Byltingin vs Húsdýragarðurinn

Slappeddí slappEfast um að það finnist samviskusamari starfskrafur en ég ... hálsbólgan lét ekki á sér kræla fyrr en búið var að lesa síðupróförk af næsta blaði og vinnudeginum lokið. Frétti að tveir strætisvagnar hefðu lent í samstuði á Hlemmi vegna hálkunnar og við það hafi tímaáætlun þeirra riðlast. Við í Skagastrætó bjuggumst ekki við að komast fyrr en í fyrsta lagi frá Mosó um sexleytið, eða korteri of seint. Svo fór nú ekki og Sigþóra og fleiri farþegar komu á hárréttum tíma.Ég fékk far með einkabíl, hefði boðið Sigþóru með (hún vinnur í næsta húsi) ef ég hefði ekki haldið að hún færi með 16.45 ferðinni.

Rás 2 var eitthvað óþæg á leiðinni og Skúli stillti af sexfréttunum yfir á Bylgjuna. Í göngunum og alla leið á Skagann var spurningakeppni í gangi og hlustendur voru rosalega vitlausir miðað við okkur Skúla. Mér skjátlaðist bara einu sinni, ruglaði saman Hollandi og Austurríki en hver gerir það ekki? Glerhálka er í Reykjavík og viti menn, líka hér á Skaganum.

Nú er bara að borða hvítlauk, drekka sólhattsuppleysanlega C-vítamínpillu í vatni og fara snemma að sofa. Þá kemst ég vonandi í bæinn fyrir kl. 16 á morgun og í útskriftarhóf elsku frænku minnar.

Bylting á morgun kl. 16Það þarf ekkert að efla löggæsluna vegna yfirvofandi byltingar á Íslandi kl. 16 á morgun. Borgarstjórn kom með snilldarbragð til að fækka okkur öreigunum á Austurvelli ... á morgun verður nefnilega margt við að vera, t.d. ókeypis í Húsdýragarðinn og skemmtilegar uppákomur víðs vegar um borgina. Þetta er engin venjuleg bardagalist, bara snilld sem sparar bæði gas og mannskap.

Jæja, farin að sofa úr mér veikindin. Útsvar búið og ég plata bara erfðaprinsinn til að fylgjast með Taggart fyrir mig seinna í kvöld. Vona að ykkur dreymi vel í nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Brynja skordal

vonandi blæstu þetta frá þér í nótt og vaknar hress í fyrramálið góða nótt og hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 25.10.2008 kl. 00:47

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Bara hrúga í sig vítamínum og sofa mikið mikið. Þá kemur heilsan aftur

Svala Erlendsdóttir, 25.10.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Vonandi batnar þér fljótt,gott að drekka mikið sítrónu te með hunangi,eigðu góða helgi

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 25.10.2008 kl. 11:06

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.10.2008 kl. 14:08

6 identicon

láttu þér batna, kúra undir sæng, c-vit. og drekka nóg af heitu vatni með góðu hunangi og sítrónu

kv siggi

siggi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 17:23

7 Smámynd: Þröstur Unnar

*Röfl.

Út að labba me´ðig.

Þröstur Unnar, 25.10.2008 kl. 18:05

8 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

átti ekki kakó og stroh?

En er sammála þér með byltingu versus húsdýragarð

Hólmdís Hjartardóttir, 25.10.2008 kl. 18:56

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

heh, já var það?  Ekki létum við blekkja okkur, snilldarganga og -staða við Ráðherrabústað, talsvert fleiri en um daginn (þó er ég alltaf að bíða eftir 50.000 manna mætingunni).

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 19:15

10 identicon

Ég mættti og mæti Aftur

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:39

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, ekki fjarri lagi þessi kenning. En..

..skemmtilegar uppákomur?

Skildi vera hægt að bjóða "leiðinlegar uppáferðir"!?

Magnús Geir Guðmundsson, 25.10.2008 kl. 20:24

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góðan bata og gleðilega bókahelgi.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.10.2008 kl. 21:05

13 identicon

Mikið er ég sammála þér Anna K. Garðbæingar svöruðu ekki rétt og hana nú.

Ég mætti svosem líka í gönguna og varð fyrir vonbrigðum. Æstir og illa máli farnir ræðumenn fullnægðu mér sko ekki og þótt að drifi fólk fram á síðustu mínútu er ég hrædd um að það láti ekki plata sig á staðinn næst nema boðið verði upp á almennilegar ræður. Best fannst mér til takast þegar Dóra Ísleifsdóttir kallaði fram í ræðu Jóns Baldvins: Hvað vilt þú? Ertu ekki gerandi í þessu máli?

Ásdis (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 44
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 1736
  • Frá upphafi: 1453246

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1417
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 36

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ömmukaffi
  • Matur og ömmupartí
  • Tengdamömmur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband