Af bossum, boldi og milljónustu flettingunni

Tókst að klára hina hröðu, grimmu og spennandi bók Stefáns Mána í gær. Fyndið hvað sú bók hittir í mark með efnistökum, þótt glæpir eigi svo sem alltaf við ... Verðbréfasukk og –svínarí, hvað hefur ekki komið á daginn?

Rass Töru ReidÉg tek virkilega nærri mér hvernig rassinn á Töru Reid er orðinn. Það stendur í frétt á www.dv.is að rass Töru Reid veki óhug. Ég er líka þræll fullkomins útlits og skil vel að heimurinn sé í uppnámi. Svona lætur maður ekki gerast með rassinn á sér. Hver er annars þessi Tara Reid?

Það styttist óðum í milljónustu flettinguna mína á Moggabloggi. Ég veit ekki hvaða verðlaun eru nógu góð fyrir þann sem kemst næst því að verða fletting númer milljón ... en vona að viðkomandi láti vita í athugasemdakerfinu. Lofa djúsí verðlaunum, ekkert: Gönguferð fyrir einn yfir hálendið ... þú mátt leggja af stað núna-dæmi! Ekki slæmt ef króna hefði fengist fyrir hverja flettingu en ég set að vanda allt mitt traust á bingólottó.

Það hefur færst í aukana að bloggvinir láti aðra bloggvini vita í innankerfispóstinum þegar þeir hafa skrifað enn eina tímamótafærsluna en mér dettur ekki í hug að auðvelda bloggvinum mínum þetta, krefst þess að þið hafið svolítið fyrir því að leita mig uppi og lesa ódauðleg skrif mín um strætisvagnaferðir og bold. Múahahaha!

RidgeBoldið var djúsí í morgun að vanda. Eric heimsótti Jackie, miður sín yfir því hvernig kona hans, Stefanía, hefur leikið hana, eða opinberað fyrir alheimi að Jackie vann fyrir sér sem gleðikona í gamla daga. Vopnin hafa snúist í höndum Stefaníu og Nick neitar nú alfarið að selja fyrirtækið til Forresteranna aftur. Hann var orðinn pínu volgur varðandi söluna sem er geðlækninum Taylor og tímunum með henni að þakka en nú er allt lok, lok og læs. Hope litla, dóttir Brooke og Deacon (fyrrum tengdasonar Brooke) og Alexandria litla, dóttir Thorne og Dörlu heitinnar (sem Taylor ók á af slysni) leika sér saman og Hope segir vinkonu sinni að Taylor, sem nú er að fara að giftast pabba hennar og gerast góða stjúpan, hafi keyrt á Dörlu. Litla stúlkan er í miklu uppnámi, enda gekk henni svo vel að díla við móðurmissinn með hjálp geðlæknisins geðþekka, Taylor, sem nú reynist vera „vondikarlinn“ sem orsakaði lát móður hennar þótt algjörlega óvart hefði verið ... Jamm, alltaf mikið að gerast í boldinu. Annars er Taylor farin að horfa með áfergju á Nick, nú er hann á lausu eftir að Brooke fór aftur til Ridge sem er fyrrum eiginmaður Taylor. Hvað verður nú um Tómas og tvíburana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

.... er í hláturkrampa yfir lýsingum þín á Bold - 

Ég er búin að fylgjast með þessari makalausu fjölskyldu frá því sumarið 1992. Núna dugar bara að kíkja við hjá þér og fá "up to date" á fjölskyldumálunum.
En hvað er annars að frétta af henni Bridget ? Dó hún eða?

Linda Lea Bogadóttir, 21.10.2008 kl. 10:59

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bridget er orðin læknir þótt hún hafi aldrei þurft að læra. Hún hefur átt tvo eiginmenn en mamma hennar stal þeim báðum frá henni og eignaðist Hope litlu með öðrum þeirra, þú kannski vissir af því. Hana dreymir enn um þann síðari, eða Nick, sérstaklega núna eftir að mamma hennar er skilin við hann. Hún varð ólétt aftur eftir kærasta Feliciu, stóru systur, en missti fóstrið. Man ekki meira.

Guðríður Haraldsdóttir, 21.10.2008 kl. 11:09

3 identicon

Mér skilst að Mrs. Tara Reid sé að koma úr tveggja vikna reiðtúr yfir hálendið, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 12:18

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha, það útskýrir hvers vegna rassinn á henni er svona krumpaður!

Guðríður Haraldsdóttir, 21.10.2008 kl. 12:49

5 identicon

Sæl Frú Gurrí. Hver er þessi Tara? aldrei heyrt hana nefnda, hún er örugglega´ekki í líkamsrækt til að styrkja rasskinnar, ég fer 4 sinnum á viku til þess halda í rassinn minn fína, engvar ósoðnar lifrapylsur þar.

Mikið er ég nú orðin leiður á þessum hóruþætti bold and eitthvað, verð að horfa á hann þegar ég er á hlaupabrettinu í líkamsrækinni, þvílík þvæla, ég trúi því ekki að þú hafir gaman af þessu, þú þessi klára kona sem þú ert.

 bestu kv héðan úr Norðlingaholtinu

siggi

siggi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Siggi minn, ég bolda til að gleyma!

Guðríður Haraldsdóttir, 21.10.2008 kl. 14:43

7 identicon

Náði ekki alveg BOLD færslunni. 

Hope litla er dóttir Brooke og Deacon samkvæmt færslunni, Hope litla segir vinkonu sinni að Taylor ætli að fara að giftast pabba hennar, Deacon þá???  Mér skildist alltaf að Thorne og Taylor væru par??

Ég er ekki lengur með stöð 2. en fylgist með Bold hér hjá þér!!?

kv. kristín 

Kristin Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 18:07

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hef eitthvað orðað þetta loðið, Taylor ætlar að giftast Thorne, pabba hinnar stelpunnar, Alexandríu, sem varð móðurlaus eftir að Taylor keyrði á Dörlu. Sorrí!

Guðríður Haraldsdóttir, 21.10.2008 kl. 18:16

9 Smámynd: Ragnheiður

998571

Ragnheiður , 21.10.2008 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 1445654

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband