Við Keli á vaktinni

ReykjanesskaginnEin vinkona mín fann ekki fyrir neinum einasta jarðskjálfta í dag, hún vinnur á sjúkrahúsi (á suðvestanverðu landinu) en bæði samstarfsfólk hennar og sjúklingar á spítalanum voru að springa úr spenningi. Hún fann heldur ekki fyrir þeim stóra á 17. júní 2000 þar sem hún stóð niðri á Lækjargötu og hlustaði á dúndrandi tónlist sem hún segir reyndar hafa skemmt fyrir því að hún fyndi skjálftann.

 

Ég myndi aldrei í lífinu játa að hafa vaknað við skjálftann kl. rúmlega 10 í morgun af því að enginn skilningur ríkir á þeim lífsstíl fólks að sofna kl. 2 plús og vakna kl. 10 plús. Frekar einelti sem tíðkast gagnvart því. Einhvern timann upp úr 10, kannski nær 10.30 dreif ég mig í sturtu en áður en vatnið náði að hitna og ég fara undir bununa fór að skjálfa aftur. Þá var ekkert að gera nema skrúfa fyrir, bíða allsber í fimm mínútur og fara svo í mjög snögga sturtu. Næsti harði skjálfti kom þegar ég var að klæða mig.

 

Óttinn hvarf þegar skjálftarnir hættu að finnast á Akranesi og þar sem við Keli vorum saman við gluggann (sjá mynd) áttuðum við okkur á því að við yrðum með þeim fyrstu til að sjá eldgos á Reykjanesskaga. Og gætum sýnt hraðari viðbrögð en Veðurstofa Íslands. Ég get staðfest að Keilir stendur enn.

 

Ef maður fer inn á vedur.is mætir manni VEÐRIÐ núna. En þegar maður fer inn á vedur.is til að athuga með veðrið, fárviðri sem ríkir mætir manni JARÐSKJÁLFTAR. Merkilegur fjandi. Eins og eigi að draga úr ótta með þessu. Að skjálftinn upp á 5,7 sé nú ekkert svo merkilegur fyrst manni bjóðist bara veðrið. Eða 30 m/sek-veðrið gæti nú verið verra fyrst boðið er upp á að skoða skjálfta fyrst. Kannski stillingaratriði.

  

Hér verður barnaafmæli (17) um helgina og von á brjáluðu veðri, ja, eða roki og rigningu. Reyndar verður rétt vindátt sem veldur ekki hviðum á Kjalarnesi en orsakar vonandi geggjað brim á hlaðinu hjá mér. Það er von á fjölda manns, við náðum nú ekki alveg upp í 50 ... en það koma kannski 15 sem er bara fínt. Mikil tilhlökkun í gangi.

 

P.s. Eftir að ég stækkaði letrið ögn hefur innsláttarvillum fækkað mikið. Ég er enn að læra á bloggið, rifja upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 274
  • Sl. sólarhring: 369
  • Sl. viku: 1791
  • Frá upphafi: 1453666

Annað

  • Innlit í dag: 230
  • Innlit sl. viku: 1479
  • Gestir í dag: 223
  • IP-tölur í dag: 220

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband