Einn fyrir svefninn

FiskbúðEinu sinni vann ég tímabundið með mjög hressri og skemmtilegri konu sem sagði mér eftirfarandi sögu:

Pabbi hennar var áfengiseftirlitsmaður og gekk m.a. á milli vínveitingahúsa um helgar til að athuga hvort verið væri að afgreiða fólk yngra en 20 ára, eitthvað svoleiðis. Mamma konunnar vann sem fangavörður í Reykjavík og stóri bróðir vann á Litla Hrauni.

Eitt sinn stóð pabbinn í langri biðröð í fiskbúð og rétt fyrir framan hann var gamall kunningi hans, eldri maður sem var farinn að missa heyrn. Sá gamli heilsaði kumpánlega og spurði svo hátt yfir fulla fiskbúðina:

ÞÚ ERT ALLTAF Í BRENNIVÍNINU, ER ÞAÐ EKKI?
„Jú, það er rétt,“ svaraði pabbinn, enda vann hann við áfengiseftirlit!
OG KONAN ALLTAF Í TUGTHÚSINU?“ hélt sá heyrnardaufi glaðlega áfram.
„Ha, jú, jú,“ samsinnti okkar maður.
OG STRÁKURINN ÞINN KOMINN Á HRAUNIÐ, EÞAGGI?“ æpti sá gamli að síðustu og fékk lágvært jáyrði við því. Fólkið í búðinni var orðið svo hneykslað á svipinn að okkar maður dreif sig út og keypti bara bjúgu í kvöldmatinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... já, eða: „Ertu hætt að berja manninn þinn á laugardagskvöldum?“ Já, sumar spurningar eru erfiðari en aðrar, múahahhahaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 00:15

2 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það er eins og venjulega með samhengi heilafruma og brosvöðva í andliti hjá þinni bloggvinkoun við sjóinn hinum megin við flóann! Yndilegt. Eigðu góða drauma í nótt.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 01:48

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Nei, alveg er það með ólíkindum!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.2.2007 kl. 05:18

4 Smámynd: www.zordis.com

Spurning hvort hún hafi verið glasabarn??? 

www.zordis.com, 11.2.2007 kl. 08:43

5 Smámynd: Ólafur fannberg

hahahahaha góð

Ólafur fannberg, 11.2.2007 kl. 09:37

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

híhíhí

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.2.2007 kl. 09:49

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Varla held ég að karlinum hafi líkað bjúgun

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 11.2.2007 kl. 10:41

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bjúgun voru fín, held ég, alla vega á þessum tíma!

Anna, við Eva erum SVO skyldar ... hún er dóttir hennar Míu systur sem mynd er af hér neðar á síðunni. Og einu sinni var ég svo sæt að fólki fannst miklu líklegra að ég gæti átt Evu en sjálfan erfðaprinsinn ... en stundum lendir maður í því að ala upp míní-útgáfu af fyrrverandi eiginmanni ... en greind erfist gegnum móður þannig að það er í lagi .... 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.2.2007 kl. 12:42

9 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hahahahaha

Svava frá Strandbergi , 11.2.2007 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 19
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 1529836

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Alltaf númer eitt ...
  • Jana Napoli frá New Orleans
  • Írskir dagar 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband