Skjálftariða í barnaafmæli

Bardarbunga 1Ég sýndi ótrúlega dirfsku, fannst mér, þegar ég fór í sturtu kl. rúmlega 12 á hádegi í dag. Hélt að væri betra að fara eftir mynstrinu, bíða eftir skjálfta kannski kl. 10 eða 11 og nota rólega tímann inn á milli til að baðast. Ég hef aldrei í lífinu verið sneggri. Bleyta, sápa, skola, út, þurrka, klæða og líta á klukkuna, alls 4 mínútur

 

Hér við skrifborðið nota ég lampa sem skjálftamæli, hann er í glugganum og ruggar þegar svo ber undir, þegar mér finnst skjálfa og ég stífna upp, nægir að horfa á hann til að vita hvort þetta var í höfðinu á mér eður ei. Ég er með skjálftariðu, finnst allt vagga en lampinn samþykkir það ekki og ekkert glamrar í skápunum.

 

Hér í himnaríki er að verða afmælisfínt - ég er svo mikil lúxusgella (mikið að gera) að ég lét veisluþjónustu gera nokkrar kökur og grænmetisbakka, að sjálfsögðu. Það er af sem áður var, þegar var bakað og sett á brauðtertur fyrir barnaafmælin - en það var vissulega í gamla daga, þegar konan var meira bak við eldavélina. Hæ, Guðni! Fóstursonurinn er að verða 17 ára núna í byrjun mars og hver að verða síðastur að kalla hann barn ... hann er hærri en ég, en samt!

 

Það eina sem ég þurfti að gera til undirbúnings var að fara með gosið (sem kom úr Einarsbúð í gær) út á svalir, brennivínið í frystinn ... (þetta verður sko alvörubarnaafmæli) og þeyta rjóma.

 

BardarbungaÉg þarf að ljúka við að brjóta saman þvott gærdagsins fyrir afmælið kl. 15 (vei þeim sem kemur sekúndu fyrr) og klára að ganga endanlega frá jólaskrautinu. Það stendur snyrtilega við hlið skápsins þar sem það á að vera og hefur ekki verið fyrir neinum ... hugsa sér ómennskuna.

 

 

Það besta sem maður gerir er að horfa gribbulega yfir heimilið, með gestsaugum, fjandsamlegs gests sem leitar að ryki - þannig sér maður best það sem gestir myndu annars tryllast yfir. „Hei, Gurrí, af hverju ertu með þennan kassa hérna? Ég er farin/n og tek afmælisgjöfina með!!!“ væri sannarlega ekki gaman að heyra. Jæja, hætt í bili, farin að brjóta saman restina, en vísindalegar rannsóknir myndu án efa sýna að flestum þyki frágangur þvotts allra leiðinlegasti húsverkurinn. 

P.s. Bárðarbunga er bráðfyndin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Snilld! :-)

Anna (IP-tala skráð) 27.2.2021 kl. 14:46

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er líka fyndið að alls ekki megi leggja nýjan flugvöll við Hafnarfjörð en í góðu lagi að byggja íbúðarhús á hrauni í Hafnarfirði, þriðja stærsta bæ landsins, og að fleiri en fjögur þúsund manns búi í Vestmannaeyjabæ við hliðina á eldfjalli sem gaus fyrir 48 árum. cool

Þorsteinn Briem, 27.2.2021 kl. 15:28

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég hef lesið heimskulegra eftir Steina Briem

Halldór Jónsson, 27.2.2021 kl. 17:55

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert snillingur Gurrí. Smá forvitni samt. Hvað gerirðu við brennivín í barnaafmæli?

Hrönn Sigurðardóttir, 27.2.2021 kl. 18:20

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hrönnd, brennivínið var auðvitað fyrir húsverkin - þvottinn. ;)

Sammála, Þorsteinn. 

Guðríður Haraldsdóttir, 28.2.2021 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 186
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband