Morgunn á sjálfstýringu og splunkunýtt efni frá völvu Vikunnar

HehehehTíðindalítil og ljúf ferð með Ástu í morgun, við, eða bíllinn, á sjálfstýringu alla leið, enda vér bílstjórarnir ansi syfjaðir ... Latte-ið bjargaði þó miklu og það var bara þrælgaman hjá okkur. Er komin heilu og höldnu í Hálsaskóg og hlusta nú á Bylgjuna þar sem útvarpsfólkið fjallar um VIKUNA, jibbí! Mikil hvatning bloggverja og áhugi fjölmiðla varð til þess að ákveðið var að tala við völvuna um kreppuna og einhverja atburði í tengslum við hana til áramóta. Veit ekki hvað hann Heimir var að væla um að þetta væru "bara spádómar" ... að hann langaði t.d. að vita hvað hefði EKKI komið fram í spá hennar um síðustu áramót! Djösins væl alltaf hreint. hehehehe Eina sem ég man eftir í augnablikinu er það að Valur og ÍA myndu keppa um efsta sætið í Landsbankadeildinni! Sjúr! Svo hafði hún reyndar ekki "tilfinningu" fyrir því að Ólafur Ragnar sæti næstu fjögur árin á Bessastöðum. Fannst eins og hann gæfi ekki kost á sér. Það virðist þó sem mikla meira hafi komið fram en hitt og enn eru stórviðburðir í nánd!!!

Völvan, í blaðinu kom út í dag, segir m.a. að samskiptin við Breta verði áfram á stirðu nótunum ... að einkaaðili komi að einum nýja ríkisbankanna, hún sér Glitni og sparisjóð í ágætri sambúð og margt, margt fleira en viðtalið við hana var tekið 9. okt. sl.

Svo er mjög sterkt viðtal við mikla hetju, unga konu sem segir frá reynslu sinni af því að alast upp í samfélagi Votta Jehóva og vita t.d. ekki hvenær hún átti afmæli fyrr en hún var 15 ára, hvernig jólin voru hjá fjölskyldunni og annað. Hún var misnotuð af föður í sjö ár, sem sat lengi í fangelsi fyrir það (hæstiréttur mildaði þó dóm héraðsdóms næstum um helming), móðir hennar var rekin úr trúfélaginu (hún var reyndar farin áður en þeir vildu samt reka hana ...) en pabbinn velkominn.

Jamm, farin að vinna, verið stillt, elskurnar, hafið það gott í dag og munið að það er ekki hægt að knúsa mig rafrænt í gegnum þetta nýja dæmi mbl.is, ég stillti á "fjandskap" í stjórnborðinu, annað hvort skal knúsað í eigin persónu (einungis karlkynsbloggarar, takk) eða sleppa því ... múahaha

P.s. Myndin tengist á engan hátt innihaldi bloggfærslunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Gurrí það þýðir ekkert að vera blogg-knús-köld. Hefur bara gott af einu internet knúsi ;-)

Vera Knútsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

einu

Guðríður Haraldsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:42

3 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Já og bara fullt af þeim líka ;-)

Vera Knútsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:47

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

EINU??? ... ég gat talið knúsin mín í tugum áður en ég skellti í lás í gærkvöldi og er enn aum! Þarf að stækka pósthólfið mitt, sem er líklega aðalvandamálið, ekki knúskuldi ... ekki svo. Hef reyndar alltaf brjálast ef ég fæ krúttleg keðjubréf með sorgmæddum hvolpum eða englum, eða fyndnar myndir í tölvupósti af fólki að prumpa, brandara og svona ...  kannski er þessi uppreisn angi af því ... 

Guðríður Haraldsdóttir, 16.10.2008 kl. 10:47

5 Smámynd: Vera Knútsdóttir

Þá ætti þetta samansafn af grínmyndum sem ég er að safna að gleðja þig ;-) http://www.facebook.com/album.php?aid=906&l=462ed&id=336200083

Vera Knútsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:18

6 identicon

Og ég sem hélt að Völvan væri múmía sem væri tekin út frystigeymslu einu sinni á ári, milli jóla og nýárs. Verður þá ekkert af áramótaspánni, hm?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 11:19

7 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Guðmundur, jú, auðvitað verður áramótaspá ... við afþíddum kerlu bara rétt til að fá þetta ... hún er komin í frost aftur! Hmmmm!

Takk, Vera. Þú ert æði!

Guðríður Haraldsdóttir, 16.10.2008 kl. 11:29

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bölvaðir trúarnöttarar.

Ég fer og kaupi Vikuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 12:27

9 Smámynd: Ragnheiður

Þessi vika er greinilega lestursins virði...

æj ég sendi þér óvart svona netknús í gær ÁÐUR en ég las færsluna um að slíkt væri afþakkað.. Verð á Austurvelli klukkan 17 og tek við flengingu

Ragnheiður , 16.10.2008 kl. 13:07

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mér fannst ósköp ljúft að fá knúsin ... eða  þangað til kerfið bilaði og fór að senda mér 30-40 knús frá elskunni henni Gleymmérei. Þess vegna lokaði ég fyrir í bili. Leyfi kerfinu að komast í lag fyrst, nema Gleymmérei hafi verið að stríða mér .... eða elski mig ofurheitt ... eða eitthvað!

Dettur ekki í hug að flengja þig fyrir yndislegheitin!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:39

11 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Yndislegt Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:47

12 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Spennandi vika verð að ná í hana eigðu góðan dag Gurrý mín

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 16.10.2008 kl. 13:55

13 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Verð greinilega að fá mér vikuna að þessu sinni.   Knús knús. Hehe.

Sigríður Þórarinsdóttir, 16.10.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 323
  • Sl. viku: 1700
  • Frá upphafi: 1453210

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1382
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband