Legg svo á og mæli um ...

Snagar á hurðSkrapp með vinkonu í Húsasmiðjuna til að kaupa snaga. Held að þessir snagar séu það eina sem vantar í himnaríki, snagar til að festa bak við hurðina á herberginu mínu. Þar gæti baðsloppurinn hangið og peysur sem ég hef verið í vandræðum með, ekki óhreinar en ekki hæfar til að fara inn í skáp því ég hef kannski gengið í þeim einu sinni og fáránlegt að þvo ... æ, þið skiljið.

Verkefnið Allt á sínum stað er stundum flókið en snagarnir munu bjarga miklu. Svo er ég með stórt kisubúr og annað lítið sem ég þarf að finna stað fyrir - og mig vantar meira veggpláss fyrir myndir. Hlýt að finna út úr því á næstu mánuðum/árum. Fyrst það tók mig rúmlega hálft ár að átta mig á því að sniðugt væri að hafa snaga þarna. Sem var í gær. Rétt áður en smiðirnir koma sem er dásamleg tilviljun!

Vinkona mín stakk upp á að kaupa snaga sem eru hreinlega settir á hurðina sjálfa (sjá mynd) engir naglar eða skrúfur, en slíkt fékkst því miður ekki. Ég er nú samt ánægð með snagana sem ég fann (með góðri hjálp starfsfólksins) og keypti. Hurðarsnagarnir góðu fást í IKEA, búð sem er staðsett einhvers staðar í svartholinu fyrir utan Akranes.

Þegar ég var loks búin að herða upp hugann og athuga með hægindastól hjá Húsgagnahöllinni og safna í nokkra mánuði, kom í ljós að sá sem mér fannst svo flottur er uppseldur - ég er á biðlista fyrir næstu sendingu en með þeim fyrirvara að ég fái að máta fyrst. Er með svo langa fætur (eins og fyrirsæta) að ég nenni ekki ekki lágum stólum eða sófum, grunar að þessi sé of lágur. Það fást hrottalega flottir sófar þarna líka og ég var næstum búin að panta einn og fá hann heimsendan. En - mér fannst skynsamlegt að máta - sem ég gerði í næstu bæjarferð og hann reyndist of lágur og of mjúkur, og því óþægilegur. Skrambans. Gamli sófinn verður að duga alveg þangað til ég finn hinn eina rétta.

--- 

Svona handa mérÉg er búin að kaupa páskaeggin og fela egg drengsins. Fyrr í dag skemmti ég mér við að búa til vísbendingar. Ég veit núna að það að fela egg er ekki endilega skemmtun fyrir börnin. Múaha! Að sjálfsögðu verða slíkar páska-pyntingar á heimilinu ... lífið er ekki dans á rósum og drengurinn þarf að læra það.

Mamma spillti okkur systkinunum svakalega mikið með eftirlæti á páskadag og laumaði páskaeggi á náttborðið hjá okkur kvöldinu áður - sem þýddi að morgunverður páskadags var ansi spennandi en ekki sérlega hollur. 

--- 

Það verða sennilega algjör rólegheit hér á bæ um páskana, ekkert planað nema bara sofa, borða, horfa á sjónvarpið, borða páskaegg, lesa, vona að einhver bjóði okkur í mat, sofa, lesa, að einhver í „páskaegginu mínu“ komi í kaffi o.s.frv.. Sóttvarnarlæknir stjórnar tilveru minni sem þýðir að ég held áfram lifa mínu lífi eins og venjulega ...

Vonandi náum við að kæfa fjórðu bylgjuna í fæðingu. Legg ég svo á og mæli um, eins og segir í hinni góðu bók Búkollu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Og hvað ?

Þórhallur Pálsson, 25.3.2021 kl. 10:05

2 identicon

Geturu ekki látið smiðina reisa milliveggi svo að veggplássið aukist fyrir myndirnar? Er það ekki eina sýnilega lausnin

Sigríður Birna Thorarensen (IP-tala skráð) 25.3.2021 kl. 19:44

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Svei mér þá, það er eina vitið. :)

Guðríður Haraldsdóttir, 25.3.2021 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 142
  • Sl. sólarhring: 390
  • Sl. viku: 2281
  • Frá upphafi: 1452017

Annað

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 1870
  • Gestir í dag: 121
  • IP-tölur í dag: 121

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband