Fésbókarvera ... og sorgleg afdrif Bjarts

PabloÉg skráði mig á Fésbók fyrir tveimur vikum og þótt ég kunni lítið á umhverfið þar hefur mér þó tekist að taka þátt í ýmsum stórmerkilegum könnunum sem mér hafa verið sendar af velmeinandi fésvinum. Ég var t.d. Pablo Picasso í fyrra lífi, Chandler í Friends og réttur aldur minn er 38 ára, ekki 50 ára ... ég svindlaði bara oggulítið í síðastnefnda prófinu og skildi ekki allar spurningar fullkomnlega en þetta er samt hárrétt útkoma. Erfðaprinsinn (28) er 43 ára samkvæmt prófinu, hann hefur greinilega gert einhver mistök. Í morgun reyndi ég að finna út hvaða Harry Potter-persóna ég væri en eftir að hafa svarað samviskusamlega öllum spurningunum ýtti ég líklega á rangan hnapp og fékk upp síðu sem tengist ástarkjaftæði. Nú fæ ég aldrei að vita hvort ég er Harry sjálfur eða jafnvel Snape! Ég kem alltaf út sem karlmaður í þessum prófum sem mér finnst mjög grunsamlegt þar sem ég er svo mikil dama.

Hét mér því, þegar erfðaprinsinn píndi mig til að skrá mig í Fésbók að þetta yrði ekki sami tímaþjófnaðurinn og bloggið og hef staðið við það. Ég á orðið heilan helling af mjög flottum fésvinum sem ég vanræki eins og flesta aðra vini, bæði í bloggheimum og raunheimum.

 

Bjartur heima hjá sérBjartur í pössunÉg auglýsti eftir Bjarti á blogginu mínu á dögunum, heittelskuðum ketti systur minnar og mágs sem búa hér á Skaganum. Sæta kettinum sem ég passaði stundum þegar eigendurnir fóru í ferðalög. Bjartur er kominn í kattahimnaríki, elsku karlinn. Ekkert sá á honum þannig að dulin veikindi hafa líklega hrjáð hann. Hann átti einstaklega gott líf þessi sex ár sem hann lifði og hans verður sárt saknað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehehe

Ragnheiður , 19.10.2008 kl. 17:57

2 identicon

Það er svo hrikalega sárt að missa frá sér dýr,ég þekki það vel.

Kveðja.

Margrét

Fésbókavinur

Margrét (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 17:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 18:02

4 identicon

Ég sendi fólkinu hans Bjarts samúðarkveðjur.  Það  er sárt að missa dýrið sitt.  Það þekki ég.  Bendi á dýrakirkjugarðinn á Hurðarbaki þar sem hægt er að jarða dýrin  gegn ósköp hóflegu gjaldi.   Ég á nokkur yndisleg og góð dýr og hef misst fjögur  í gegnum tíðina.  Þá var þessi möguleiki ekki kominn til.

Auður (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 19:41

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Takk fyrir þetta, Auður. Bjartur á nú gröf í garðinum heima og er erfðaprins þess heimilis að smíða skilti með nafninu hans á til að setja þar.

Guðríður Haraldsdóttir, 19.10.2008 kl. 19:47

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 19.10.2008 kl. 20:58

7 identicon

Erfðaprinsinn er góður frændi.  Þetta verður örugglega fallegt skilti, sem sæmir góðum og elskuðum heimilisketti.  Knús til smiðsins.

Auður (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 21:08

8 Smámynd: Aprílrós

innlitskvitt

Aprílrós, 19.10.2008 kl. 21:10

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kattarævilokasamúð ....

Steingrímur Helgason, 19.10.2008 kl. 22:06

10 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bergljót Hreinsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:34

11 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Ég skráði mig einmitt á Fésbók fyrir einhverju síðan og ég kann barasta ekkert á þetta... en það er alltaf gaman að fikta og sjá hvert vitleysan leiðir mann...

En ég sendi innilegar samúðarkveðjur vegna Bjarts það er alltaf sárt að missa dýrin sín.

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:14

12 Smámynd: Jens Guð

Ég hef hvergi orðið var við Bjart í sumarhúsum né vetrarhúsum. 

Jens Guð, 20.10.2008 kl. 00:50

13 identicon

Skilaðu samúðarkveðju til fjölskyldu Bjarts.  Það er svo sárt að missa gæludýrið sitt.  Ég varð að láta svæfa kisann okkar í  vor því hann var með sykursýki.  Hann var 11 ára og æðislegur köttur og ég sakna hans ennþá alveg hræðilega.  Get ekki hugsað mér að fá mér annan kött því það kemst örugglega enginn í hálfkvisti við hann Runólf minn.

Sigga (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 245
  • Sl. sólarhring: 420
  • Sl. viku: 2384
  • Frá upphafi: 1452120

Annað

  • Innlit í dag: 195
  • Innlit sl. viku: 1942
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 189

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband