Rauði stóllinn, Yaris og nöldur ...

Raudi stollinnVinkona mín kom í gær frá Kópavogi, hún var á litlum Yaris og erindið var meðal annars að sækja rauða stólinn sem er nú orðinn hennar. Hún gefur honum ekki bara nýtt heimili heldur er ansi hreint klárari en ég í alls kyns húsgagnaviðgerðum. Það dugði að setja annað aftursætið niður og stóllinn sem er engin smásmíð komst léttilega í skottið ... 

Stefnan er að kaupa ögn minni sófa í stofuna (eftir mánuði, eða ár?) ég er með ágætan gráan U-laga svefnsófa úr Rúmfó, og kaupa líka fyrirferðarminni stól, ekki endilega í stíl við nýja sófann. Kannski Eggið, er það ekki góð hugmynd? ;)  

 

Við fóstursonurinn fórum með í bæinn í gær með Yaris-flutningabílnum og vorum síðan öll + ein í viðbót í góðu yfirlæti hjá enn einni vinkonu í kaffi og meððí. Þær eru allar í samskiptakúlunni minni - svo það komi nú fram. Við sprittuðum okkur nú samt. 

Ég var ekki nema rétt nýkomin heim aftur, tók strætó kl. 20 frá Mjódd, þegar ég uppgötvaði hvað ég hafði gert Mosa, kettinum hugumstóra, með sex líf eftir. Myndirnar segja allt, ég verð bara að lyfta honum annað slagið upp - hann notaði alltaf bakið á stólnum ...

 

Í morgun hlustaði ég á fund almannavarna, eins og ég geri nánast alltaf. Það komu ágætlega fínar spurningar frá frétta- og blaðamönnum, en þau sem sitja fyrir svörum, vil ekki nefna nein nöfn til að fá ekki á mig lögsókn, virðast hafa vanið sig á að byrja annað hvert svar þreytulega á: „Eins og ég hef áður sagt ...“

Ég held að almenningur hafi heldur ekki sama fílsminnið og sumir, nema sumir hafi rætt sumt við kollega og minnt að þetta hafi komið fram á fundum. Þetta hlýtur að pirra blaðamenn fyrst þetta pirrar mig, kjéddlíngu af Akranesi.

Uppi a skapÞað þarf ekki að gera lítið úr spyrjendum  ... mér finnst þetta alla vega óþægilegt svona síendurtekið. Ég krefst þess samt alls ekki að visst fólk verði svipt fálkaorðu vegna þessa ... ekki frekar en að svipta vissan söngvara orðunni sem hann fékk fyrir að bjarga þjóðinni í samkomubanni, þótt ég horfi aldrei á þættina og ekki vinir mínir heldur. Ég sé bara á samfélagsmiðlum að þættirnir hafa glatt ótal marga og það er dásamlegt. Enda erum við ekki öll þjóðin ... 

Æ, maður verður að fá að nöldra stundum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 268
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 2583
  • Frá upphafi: 1451778

Annað

  • Innlit í dag: 222
  • Innlit sl. viku: 1999
  • Gestir í dag: 192
  • IP-tölur í dag: 188

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband