Órólegar kýr og uppþornaðir lækir

Skakkar myndirFacebook-vinkona mín smellti stöðuuppfærslu á vegginn sinn og sagði að nú viðraði vel til eldgosa. Þetta hafði staðið þarna ögrandi í um það bil eina mínútu þegar ansi hreint sterkur skjálfti reið yfir (5,4) og fannst víða um land. Þessi kona sem er fornleifafræðingur (samt ágæt) hefur greinilega sambönd í neðra. Ég hljóp út að glugga þegar ég gat slitið mig lausa úr dyragættinni, alveg viss um að væri komið gos. Enn var allt með kyrrum kjörum.

 

Það væri nú eftir öllu ef færi að gjósa á fleiri stöðum ... Ég heyrði af skrítinni hegðun kúa á bæ á Suðurlandi, á áhrifasvæði Heklu, skammt frá Hellu/Hvolsvelli. Kýrnar á bænum leggjast ekki lengur og eru mjög órólegar ... þetta er víst sama hegðun og bændur töluðu um fyrir gos í Heklu. Annað sem veit á mögulegt gos er að lækir þorna upp ... og það er víst í gangi líka, fylgdi sögunni. Held að fréttafólk ætti að spjalla við bændur.

 

Efri mynd, t.v.: Ég finn fyrir skjálftum sem eru sterkari en 4. Ef þeir fara yfir 5 skekkjast myndirnar fyrir ofan sófann (sjá mynd) og ein skúffa í hillusamstæðunni opnast svolítið. Og ég tjúllast sífellt minna. Fyrst ég finn það mikið fyrir þessum stærstu, hvernig er hjá íbúum syðra? Kræst! 

 

Hja FrystihusinuMía systir mætti á Skagann í dag og ætlaði að bjóða mér í bíltúr út á Snæfellsnes, hún hafði einlæga kaffisamúð með mér vegna Rjúkanda-kaffisins sem ég hafði ekki smakkað í hátt í þrjú ár, og skrifaði um í síðasta bloggi, en samt var eiginlega ekki tími til að fara þangað. Við sættumst á að fresta þeirri för, athuga áður hvort það væri opið og sama kaffið, hafa nægan tíma og drífa sig þá. Þess í stað fórum við í ísbúðina nýju, Frystihúsið sem stendur við Akratorg. Það var mikið að gera en allt gekk samt ótrúlega hratt og vel fyrir sig.

Á þessari bad hairday og fleira-mynd af mér, t.h. sem systir mín tók á Akratorgi í dag sést hvað ástandið hefur haft djúp áhrif, ég gleymi endalaust að panta tíma í klippingu (hitti svo Önnu Júlíu mína í Frystihúsinu í gær (þangað sem allir Skagamenn komu á einhverjum tímapunkti) og á nú tíma í klippingu á fimmtudaginn, drengurinn fer eftir skóla á morgun).

 

Svo mættu matarvagnar á Skagann seinnipartinn, bara þrír reyndar, og fóstursonurinn fékk hjartfólginn kjúklingaborgara en ægifögur fósturmóðir hans (frá og með fimmtudegi) og systir hennar, ekki síður fögur, fengu sér humarloku. Skemmtileg og viðburðarík helgi sem átti nú að enda með eldgosi ... en enn eru 40 mínútur til stefnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 70
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 2029
  • Frá upphafi: 1452229

Annað

  • Innlit í dag: 64
  • Innlit sl. viku: 1637
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband