Leyndarmál bláa disksins

aeskanStóra systir var önnur þeirra sem kom í heimsókn í gær. „Já, þetta með bláa diskinn,“ sagði hún, vel blogglesin (sjá þarsíðustu færslu), „ég man vel eftir því þegar mamma pantaði tvö stell. Þetta bláa sem hversdagsstell og svo annað bleikt með myndum af fólki sem sparistell. Við bjuggum í Stykkishólmi þá - ég man að pabbi var ekki sáttur þegar komu tveir risastórir kassar, fullir af bollum og diskum - er ekki viss um að fulltrúi sýslumanns hafi verið á himinháum launum þá,“ sagði systir mín sem fékk bleika tekönnu úr sparistellinu og ég bláa diskinn úr þarsíðasta bloggi.

Ég var ekki fjarri góðu gamni, sennilega á fyrsta eða öðru árinu, spurning hvort það hafi verið fyrir eða eftir að ég lærbrotnaði. Mamma sagði að heimili okkar í Hólminum hefði verið algjört draugahús, ég hefði eitt sinn horft inn í horn og öskrað úr mér lungun af ótta. Mér finnst líklegt að þetta hafi bara verið forljótur stóll sem ég veinaði yfir eða myndir hengdar upp á ósmekklegan hátt en draugur. Draugar eru ekki til. Svo vildi mamma meina að draugurinn hefði hrint mér niður brattan stigann svo ég lærbrotnaði. 

Ég lá á sjúkrahúsi í Stykkishólmi með annan fótinn í strekk upp í loftið og mátti fá heimsókn í klukkutíma á dag, eins árs barnið (13 mánaða). þá var nú ekki verið að dekra við okkur. Ekki skipti máli að manna var hjúkka, það skyldi ekki gera þessa krakka óþæga. Eitt sinn benti mamma nunnunum á að strekkurinn væri að losna en þær horfðu þóttafullar á þessa óléttu konu sem þóttist vera að kenna þeim. Hún var reyndar gift kona svo hún fékk kannski ögn meiri kurteisi (ok, ég hef mögulega horft á of margar myndir um nunnur á Írlandi sem voru vondar við ógiftar mæður).

Um nóttina losnaði strekkurinn og fóturinn féll niður. Ég grét víst alla nóttina og heyrnarlausa konan á stofunni með mér vaknaði en kunni ekki við að trufla nunnurnar. Næsta morgun hljóp Daníel Guðnason, síðar háls-, nef- og eyrnalæknir, þá kandidat, öskrandi á eftir þeim um allan spítala - varð alla vega ansi hreint fúll yfir þessari illu meðferð.

Ég kom samt bara vel út úr þessu; með ananan fótinn styttri en hinn og á erfitt með að treysta  ... Nunnurnar voru ekkert hættar, þessar elskur. Þremur mánuðum seinna, þegar Hilda systir var á leiðinni í heiminn og morgunleikfimin hljómaði í útvarpinu, reyndi nunnan/ljósmóðirin að laumast í morgunmessu en mamma harðbannaði henni það. Örfáum mínútum síðar kom gleðigjafinn Hilda systir í heiminn.

MYNDIN: Talandi um dekur. Eða öllu heldur ekki-dekur. Ég fékk nánast tár í augun af sjálfsvorkunn þegar ég sá myndina ... þegar maður þurfti að koma sér í skólann í öllum veðrum, borða hræring og þverskorna ýsu (og hreinsa sjálf) af því að börnin í Biafra sultu. Það var ekkert til sem hét skutl, við vorum ekkert of góð að t.d. hlaupa úr leikfimihúsinu á Laugabraut í skólann í tíu stiga frosti og mæta með hárið gaddfreðið. Myndin er svooooo dæmigerð fyrir líf barna á sjöunda áratug síðustu aldar.

Þetta var sagan um bláa diskinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ágætt að fá það staðfest að draugar séu ekki til, ekki einu sinni í Stykkishólmi, eða Stikkilshólmi eins og sumir kalla hann, sem er trúlega áhrif frá Stikilsberja-Finni. cool

Þorsteinn Briem, 21.2.2021 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 189
  • Frá upphafi: 1445654

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 175
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband