Brimskortur, Tvíhöfði og margt fleira

Ekkert brim blasti við mér þegar ég reif mig upp í hádeginu til að njóta æstra og stórra alda. Háflæði verður klukkan þrjú og ég ætla að gefa sjónum smáséns, það væri nú bara gott á sjóinn ef ég skellti mér bara upp í rúm aftur! Hehehhe! Annars sækir hann aðeins í sig veðrið núna, kannski verða flottar öldur fyrir rest. Svona frá kl. 14-15. Það er mjög grámyglulegt úti en því er svo sannarlega ekki þannig farið í himnaríki. Veður eða útlit utandyra hefur engin áhrif á mig, það er helst þegar sólin glennir sig sem mig langar í þykkari gluggatjöld!  Picture 355

 

Athugaði dagskrá Rásar 2 til að missa örugglega ekki af Tvíhöfða á eftir en þeir eru ekki auglýstir! Eru þeir hættir? hugsaði ég en góða konan sem er í útvarpinu núna sagði að þeir byrjuðu klukkan 13.30. Hálftíma fyrr en venjulega vegna handboltaæðisins! Þeir hringdu stundum í Hvíta húsið í gamla daga og fengu samband við fávitalínuna, þá hringdi síminn stanslaust en enginn svaraði! Hehehhehe. Fyrir áhugasama er síminn í Hvíta húsinu 456-1414, síðustu tölurnar sko. Þetta númer á Íslandi er hjá guðdómlegum veitingastað á Ísafirði. Picture 357

 

Er ekki mikil snilld að geta horft á Silfur Egils, sjóinn, skrifað bloggfærslu og hlustað á Rás 2? Því er haldið fram að þetta geti konur á meðan karlar geti bara horft á fótbolta. Þvílíkt bull. Ég tók einu sinni athyglisvert viðtal við Kára Eyþórsson NLP-sérfræðing og hann vill meina að ekki eigi að flokka fólk eftir kynjum.

Í fyrri ferð minni til New York sagði samferðamaður minn að karlar þyrftu kort til að rata en konur notuðu eðlisávísun sína. Ég sá aldrei kort af þessari dásamlegu borg og leið illa yfir því að vita ekki hvar ég var. Næst þegar ég fór hafði ég kynnt mér borgina af korti og þá skildi ég hvernig hún var uppbyggð og leið betur. Mamma og Hilda systir skildu ekkert hvernig ég gat ratað svona eins og innfædd um Dublin hérna forðum þegar mamma bauð okkur í innkaupaferð frá helvíti. Ég hafði bara kíkt á kort af henni. dublin

Kári sagði m.a. að úrtölur væru það versta ... æ, getur þú nokkuð lært stærðfræði, stelpa? Láttu bróður þinn bakka bílnum í stæðið, stelpur eru klaufar. Og við trúum þessu bulli og hlýðum. Verðum óöruggari bílstjórar og kjósum frekar húsmæðranám en kjarneðlisfræði. Sumar okkar alla vega.  Karlar sem bakka

 

Dublinarferðin var ekki alslæm, ég ákvað bara að kaupa sem minnst, kannski stöku bók, jafnvel peysu. Horfði á Íslendingana tæma búðirnar á milli þess sem þeir djúsuðu á barnum. Not my cup of tea ... Í gamla daga gerði ég oft þau mistök að kaupa allt flott sem ég sá í útlöndum, eins og ég væri að missa af einhverju, og það kostaði grát og gnístran tanna þegar þurfti að halda á farangrinum og ... borga Vísakortið. Skynsemin hélt innreið sína inn í líf Guðríðar og ferðalög síðustu árin hafa verið guðdómleg, létt og ljúf! Missti mig reyndar svolítið í Ameríkunni 2002 þegar ég var í heimsókn hjá vinkonu minni og þó var dollarinn í kringum 100 kall!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, finnst þér það ekki? Verðin þarna eru ótrúleg og ég gerði fáránlega góð kaup þrátt fyrir óhagstætt gengi. Fékk t.d. æðislega fínan Tiffanys-lampa á 5000 kall í antíkbúð ... og blöð og bækur sem ég dett reyndar alltaf ofan í hvar sem ég fer. 

Mesta breytingin er kannski sú að ég pakka létt ... eftir að ég tók þrjár ferðatöskur með mér í kórferðalag 1985 um Evrópu og er bara með tvær hendur! Hryllingur! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 14:02

2 identicon

Elska að fara til Usa að versla, geri það oft og ætla að gera meira af því . Auk þess er mjög gaman að fara út að borða í Usa ( þá á eg ekki við "fast food") góður matur á góðu verði auk þess þarf maður ekki að hafa samviskubit á að panta sér rauðvín með matnum ( flaskan kannski á 10-20 usd á móti 5-7000 kr á Fróni)

karolina (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 15:32

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Elsku ameríkufarar!  Þið sem búið yfir "inside information" um Ameríku: vinsamlega deilið út upplýsingum um góða veitingastaði (ekki "fast food") og annað það sem gæti gagnast tilvonandi Ameríkufara.

Takk, takk, takk, takk, takk. 

Guðrún Eggertsdóttir, 28.1.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 1529836

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband