Nýtt tryllitæki í himnaríki ... bróðir Jónasar!

Læknirinn minnLæknirinn, sem reyndist vera ung, hress pólsk kona, hlustaði mig í morgun og kvað upp dóm sinn: „Þú ert með bronkítis og þarft að fara strax á lyf, svo mæli ég líka með því að þú horfir daglega á Bold and the Beautiful. Hérna færðu fljúgandi Vetnolin-disk til að fara í flugferð þegar hóstinn er að drepa þig ... og svo svona Augmentin-pillur („aukmenntunþína“) til að gera þig gáfaðri ... eins og það sé hægt!“ Nú skellihló góði læknirinn og ákvað að gleðja mig enn meira með því að segja mér að fara í blóðprufu í fyrramálið.

Litli bróðir JónasarInnöndunarúðadiskurinn er eins og smækkuð mynd af Jónasi ryksuguróbót og verðið eftir því. Eins gott að hann geti a.m.k. þurrkað af í himnaríki. Tækninni hefur fleygt svo fram síðan ég fékk púst síðast að það kæmi mér hreinlega á óvart ef hann hefði ekki fleiri hæfileika ...

Nokkur bið var á læknastofunni en ég náði þó að fá mér guðdómlega sveppasúpu í Skrúðgarðinum áður en ég þusti inn til Betu í sjúkraþjálfun. Sjúkrahúsið er skáhallt á móti sjúkraþjálfuninni og sjúkraþjálfunin er við sömu götu og Skrúðgarðurinn, gæti ekki verið hentugra. Meira að segja ástkær Einarsbúð í mínútufjarlægð.

Svona verð ég á Langasandinum ...Læknirinn réðst ekki á mig með ógeði og óbeit þegar ég minntist varlega á reykingar og þá löngun mína til að fara að hætta, heldur sagði að það væri ekkert nema flott hjá mér að hætta ... strax eða sem allra fyrst. Hún sagði mér frá lyfi sem hefði snilldaráhrif á reykingafólk og væri ekki geðlyf sem breytti persónuleikanum, nema bara því sem tengdist þessum sið/ósið ... Í apótekinu ákvað ég að geyma til næstu mánaðamóta að innleysa það, hver getur reitt fram 25.000 kall bara sisona? Ja, ekki ég. Lét mér nægja í dag að efla kostnaðarvitund mína gagnvart íslenska heilbrigðiskerfinu upp á tæpar 10 þúsund, reyndar með smádassi af baðbombum og munnhitamæli með, bara til að bjarga geðheilsunni. Það er ótrúlega frábær dægradvöl að dunda sér við að lesa af kvikasilfursmæli sitjandi í freyðibaði ... ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með diskinn. Mig vantar að vísu 12 manna sett. Og helv.er dýrt að hætta mar.

En Dorodda hefur mjúkar hendur, það veit ég.

Þröstur Unnar, 12.2.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Trúi þessu ekki !!!! Virkilega meira BOLD í vændum :(

Er þessi læknir´bréfa skóla genginn, eða?

Alveg hissa að hún (Læknarinn) hafi ekki látið þig líka fá ávísun á vasageislaspilara og headsett ásamt geisladisk sem inniheldur ,,anda inn, anda út, anda inn, anda út anda ........ ''

Kveðja úr óbojvogi

Kjartan Pálmarsson, 12.2.2008 kl. 15:58

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Bróðir Jónasar?? mér datt nú allt í hug annað en lyf, en þeir eru líkir það er satt.  Sagði ég þér ekki í gær að þú þyrftir bara lyf og hvíld?? fara vel með sig stelpa.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2008 kl. 15:58

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sko, Þröstur, það kostar ekki 25.000 að fá þessi lyf, heldur 15.000! Ég hefði getað sloppið með 5.000 og leyst hitt út seinna ... en þetta er reyndar þriggja mánaða skammtur, skildist mér og það er ekki mikið að borga 5.000 á mánuði. Með hinu dótinu var þetta orðið svolítið dýrt ...

Kjartan, ég var bara að plata, elskan! Ég þarf ekki að horfa á þetta EN ... fótbolti og boldið=sjónvarpsefnisjöfnun. Má ekki vera of mikill gæi, heldur ekki of mikil skvísa!

Jú, Ásdís, ég verð slök, ekki spurning!  

Guðríður Haraldsdóttir, 12.2.2008 kl. 16:07

5 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hm svo þú hittir eina sæta! Ég hef heyrt vel af henni látið, gott að þú ert á batavegi - góðan bata Gurrý mín, verðum að fara hittast aftur- knús á þig.

Edda Agnarsdóttir, 12.2.2008 kl. 16:25

6 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Það er ekkert verra en bronkítis og svoleiðis ógeð! Ég er alveg viss um að bróðir Jónasar geti hreinsað til á öðrum stöðum en kannski akkúrat inni á heimilinu

Láttu þér batna fljótt!

kv. frá Vín 

Vera Knútsdóttir, 12.2.2008 kl. 16:34

7 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hjúkket maður eins gott að þú varst að plata! Ég var næstum því farinn að trúa þessu, ekki. :-))

Fær maður þá kannski boldaðar bolta fréttir?

Kjartan Pálmarsson, 12.2.2008 kl. 17:00

8 Smámynd: Kolgrima

Góðan bata og gangi þér vel á pillunum gegn reykingum. Ég er búin að prófa!

Kolgrima, 12.2.2008 kl. 17:19

9 identicon

Leistu bara út lyfið við eyðum hvort sem er 20.000 á mánuði í sígarettur. Ég er reyndar á nefúða nicotíni og er komin með 22 daga núna náði  tveimur árum og svona mánuði og vikum og svona.Takk fyri frábært blogg þú ert nú bara alveg frábær.

Áslaug Ásmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 19:43

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Gurrí er gella "kúl",

ei grenjandi "kjúklingur"

Er "Bold and bjútífúl",

og Bronkitissjúklingur!

En mundu elskan mín, að eftir þessa þrjá mánuði á lyfinu, verður þú að standa á eigin fótum og það hefur unga og fallega pólska læknadaman væntalega sagt þér! Best væri reyndar að þú værir bara sex vikur og hættir svo.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 19:51

11 Smámynd: www.zordis.com

Láttu zér batna .... zad er dýrt ad vera sjúklingur á Íslandi!

www.zordis.com, 12.2.2008 kl. 22:50

12 identicon

Gurrí flott mynd af þér þarna á ströndinni,myndin hlýtur að hafa verið tekin síðastliðið sumar ,er það ekki.?

jensen (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Bara tveir Bold-aðdáendur ég er búin að fylgjast með Bold frá byrjun!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.2.2008 kl. 02:15

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Góðan bata góan mín....lyfið virkar ef maður hefur smá vilja með......næ ekki alveg boldinu he he

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.2.2008 kl. 08:32

15 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Flott græja! Ryksugar úr þér bronkítisið og virkar örugglega vel með boldinu

Laufey Ólafsdóttir, 13.2.2008 kl. 08:47

16 identicon

Til lukku með vel heppnaða læknisheimsókn. Í gamla daga var fólk með bronkítis bara látið hanga yfir gufu lon og don til að losa um óþverrann, nú eru bara komnar einhverjar geimskipsgræjur. Haldið þið að það sé munur. Láttu þér batna, Gurrí mín.

Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 27
  • Sl. sólarhring: 189
  • Sl. viku: 1719
  • Frá upphafi: 1453229

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 1400
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband