Grilluð ferð og enn ein handboltafórnin

sushi

Mikið rosalega var gaman í ferðinni úti á landi. Við sáum nokkra landsbyggarbúa og það var mjög fróðlegt. Þeir líta út alveg eins og Reykvíkingar! Hefðuð þið trúað því?
Á leiðinni var skilti sem á stóð Villingaholt ... nokkru austar voru svo Skammastaðir. Frumlegir uppalendur þarna á Suðurlandi.

Við fengum góðar móttökur í Vík þar sem við áttum fund með frábærum manni sem sýndi okkur plássið í leiðinni. Rólegheitin í Kötlu voru kærkomin.

Við snæddum guðdómlegan mat í hádeginu, grillaða humarhalda í forrétt, appelsínuönd í aðalrétt og á eftir slöfruðum við í okkur krembrúlei! Grín!

Ég sé enn eftir að hafa ekki fengið mér kótiletturnar á grillstaðnum. Nema þær hafi verið djúpsteiktar líka. Langaði ekki franskar með fiskinum og bað um extra salat í stað þeirra (skyndibiti verður leiðigjarn með árunum). Salatið var þurrt og orðið nokkuð gamalt; niðurskorið hvítkál og ég veit ekki hvað hitt var, enda sama bragðið af öllu. Ég er reyndar mjög þakklát fyrir að það hafi ekki verið djúpsteikt. Hilda systir fékk sér hamborgara og ég stal einni franskri frá henni ... og viti menn, sama bragð af henni of fiskinum. Aumingja japönsku ferðamennirnir. Fyrst lenda þeir í köldu, hvössu veðri, síðan afplána þeir vegasjoppumat! Mætti ég þá frekar biðja um sushi, nammm! Það var opið fyrir þá í hádeginu í Víkurprjóni og við notuðum tækifærið og kíktum þar inn. Langaði í hlýlegan trefil en hann kostaði í kringum 2.000 kall! Geymi mér að kaupa hann þangað til ég verð rík.

Bíllinn var viljugur á leiðinni en ég get stolt sagt frá því að við fórum aldrei yfir 100 þótt umferð væri lítil. Hvítu krossarnir á leiðinni og ónýtu slysabílarnir sem Umferðarstofa setti upp var frábær áminning! Þetta orsakaði líklega að ég náði ekki leið 15 frá Shell/Skalla. Hilda gerði sér lítið fyrir og skutlaði mér í Mosó og þar náði ég Skagastrætó!  

Í strætó hljómaði handboltaleikurinn í útvarpinu. Fyrri hálfleikur. Við að tapa vegna nærveru minnar við útvarpið. Ég lofaði Sigþóru að ég myndi ekki kveikja á sjónvarpinu til að horfa á þann seinni og mér skilst að við höfum sigrað. Íslenska þjóðin skuldar mér mikið þakklæti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin heim aftur! 

GAA (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 19:12

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, takk elskan mín!

Guðríður Haraldsdóttir, 24.1.2007 kl. 19:26

3 Smámynd: www.zordis.com

Ooog ég sem hélt þú ætlaðir að ná þér í langa helgi!!!  Kanski eins gott fyrst maturinn var allur eins á bragðið ....... svekkjandi að innbyrða kaloríur sem eru slakar á bragðið.

www.zordis.com, 24.1.2007 kl. 20:20

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Engin löng helgi, því miður. En ég nýti þessar tveggja daga í stanslaust dekur og svefn með smádassi af húsverkum.

Já, synd að borða djúpsteiktan fisk sem bragðaðist eins og ein franska kartaflan hennar systur minnar. Leifði svo megninu af salatinu. Bjakkkk! 

Guðríður Haraldsdóttir, 24.1.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: erlahlyns.blogspot.com

Vá, þú varst bókstaflega að lýsa draumakvöldverðinum mínum.

 Ég er ekki frá því að myndi myrða fyrir þennan mat, sem og prjónaða sushið! Ég elska sushi, og ég elska pjónaðan mat! Nei, ég hef reyndar enga sérstakan áhuga á hannyrðamat en vill eignast allt sem er krúttlegt. 

erlahlyns.blogspot.com, 25.1.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 242
  • Sl. sólarhring: 389
  • Sl. viku: 1759
  • Frá upphafi: 1453634

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 1459
  • Gestir í dag: 207
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband