Óvænt heimsfrægð og skortur á stelli

KjötborgHeimsfrægð mín náði nýjum hæðum í gær þegar mynd af mér birtist á síðu sem tengist gömlu og góðu (takk) á Facebook, heitir Ég man ... Ég veit ekki hvort ég eigi að vera móðguð. Ja, þetta var allavega mynd af konu að koma út úr Kjötborg, versluninni dásamlegu við Ásvallagötu. Ég held að myndin hafi verið tekin á sínum tíma af Kjötborg og ég hafi bara verið fallegur leikmunur. Enn brosandi eftir spjall við bræðurna og með tvo fulla poka af mat, vídeóspólum, ljóðabókum, eða bara mat. Þetta er samt engin tilviljun!!!

 

 

Hitt sem gerði mig fræga var „frétt“ í DV sem unnin var upp úr nýlegri bloggfærslu héðan og fjallaði um uppnám í molli í Flórída þegar ég næstum komst í hann krappan. Þegar Liverpool-leikur bjargaði (ekki) lífi mínu.

Ég hefði átt að byrja að blogga aftur fyrir löngu fyrst það hefur svona mikla frægð í för með sér. Nú fara að streyma til mín snytivörur, skyr til að smakka og fleira sem áhrifavaldar fá.

 

Annað stórt mál í lífi mínu er skortur á bollastellli, en ekki hvaða bollastelli sem er. Þegar mamma flutti á síðasta ári og við systkinin fórum í gegnum hlutina hennar, fékk ég að eiga kökudisk sem hafði alltaf verið til heima, bara þessi eini diskur, minnir mig.

 

Ég á nóg af bollum, meira að segja tvo mávastellsbolla með undirskálum og kökudiskum og væri alveg til í þó ekki væri nema tvö pör úr þessu bláa stelli. Það þarf ekki allt af vera eins! Undir diskinum má sjá tvær örvar sem snúa niður og skarast eins og X, tölustafurinn 2 fyrir neðan. Vin á Facebook grunar að þetta stell gæti verið þýskt og hafi verið framleitt á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina. Sjá mynd hér fyrir neðan af diskinum dásamlega.

 

Blár diskur

Bold: Auðvitað var þykjustumóðirin stoppuð af áður en hún gat sagt Hope allt af létta. Dóttir fæðingalæknisins kom inn á kaffihúsið. Hún veit að faðir hennar fer í fangelsi þegar þetta kemst upp, einnig þykjustumóðir barnsins (sem Steffí ættleiddi) sem virðist þó hafa samvisku. Hversu lengi ætla hamdritshöfundar að láta vesalings Hope kveljast. Verður hún búin að ýta Liam í fangið á Steffí, fyrrum eiginkonunni,áður það gerist, svo stúlkurnar báðar eigi föður á heimilinu, og enn vita þau ekki að hann er faðir beggja stúlknanna ... sem innan örfárra ára verða orðnar gjafvaxta og farnar að rífast um einhvern mann sem þær síðan giftast til skiptis. Fyrst voru Brooke og Taylor sem hafa barist um Ridge í áratugi, síðan dætur þeirra, Hope og Steffí sem berjast um Liam og næst dætur Hope og Steffíar. Þið sáuð þetta fyrst hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 182
  • Sl. sólarhring: 340
  • Sl. viku: 1699
  • Frá upphafi: 1453574

Annað

  • Innlit í dag: 165
  • Innlit sl. viku: 1414
  • Gestir í dag: 164
  • IP-tölur í dag: 161

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband