi hryllingsgæsahúðarfærsla var í boði Guðríðar sem ætlar í strætó í bæinn kl. 9.41, fara í Kaffitár á Bankastræti í sjúklegan latte og taka síðan rútuna til Selfoss kl. 12.30 frá BSÍ. Hilda sækir mig þangað. Fínasta áætlun. Út úr 9.41 og 12.30 kemur talan 20, styttist í 2. Sjúkk! 

Bið ykkur vel að lifa og fara varlega á meðan ég bregð mér af bæ.


Ofurhetujuraunir í morgunsárið og ... Will og Grace!

StrætóVaknaði nokkurn veginn alheil og mun minna kvefuð eftir 12 tíma sæmilega ótruflaðan svefn. Er samt YFIR-útsofin því að mér fannst bílstjórinn eitthvað svo skrýtinn í morgun. Kórónan sem hann er vanur að bera reyndist vera hárið á honum og farþegarnir voru fremur hversdagslegir. Held að það sé ekki sniðugt að fara svona vel vakandi í strætó aftur. Þá þarf ég pottþétt að finna nýtt nafn á sætukarlastoppistöðina. Las Leyndarmálið á leiðinni í bæinn fyrst ég var svona upptjúnuð. Miðað við það ógeð sem ég hef á sjálfsræktarbókum gengur mér ágætlega að lesa þessa! Öfundaði sessunaut minn þó af spennubók í kilju en ég áttaði mig á því að ég á þá bók sjálf ... innbundna og ólesna ... arggggggggg! Sumarfríin mín eru ekki nógu löng, hvað þá jólafríin! Held líka að ég sé duglegri að lesa kiljur!

Dáist innilega að sjálfri mér og eiginlega bara finnst ekki ólíklegt að bloggvinir mínir geri það líka! Ekki kannski svona almennt, heldur fyrir að hafa farið í 36 gráða kalt bað í morgun! Hvers konar ofurhetju er ég að breytast í? Vona bara að gæsahúðin fari þegar líður á daginn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem morgundraumabað breytist í ískrapsmartröð.

Will og GraceTókst ekki að lesa nema 30-40 blaðsíður í Potter í gær og gat ekki unnið neitt, var bara lasin og lömuð. Sá aftur á móti hluta af Will og Grace-þætti í fyrsta sinn í marga mánuði og var ekki hrifin. Held að húmor minn hafi ekki breyst, heldur hljóti að vera kominn nýr handritshöfundur sem er ansi mikið groddalegri en sá fyrri. Þetta voru einu sinni drepfyndnir þættir ... nú er t.d. Karen snillingur orðin hálfaumkunarverð og ... hundleiðinleg. Hún var eitthvað að tala um Stanley, manninn sinn, sem hún var að reka að heiman, sýndist mér. Hann er SVO feitur að hluti hans verður kominn út á eftir og restin á morgun. Stökk ekki bros, þetta hefði kannski verið fyndnara ef brottför Stanleys alls hefði verið sama daginn, jafnvel sama klukkutímann. Mér sýndist meira að segja að leikurunum sjálfum leiddist! 

--------               --------     o   - O -   o   ----------           ----------       

Þessi annar skemmtilegast bloggari landsins er kominn með tilgang í lífinu ... sem tengist Moggablogginu: http://hnakkus.blogspot.com/  (muna að ýta á alla hlekkina í tilgangsfærslunni)


Tækjatröll inn við beinið

Sólin í felumSmá sólarleysi er vel þegið eftir síðustu vikurnar, alla vega þegar setið er við suðurglugga og unnið, segi nú ekki annað. Sit með latte og er að ljúka við djúsí lífsreynslusögu. Er orðin það klár að búa mér til latte að ég þurfti ekkert að kíkja á leiðbeiningarnar. Þetta er frekar flókið ferli. Ýtt á ýmsa takka, skrúfað frá frussi, gufu hleypt út með látum og alls kyns svoleiðis. Æ, þetta er kannski ekkert svo flókið þegar maður er búin að læra þetta. Hræðslan við að hávær, hvæsandi vélin springi hefur líklega þessi áhrif.
Man þegar ég stillti einu sinni vídeótæki fyrir Hildu. Gat valið um leiðbeiningar á úrdú, finnsku eða serbó-króatísku, minnir mig. Það þurfti að ýta á suma takkana saman, standa jafnvel á öðrum fæti og góla ... og þetta tókst fyrir rest og Hilda hafði aldrei átt jafnvel stillt vídeótæki.  

Er búin að komast að því að ég á ekki mjög heimaríka ketti. Tommi og Kubbur ganga varkár um himnaríki, þó hætt að vera í felum, og gestakötturinn er hnarreistur og urrar bara ef einhver er með kjaft! Það eru engin slagsmál og læti en sjokkerandi feluleikur Bjarts fer illa með taugakerfi mitt, held alltaf að hann hafi hoppað út um glugga ef ég finn hann ekki strax. Passaði nefnilega einu sinni kött þegar ég bjó á Hringbrautinni og hann hoppaði (eða datt) niður í snjóskaflana af annarri hæð. Fyrrum samstarfskona mín býr hinum megin við Hringbrautina og hafði tekið eftir þessum ketti fara yfir þessa umferðargötu, sikksakka til skiptis og var orðin frekar stressuð. Tveimur dögum seinna náði hún honum og kom til mín, ég hafði vitanlega auglýst eftir honum í Morgunblaðinu. Það urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim Tomma. Þeir urðu perluvinir og leikfélagar stuttu eftir að hann kom í pössunina. Skömmu seinna flutti Högni til Danmerkur og hefur það víst ótrúlega gott þar. Eigendurnir fengu ekkert að vita fyrr en eftir að hann var fundinn, voru í útlöndum og fréttu ekkert.  

Horfði loksins á Hugh Grant-myndina í gær og hún var ósköp sæt. Stefni að því að sjá Apocalypto í kvöld, það mæla allir með henni.

P.s. Væri ekki bara svolítið flott ef Valsmenn tækju Landsbankadeildina? Veit að það yrði mikil hamingja í Efstasundinu ... sei nó mor. 


Sólvörn komin en hvar er sólin?

Komst klakklaust út í sjoppu á nýju, vínrauðu sandölunum mínum og jú, þar var til sólvörn. Af því að stelpurnar sem afgreiða í N1, bensínstöðinni rétt við spæleggið (stóra hringtorgið) eru alltaf svo indælar spurði ég nánar út í þetta krem. Sagðist vera byrjandi í sólvarnarfræðum. „Aha,“ sagði sú sem afgreiddi mig, „þessi er númer 8, hún er frekar dauf, taktu heldur númer 15!“

Kubbur

Nú er engin sól, bara skýjaslæða yfir öllu. Vona að sólvarnarkremskaup mín verði ekki til þess að þetta verði síðasti sólardagur sumarsins. Annað eins hefur nú gerst. Eins og um daginn þegar ég fór út á svalir til að horfa á leik Víkings og ÍA þá skoraði óvinurinn. Ég hljóp hratt inn í himnaríki og ákvað að horfa ekki meira, heldur spá því að Skagamenn myndu skora tvö mörk og sigra. Það gekk eftir. Hehehheh!

Bjartur, háæruverðugur köttur systur minnar og mágs, kemur í pössun til mín á morgun. Þeir Tommi hafa verið ágætir vinir en nú er langt um liðið síðan Bjartur kom síðast. Hann hefur átt í grimmilegri landamæradeilu við annan kött í götunni sinni og hefur eflaust gott af því að fá hvíld. Vonandi að óvinakötturinn haldi ekki að Bjartur hafi gefist upp við að verja yfirráðasvæði sitt og flúið.  


Næsta síða »

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 285
  • Sl. sólarhring: 331
  • Sl. viku: 1802
  • Frá upphafi: 1453677

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 1488
  • Gestir í dag: 230
  • IP-tölur í dag: 228

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband