Computer says no ...

SottkviFyrsti í rækt (eftir covid-truflanir) gekk vel í dag. Ég hætti ekki fyrr en ég hafði komið nokkrum lyftingamönnum til að gráta þegar ég sveiflaði níðþungum lóðunum eins og fjöðrum í kringum mig. Hafði engu gleymt. „Vöðvaminnið,“ sagði einkaþjálfarinn. 

 

Það var einmitt ræktin mín sem kom mér í sóttkví í september í fyrra. Einn örlagaríkan þriðjudag fór ég í ræktina kl. 11. Á miðvikudegi tók ég strætó í bæinn, gisti hjá vinkonu og á fimmtudeginum hitti ég fjölda manns (ja, allavega nokkra) á fundi - við reyndum auðvitað að halda tveggja metra fjarlægð. Ég gisti á hóteli á landsbyggðinni aðfaranótt föstudags (ekkert karlastand) og ætlaði svo að vera eina nótt hjá Hildu systur. Fóstursonurinn var hjá vinum og kettirnir vel passaðir.

Ég var nýkomin til Hildu þegar ég fékk hræðileg skilaboð um að einhver sem fór í ræktina þennan sama þriðjudag hefði líklega greinst með covid ... Ég hætti við að gista og dreif mig með strætó heim. Nánast fullur vagn en af því að ég upplifði mig eitraða þótt ég teldi MJÖG ólíklegt að ÉG gæti smitast, var ég bæði með grímu og hanska og settist aftast þótt það geri mig bílveika.

Hálftíma eftir heimkomu fékk ég SMS, í sóttkví með þig! Fljótlega eftir það fór ég að finna fyrir bæði hálsbólgu og höfuðverk. 

Ég lét ýmsa sem ég hafði hitt vita, og veit að fólkið sleppti því að heimsækja afa og ömmu næstu dagana og fór extra varlega.

Mér var gert að fara til Reykjavíkur í skimun og líka hinum rúmlega 200 Skagamönnunum sem höfðu kannski smitast ... Ég mátti ekki taka strætó og vinkona/vinur mátti ekki skutla mér. Hvað var nú til ráða?  

Covid-yfirvöld höfðu ekki samband við fína spítalann okkar hér á Akranesi vegna þessa, þetta var ákveðið af einhverjum sem ég vona að hafi fengið skammir frá m.a. umhverfisráðherra því minnst 100 bílar sem hefðu ella ekki keyrt Akranes-Reykjavík-Akranes þennan dag urðu að fara á milli af því að annað var ekki í boði! „Computer says no ...“  Og með þetta fína sjúkrahús á staðnum. Eins og í svo mörgu var gert ráð fyrir því að allir ættu bíl. 

Gömul vinkona úr Mosfellsbæ bjargaði mér, unglingsdóttir hennar var með ýmis covid-einkenni og átti tíma í skimun þennan sama dag. Elskan hún Ólöf ók því upp á Skaga og sótti mig um morguninn, beið á meðan ég stóð í ógnarlangri biðröð (sjá mynd) og keyrði mig svo aftur heim. Við vorum með grímu á okkur báðar leiðir. Við pöntuðum Galito-humarpítsu (uppáhaldið hennar) sem hún sótti, ég var enn eitruð. Síðan dreif hún sig í bæinn og ók dótturinni í skimun. 

Svo hófst biðin - og síðdegis bárust góðar fréttir, ég var neikvæð - en ég gat þó ekki glaðst fyrr en dóttir Ólafar hafði fengið neikvætt líka sem barst nokkru síðar.

-   -   -   -   -   -   -   -   -

Ég þekki konu sem var send í sóttkví fyrir einhverjum vikum og fær ekki að vita hver með covid átti í hlut, hún man ekki eftir neinum sem hefði getað smitað hana og fannst þetta afar óþægilegt. Hún hafði hitt tvær vinkonur þennan dag sem um ræðir og fór líka út í búð, með grímu, hanska og alles og hitti þar engan sem hún þekkti. Vinkonur hennar tvær sluppu alveg. Mjög skrítið.

Þannig að, ef ég greinist einhvern tíma með covid get ég kannski talið upp alls konar fólk sem mig langar að senda í sóttkví upp á grín; óvini mína, óvini vina minna og annað leiðinlegt fólk ... og það fær aldrei að vita neitt!!! Múahahahaha ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Takk fyrir skemmtilega frásögn. Þær eru margar hindranirnar sem lagðar eru á fólk!

Annars get ég bent þér á eftirfarandi heimasíðu er hægt að tilkynna um "brot á sóttvarnarreglum". Það mun eflaust færa einhver óþægindi í för með sér fyrir "alls konar fólk":

https://www.logreglan.is/adstod/rafraenar-tilkynningar/

Geir Ágústsson, 4.3.2021 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 160
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 2119
  • Frá upphafi: 1452319

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 1718
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband