The Blogg and the Beautiful - sápan heldur áfram

Blogg and the BeautifulArna Hildur er í símanum. Áhyggjuhrukkur sýna að þessi kona sem er með ísvatn í æðum stendur í stórræðum. „Já, Kleópatra, þú getur treyst því að enginn veit um demantana! Þeim er óhætt á Grundarfirði. Hringdu í Afa! Hann víkur ekki frá þeim.“

Arna veit ekki að Keli stendur fyrir utan gluggann og hlustar kampakátur. Loks er hann kominn á sporið og þessir skelfilegu flutningar til Borgarness hafa greinilega borgað sig. Nú styttist í að hann geti opinberað tign sína og sér loks grilla í þann möguleika að ná ástum Agnýjar en hún sagði honum síðast að hún vildi engan „fokkings tölvukarl“.

The Blogg and the Beautiful ..Á sama tíma í Grafarholtinu: Sigríður stendur við stofugluggann og horfir á Guðríðarkirkju. Tár blika á hvarmi. Eftir að erfðaskráin var lesin upp breyttist allt. Nú getur hún loksins hitt Zordísi tvíburasystur sína en þær voru aðskildar 28 ára gamlar, þegar spænskur sjarmör stal hjarta Zordísar. Zordís hefur ekki enn svarað „klukkan tvö bréfinu“, nú var klukkan orðin 2.15. Bréfið klukkan eitt frá henni var snubbótt og greinilega skrifað í flýti. Síminn hringir. „Hæ, þetta er Halkatla! Ég finn á mér að þú sért með áhyggjur af systur þinni. Þær eru ekki ástæðulausar, helvítið hann Sverrir náði að spilla henni áður en ég gat sannfært Kristján um að hann ætti að láta Hólmgeir um málin hennar Gerðu.

Á sama tíma í borg óttans: Anna situr stjörf og horfir á Braga hreinsa byssuna. Skyldi Hallur fá aðvörunina frá Ester eða leynist leyndarmálið í stjörnukíki Ágústs?

Á sama tíma í Keflavík: Kikka undirbýr sendiför dauðans. Með henni eru Gáttin, Sveiflan, Gua, Elena og Hugarfluga, velþjálfuð og til í hvað sem er. Ná þau til Akureyrar á undan Steingerði og Svövu? Svala er sannarlega í mikilli hættu. Himnasmiður gæti varla bjargað henni þótt hann byggi við hlið hennar.

ÞingeyriÁ sama tíma í Vogahverfinu: Ridge horfir á Huldu og Ingibjörgu og finnur í hjarta sínu að þær eru ekki blóðskyldar honum. Þrátt fyrir það reikar hugur hans upp á Akranes þar sem dís drauma hans býr. Ráðagerð hans hefur heppnast og mútur til húsfélagsins gengu upp og nú eru komnar svalir. Sl. nótt ætlaði hann að láta til skarar skríða en þá sagði einn strætóbílstjórinn honum frá því að sjálfar svaladyrnar væru ókomnar.

„Best að leita huggunar hjá Vilborgu eða bara einhverri Konukind,“ tautar hann við sjálfan sig. Maja heyrir tautið og ákveður að fá Dodda til að gera flugvélina klára. Á meðan leggur Margrét Annie á ráðin um að fá Braga ofan af svívirðilegu samsæri gegn Percy og Gyðu.

Hvað gerist næst? Nær hjúkrunarkonan að sprauta Huldu með vítamíninu? Hvernig tengist Þingeyri málinu? Hvað gerir Katrín ríka ef Ágústi tekst að koma skilaboðunum til hennar?     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

LOL þú ert æði

Gerða Kristjáns, 27.2.2007 kl. 19:35

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Held þú hljótir að fara efst á vinsældarlistann núna (Sigmar hvað?)

Sigríður Jósefsdóttir, 27.2.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Hugarfluga

Hahaha þú ert ótrúleg!! Ég heimta mitt eigið búningsherbergi, þó ég sé í aukahlutverki!

Hugarfluga, 27.2.2007 kl. 19:37

4 Smámynd: Gunna-Polly

arggggggggghhhhhhh pissaíbuxurúrhlátri

Gunna-Polly, 27.2.2007 kl. 19:38

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aukahlutverki??? Ekki þú, hugarfluga, sápan er rétt að byrja!!! Ég þarf að mjókka mittið á Katrínu ríku, stækka brjóstin og hvaðeina og mig munar ekkert um eitt búningsherbergi, hahhahahahaha! Hvað er ég búin að koma mér í?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 19:39

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ekki gleyma að láta mig fjarlægja allar speglanir og sléttur úr akranesshafi...uppspretta flækjunnar verður að hafa óheft aðgengi að himnaríki. Sendu mér bara falin skilaboð með rauðum geisla yfir hafið. Ég verð vakandi...nakin! (afsakið en ég er svo ánægð með mjóa mittið og júllurnar að ég fer ekki í fötin óneydd)

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 19:44

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

..... æ bara snilld, .. en ég var að borða og get ekki hlegið mig alveg í keng ... :)  en vá ég held ég verði að reyna að setja mig inní málin hennar Gerðu ef ég á ekki að detta út í næsta þætti ....

Hólmgeir Karlsson, 27.2.2007 kl. 19:45

8 identicon

Þetta er sko krassandi lesning. Verður þetta gefið út sem buslubók????

 Don Tidz

TIDDI (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 19:46

9 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég vil fá góð mál takk.......mjókka mittið aaaaaðeins og þá eru málin góð  

Gerða Kristjáns, 27.2.2007 kl. 19:51

10 Smámynd: www.zordis.com

Guðríður og kirkjan, fegurðin   Hvurslags dóni er ég ............... "arrrg"  uppeldið var náttl. hroðalegt en svona er lífið.  Dans á rósum!

www.zordis.com, 27.2.2007 kl. 20:01

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrííííí!!! 60 90 60???

Ertu drukkin kerling?

Þetta á að vera 90 60 90!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 20:03

12 Smámynd: halkatla

vá þú ert best!!!

halkatla, 27.2.2007 kl. 20:13

13 identicon

O dásamlegt, takk, takk, takk

kikka (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 20:22

14 Smámynd: Saumakonan

LOL þetta er snilld!!!! 

Saumakonan, 27.2.2007 kl. 20:38

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hún er ekki mjög blóðskyld þeim ... nánar um það á næstunni. Allt upplýsist með tímanum. Guðmundur, þú þarft að fylgjast einstaklega vel með ... næstu þáttum. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.2.2007 kl. 23:15

16 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Hef það á tilfinngunni að þú sért búin að horfa á of marga Bold and the Beautyful þætt!!!

Heiða B. Heiðars, 27.2.2007 kl. 23:20

17 Smámynd: Ólafur fannberg

spennandi

Ólafur fannberg, 28.2.2007 kl. 08:39

18 Smámynd: Margrét M

þetta er saga í lagi sko .. fliss

Margrét M, 28.2.2007 kl. 08:44

19 Smámynd: Margrét M

þetta er saga í lagi sko .. fliss

Margrét M, 28.2.2007 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 21
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 655
  • Frá upphafi: 1506008

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 529
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband