Ofmetið sólskin

SjórinnÞegar ég keypti himnaríkið mitt hérna við Atlantshafið fyrir fimmtán árum, með útsýni næstum til Ameríku áttaði ég mig ekki á því að sólin skini mögulega á stóru gluggana sunnanmegin allan daginn og þar sem hún skín mjög oft á Akranesi þarf að koma sér upp ýmsum búnaði þegar verið er að bíða eftir nýjum glugga og gleri sem er væntanlegt. Þau í Römmum og myndum bíða tilbúin með málband og svo rúllugardínuna sem þau ætla að setja upp fyrir mig, ég er með „áunnið bjargarleysi“ þegar kemur að því að setja upp rúllugluggatjöld, laga tölvur og fleira en að öðru leyti ansi hreint fullkomin, eins og við Þingeyingar erum. 

Nú er ég til dæmis með stóra óinnrammaða mynd úti í glugga, ofan á flatri styttu til upphækkunar, þannig að ef ég sit ögn bogin í baki við tölvuna fæ ég ekki sólina í augun.Svo færi ég útbúnaðinn smám saman til hægri þar til þetta gula (og ofmetna, að mínu mati) er sokkið í sæ. Já, ég er manneskjan sem horfir spennt á veðurfréttir og garga glaðlega upp yfir mig þegar lægðir mæta á svæðið, þær sem osaka skýjaðan himin og stundum úfinn og flottan sjó. Allt annað samt en það veður sem gæti orsakað hálku.

Hvernig gat svo sólarfælin manneskja farið um Karíbahaf á skemmtiferðaskipi, væri sennilega hægt að spyrja sig ... Jú, með því að halda sig í skugganum.

Mögulega bolda ég seinna í dag, konan sem þóttist vera móðir barnsins sem Steffí ættleiddi (en er samt dóttir Hope og Liams án þess að þau viti, löng saga) sagði í lok þáttar í gær við Hopa: „Bíddu, ég þarf að segja þér svolítið.“ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 255
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 2570
  • Frá upphafi: 1451765

Annað

  • Innlit í dag: 210
  • Innlit sl. viku: 1987
  • Gestir í dag: 180
  • IP-tölur í dag: 176

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband