Óþolandi breytingar

LandakotAllir vita að hjúkrunarfræðingar komast vart í föt sín á morgnana fyrir vængjum. Og öll elskum við þessa stétt en sér í lagi strætóbílstjórar. Það er mín reynsla. 

 

Við fluttum í bæinn 1971 frá Akranesi og fórum þá að taka strætó. Mamma aftur - en hún er Reykjavíkurmær sem hafði unnið á spítalanum á Akranesi í nokkur ár og við búið þar. Í æsku bjó hún við Laugaveg 91 (síðar kom Domus þar, enn síðar Sautján) á móti Stjörnubíói ... og gerði þau mistök að segja okkur systkinunum frá því að hún hafi stundum farið í bíó allt upp í þrisvar á dag þegar mest þurfti að sjá. Hún gat því aldrei bannað okkur að fara í bíó.

 

Fyrstu árin bjuggum á Bollagötunni og notuðum oftast leið 1, Gunnarsbraut - Lækjartorg, en stundum sexuna á Miklubraut.

 

 

Med muttuMamma vann við hjúkrun á Landakoti, á barnadeildinni - í huga fólks nánast eins og að vera hjartaskurðlæknir ... Ef hún missti af sexunni sem gekk fram hjá Landakoti, tók hún ásinn og þurfti þá að ganga Austurstræti, Aðalstræti og upp Túngötu að Landakoti. Það fannst einhverjum bilstjórum óhugsandi. Svo þeir fóru að skutla henni í vinnuna ... á strætó sem með endastöð á Lækjartorgi. Hinir farþegarnir urðu margir brjálaðir yfir þessu og görguðu en bílstjórinn ók mömmu sem leið lá upp á Landakot (Túngötubrekkan er erfiðari en hún virðist) og ók svo aftur niður á torg, fór Hverfisgötu, Klapparstíg, Njálsgötu, Gunnarsbraut, Flókagötu ... og svo framvegis.

 

 

(Ég á því miður enga hjúkkumynd af henni, en þessi af okkur mæðgum er frá 1980)

 

Við systkinin stórgræddum á að eiga mömmu sem mömmu. Einn bílstjórinn leyfði okkur að borga súkkulaðikúlur í fargjald eða ekkert, annar gaf mér heilt strætómiðakort sem hann borgaði sjálfur fyrir - í þakkætisskyni fyrir að mamma hafði hugsað svo vel um barnabarnið hans. Systir mín segir að að þeir hafi bara verið skotnir í henni ... tengist ekkert starfinu.

 

 

Margt hefur breytst. Bílstjóri (ekki strætó-) sem keyrði mömmu í myndatöku um daginn ætlaði að vera voða kammó við hana (86) og systur mína (60+) sem var með í för: „Eruð þið úr sveit, stelpur?“ Hún horfði rmjög pirruð á hann og sagði: „Nei, ég er Reykvíkingur.“ Orðið sveitó var notað talsvert í hennar ungdæmi og ekki sem hrós. Allir forfeður hennar voru reyndar úr sveit, móðurætt frá Skagafirði (Hegranesi) og föðurætt Rangárvöllum (Helluvað), svo það komi nú fram.  

 

Ég myndi aldrei kvarta yfir bílstjórunum mínum á leið 57 en þeir skutla mér þó aldrei upp að dyrum eða gefa mér strætómiða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ættir nú að fá sérstök umhverfisverðlaun, búin að ferðast með strætó í sex áratugi, Gurrí.

Annað en Ómar Ragnarsson, sem á stóran þátt í bráðnun Snæfellsjökuls. cool

Þorsteinn Briem, 25.2.2021 kl. 19:56

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hmmm, 49 ár, ÞB, ekki sex áratugir. Býst við gullúri frá umhverfisráðuneyti. ;) 

Guðríður Haraldsdóttir, 25.2.2021 kl. 21:15

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég reiknaði með að þú hefðir eitthvað ferðast með strætó í Reykjavik fyrir árið 1971, enda þótt þú hafir búið í Stykkishólmi og á Skaganum, þar sem þú hefur áreiðanlega einnig verið mjög umhverfisvæn. cool

Þorsteinn Briem, 25.2.2021 kl. 21:39

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það var lítið ferðast, ekkert í strætó - ég fór t.d. í fyrsta skipti til Þingvalla á þrítugsafmælinu mínu! 

Guðríður Haraldsdóttir, 25.2.2021 kl. 21:48

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Móðurafi minn átti aldrei bíl og ferðaðist enn með strætó í Reykjavík þegar hann var 100 ára gamall.

Mæður okkar eru fæddar sama árið og hafa trúlega ferðast saman í strætó, fegurðardísirnar. cool

Þorsteinn Briem, 25.2.2021 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 431
  • Sl. sólarhring: 449
  • Sl. viku: 2606
  • Frá upphafi: 1451145

Annað

  • Innlit í dag: 361
  • Innlit sl. viku: 2043
  • Gestir í dag: 334
  • IP-tölur í dag: 329

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Besta pestóið
  • Besta pestóið
  • Opið hús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband