Stóra sloppamálið

Fyrir nokkrum árum, átakanleg reynslusaga:

Eftir tæplega klukkutíma ferðalag í flottum bíl með enn flottari vinkonu gekk ég inn í hús við Skógarhlíð til að sækja mér lífsnauðsynlega heilsutengda þjónustu sem fram að því hafði verið veitt á Akranesi. Ég hafði verið svo heppin að fá tíma um leið og bílandi vinkonan af Skaganum.

Í afgreiðslunni lét ég vita af mér og stefndi svo á klefa til að fara þar úr að ofan og klæðast sloppi. Jamm, brjóstaskimun. Konan kallaði á eftir mér: „Þú átt að fara í gulan slopp!“ Ég þakkaði fyrir og gerði eins og hún sagði.

Í klefanum hékk áberandi skilti með leiðbeiningum um stærðir á mislitum sloppunum - sem ég skoðaði þó ekki fyrr en ég var komin í risastóran sloppinn sem var eins og gult sirkustjald utan um mig. Minn litur var blár!

MosiÞessi kona hefði seint komist í rannsóknarlögregluna eða á vinsældalista hjá mér eftir þetta, ég var sármóðguð. Konan var þó mögulegs að gera rannsókn á móðgunargirni miðaldra kvenna. Ég sagði ekki orð en ætlaði að gera það næst ef þetta endurtæki sig, en nú eru liðin mörg ár án þess að ég hafi komist í skimun, ég sem pantaði alltaf tíma strax og ég fékk boð í denn. 

En stóra sloppamálið er nú samt algjört aukaatriði, meira til gamans en gefur þó sjaldgæfa innsýn í kvenlegar hremmingar ... djók.

Ég er samt ekki eina læsa konan sem er vanþakklát fyrir þessa óumbeðnu þjónustu.

 

 

En aðalmálið er:

GRÍÐARLEG VONBRIGÐI með að brjóstaskimun verði áfram í Skógarhlíðinni. Hér áður fyrr þegar skimun fór fram á Akranesi var alltaf hrikalega góð mæting þessa tvo daga á ári eða annað hvert ár, enda til fínustu færanlegar mymdavélar og aðstaðan á Akranesi til fyrirmyndar. Ég veit að frændi minn heitinn gaf Krabbameinsfélaginu tvær svona vélar (kostuðu húsverð) í minningu konu sinnar, fyrir ekki svo mörgum árum og til að nota í þessum tilgangi. Að finna meinið hjá fleiri konum í tíma ...

VIÐBÓT: Eftir meiri leit á netinu sá ég að brjóstaskimun flytur í gömlu Templarahöllina eftir einhvern tíma - en ekkert virðist komið á hreint með skimun á okkur landsbyggðartúttum. Ég leyfi mér að vona það besta. 

Það var alveg vitað mál að okkur fækkaði við þetta (örugglega ekki bara Skagakonum), það segir sig sjálft. Frekar vil ég borga miklu meira og sleppa þá við strætóferð, leigubíl frá Mjódd og til baka, og að missa dag úr vinnu - en hef ekki val um það.

Ástæða þess að skimum var færð alfarið í Skógarhlíðina, eða sú sem Regína bæjarstjóri fékk fyrst, var sú að það vantaði lækna til að lesa úr myndunum - eitthvað sem þeir gera nú bara fyrir framan tölvu í Reykjavík. Ef það er skortur á læknum, þarf vitanlega að fækka  brjóstamyndum, ekki satt? Margar konur sem ég þekki hér á Akranesi hafa sagt mér að þær fari ekki lengur reglulega í skimun, svo þetta tókst!

Þetta er mikil skammsýni, til lengdar verður þetta dýrara á allan hátt, meinið uppgötvast seinna og er þá hættulegra - og þetta er alls ekki umhverfisvænt heldur. Fleiri þúsund konur á bíl á leið í bæinn eða til Akureyrar sem er hinn staðurinn ... þær sem eiga bíl. Hættan er að þegar maður fer að fresta þessu verði það til þess að það líði allt of langur tími ...  eins og hjá mér, mörg ár. Tíminn flýgur!

Þetta er þjóðfélagslega óhagkvæmt og bara ferlega lélegt hjá heilbrigðisyfirvöldum að hugsa þetta ekki til enda. Vonandi er þetta bara til bráðabirgða.

MYNDIN er af hinum dásamlega Mosa.

Svo verð ég að fara að bolda - það er allt að verða vitlaust þar.Dæmi: Barn sem Hope elskar en veit ekki að það er hennar ... hvernig er það hægt? Jú, lesið bloggið mitt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 258
  • Sl. sólarhring: 387
  • Sl. viku: 2397
  • Frá upphafi: 1452133

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 1954
  • Gestir í dag: 202
  • IP-tölur í dag: 200

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband