10.2.2007 | 22:15
Viðutan prófessor, dularfulli maðurinn og "svikula" löggan
Ég heyrði einu sinni góða sögu af prófessor við HÍ sem kom allt of seint í tíma/fyrirlestur og kenndi gríðarlega mikilli umferð um. Eitthvað þótti nemendum hans þetta skrýtið þar sem þetta gerðist um tíuleytið á miðvikudagsmorgni ... en fyrir 20 árum voru færri bílar en nú. Einhverjir ákváðu að rannsaka málið, það fylgdi ekki sögunni hvernig, en þeir komust að því að elsku viðutan prófessorinn hafði lent aftast í leigubílaröð og það var ekki mikið að gera hjá Hreyfli þennan morgun ...
Ég setti þessa sögu í Vikuna í kringum síðustu aldamót og líka sögu um mig ... nafnlausa. Ég sagði reyndar frá þessu á gamla blogginu mínu en vinirnir þaðan hætta bara að lesa HÉR!
Ég man ekki alveg hvenær ég fór að taka eftir bláa bílnum sem var lagt uppi á gangstétt á Hofsvallagötunni og ég gekk framhjá á hverjum degi. Mér fannst skrýtið að einhver maður sæti daglangt inni í bílnum og skimaði í kringum sig. Ég ákvað snarlega að hann væri rannsóknarlögreglumaður og reyndi að virka einstaklega löghlýðin þegar hann sá til. Með tímanum fóru þó að renna á mig tvær grímur, vinna ekki lögreglumenn yfirleitt tveir saman? Ég spurði samstarfskonu mína nokkrum vikum seinna hvort hún hefði tekið manninum á bláa bílnum og hún hafði gert það. Hún hafði meira að segja séð hann fara út úr bílnum til að tala við tvær litlar stelpur. Við komumst að þeirri niðurstöðu að betra væri að láta lögregluna vita, bara til öryggis ... ef þetta væri nú einhver karldjöfull sem tældi börn með sælgæti ...
Ég hringdi í rannsóknarlögregluna og sagði elskulegum manni í símanum frá dularfulla manninum á bláa bílnum. Okkur fyndist vera hans alla daga svolítið grunsamleg og það væri borgaraleg skylda mín að láta vita af þessu. Löggan þakkaði mér kærlega fyrir ábendinguna og ráðlagði mér að hringja í lögregluna í Reykjavík. Þangað hringdi ég og endurtók mál mitt. Ekkert gerðist, ég átti ekki orð, hafði haldið fram að þessu að löggan okkar væri frábær. Áfram hélt perraandskotinn að sitja í bílnum sínum og glápa. Mér var skapi næst að sparka í bíldekkin þegar ég gekk framhjá en lét mér nægja að horfa með fyrirlitningu á manndjöfulinn.
Nokkrum dögum eftir að ég hafði látið lögregluna vita af þessum manni án árangurs fór ég inn í Bónusvídeó við hlið Gerplu. Fann mér spólu og þegar ég var að borga spurði ég afgreiðslustúlkuna sem ég kannaðist aðeins við hvort hún vissi hvaða maður þetta væri á bláa bílnum? Hún varð ógurlega asnaleg á svipinn en sagði að það hefði munað litlu að hún hringdi á lögregluna vegna hans. Áður en hún lét verða af því sagði henni einhver að maðurinn ynni fyrir Vesturbæjarskóla sem gangbrautarvörður, hjálpaði börnum yfir þessa hættulegu götu ...
Næsta sunnudag á eftir fór ég í afmæli til vinkonu minnar en hún er tengdadóttir skólastjórans í Vesturbæjarskóla. Vinkonan veinaði af hlátri þegar ég sagði henni frá þessu og heimtaði að fá að segja tengdamömmu sinni. Það hafði afleiðingar því að næst þegar ég sá dularfulla manninn í bláa bílnum var hann kominn í appelsínugult vesti yfir úlpuna sína og enginn velktist framar í vafa um það hver staða hans væri.
Ég dauðskammaðist mín en ég myndi gera þetta aftur hvenær sem er ... Maður lætur börnin njóta vafans!
Svo þarf ég að finna Frakkasöguna, hún er stórkostleg, man hana bara ekki nógu vel! Hún er um dásamlegan misskilning ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 4
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 1529821
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 125
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Hahaha frábært! Annars kannast ég vel við þessa sögu um manninn í leigubílaröðinni. Mér var sagt að þar hefði verið á ferðinni elskulegur frændi minn ; Guðmundur Matthíasson heitinn, tónlistarkennari, faðir Guðnýjar Guðmundsdóttur, konsertmeistara. Ég sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
Hugarfluga, 10.2.2007 kl. 22:28
Hver veit nema fleiri hafi lent í þessu.
Vinur minn sem sagði mér þetta nafngreindi prófessorinn sinn og bað mig að segja engum frá því hver þetta var ... svo að ég steingleymdi nafninu samstundis.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 22:32
Aðal-Gurrí, spæjarastörf hf! Hahhahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.2.2007 kl. 23:17
Öldungis ótrúlegt. Ég kann nokkrar af viðutan prófessorum, en það þarf að leika þær, til að þær nái tilgangi. Hefurðu heyrt þessa um kennarann í læknadeild/hjúkrunarfæðideild sem var að kenna um kjarna og nevtrónur í frumunni? Og setti púnkt á töfluna í stofunni sem var kjarninn - og fór svo útúr stofunni fram á gang og ætlaði útá plan, að Norræna Húsínu held ég að ferðinni hafi verið heitið, til að leggja áherslu á fjarlægðina milla kjarna og nevtróna, - en hitti gamlan kórfélaga á miðri leið og fór með honum á reunjón á Borginni og gleymdi nemöndunum í stofunni. Ha? Dásmalegt? Eða prófessorinn með banavagninn á gönguferð i kringum Tjörnina? Sú saga er gersamlega óborganleg en verður að vera leikin. Eða prófessorinn sem var að tala við eina nemöndina í dyrasímann heima hjá sér? Þetta eru svo óborganlegar sögur. Segja svo mikið um innlifun, mikilvægi augnabliksins og snilligáfu....!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 01:19
Ahhh... hahahahahahaha þetta er frábær sunnudagsmorgun Gurrí. Ahhhhhh. Segðu fleiri sögur
kikka (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.