Læti í X-Factor!

Áhorfendur heima í stofu og í Smáralind sjokkeruðust vafalaust þegar gekk á með svívirðingum milli dómaranna í X-Factor á föstudagskvöldið.

Vonandi veit fólk að sílikon er ekki sett í varir og að maður sefur ekki hjá trommuleikurum, heldur gítarleikurum og/eða söngvurum! Held að þetta eigi að vera svona í þættinum, enda hörð keppni á milli dómaranna. Bíð spennt eftir næsta þætti.

Kattaslagur í X-FactorHvað segir Palli við Einar? Svarar Ellý fullum hálsi eða hlær hún bara? Mér finnst þetta spennandi þættir og margir góðir söngvarar þarna á ferð. Hefði reyndar ekki viljað vera í sporum Ellýjar að þurfa að velja svona á milli tveggja af eigin keppendum í lokin.

Kíkti aðeins á síðu dómaranna hjá minnsirkus.is/xfaxtor. Þar afsakar Palli orð sín en Ellý lýsir yfir stríði!

Föstudagskvöldin verða spennandi í vetur, það er ljóst.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrsti þátturinn úr Smáralindinni lofaði góðu og áberandi miklu fleiri góðir söngvarar en seinustu árin. Þótt Ellý hafi misst tvær af sínum í botnsætin þá á hún líka allra bestu söngkonuna, Guðbjörgu, barnið með þrumuröddina. Hún er gersamlega að trylla þetta en í geysigóðum félagsskap reyndar. Þannig að Ellý getur verið stolt af sínu vali. Það er búið að reita lang mest úr hennar aldurshóp á undanförnum árum. En alla vega þá verður þetta bara gaman næstu föstudagkvöld og kattaslagurinnn lofar líka góðu, en sorrí Gurrí, ég veit þú ert ekki sammála, en ég kvelst smávegis yfir kynningunum, ææ.

Anna (www.blog.central.is/annabjo) (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 17:26

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég sakna Simma og Jóa alveg rosalega, með fullri virðingu fyrir kynninum sem er núna. Þeir voru svo afslappaðir og létu manni líða svo vel! Þessar þagnir sem komu á milli voru ekki góðar. En ég hef þá trú að aðstandendur X-Factor horfi vel og vandlega á keppnina aftur og aftur og nái að gera lagfæringar fyrir næsta þátt. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 17:36

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eða varstu að meina dómarakynningarnar?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.1.2007 kl. 17:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 139
  • Frá upphafi: 1529820

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 124
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband