Góðar fréttir - slæmar fréttir

Hope, Liam og SteffíÞegar fóstursonurinn kom heim seinnipartinn í gær vissi ég að hann hafði ekkert heyrt um atburði dagsins, eða að öllu hefði verið skellt í lás. Ég kallaði á hann og sagðist hafa bæði góðar fréttir og slæmar fréttir að færa.

„Það verður enginn skóli á morgun,“ byrjaði ég. „Þú ert kominn í páskafrí tveimur dögum of snemma vegna COVID-19,“ hélt ég áfram. 

Ég var svo alvarleg á svipinn að hann varð óöruggur. „Eru þetta góðu fréttirnar?“ Ég horfði hneyksluð á hann: „Nei, þetta eru slæmu fréttirnar, ég veit að þér finnst svo gaman í skólanum.“

Svo sagði ég honum góðu fréttirnar, sem hann gladdist yfir. Hann var samt svolítið ringlaður á svip og ég heyrði tautið í honum þegar hann var kominn fram: „Jess, jess, páskafrí! Ég get sofið út, frábært“

Ég veit ekki hvenær ég breyttist svona. Það er svo stutt síðan ég gladdist sjálf heilmikið yfir óvæntu fríi í skólanum í kjölfar eldgoss í Vestmannaeyjum. Hvað gerðist?

Þegar ég fékk greindarlegt komment við bloggfærslu nýlega: „OG HVAГ áttaði ég mig á því að í raun var verið að minna mig góðlátlega á að bolda sem ég hef allt of lítið gert af frá því ég hóf að skrifa á nýjan leik innihaldsríkar, tilgangsmiklar og æsandi (strætóferðirnar) bloggfærslur um líf mitt sem er allt annað en hversdagslegt - já, og boldið. „OG HVAÐ MEÐ BOLDIÐ?“ 

Ég kíkti eitt augnablik á þáttinn (Bold and the Beautiful) í gær og sá að fátt hafði gerst síðan í janúar ... Aumingja Hope fær enn þá næstum því að vita að ættleidd dóttir Steffíar sé í raun dóttir aumingja Hope - en alltaf kemur eitthvað eða einhver í veg fyrir að hún fái að heyra sannleikann, held ég, það gerðist í gær og það gerðist líka síðast þegar ég kíkti. En ég lofa að bæta mig. Horfi kannski í dag eða á morgun og gef skýrslu. 

MYNDIN er af (f.v.) Hope, Liam og Steffí. Liam var giftur Steffí og hún ólétt. Samt tók hún til öryggis faðernispróf af því að hún hafði lent í að sofa hjá tengdapabba (Bill) en Liam átti nú barnið. Verst að hann sá faðernisprófið óvart sem eyðilagði hjónabandið og hann fór til gömlu kærustunnar Hope og giftist henni eftir að hafa gert hana ólétta. Hann er frábær faðir og hlakkar til að eignast aðra dóttur. Barnið fæðist þar sem Hope er alein (Liam seinkaði) en læknirinn sem tekur á móti barninu er spilasjúklingur og búið að hóta honum því að drepa dóttur hans, hann rænir barninu og „selur“ mömmu Steffíar, Taylor, geðlækninum með varirnar, það, en hún hafði verið að svipast um eftir barni sem Steffí dóttir hennar gæti ættleitt svo dótturdóttirin gæti alist upp með systkini. Væn fjárhæð átti að fara til móðurinnar sem gæfi barnið en auðvitað hirti staurblankur læknirinn peninginn. Sú sem fæddi andvana barnið sem er notað til að sannfæra Hope, er fengin til að þykjast „gefa“ Steffí barn Hope og Liams ... þannig að nú alast upp litlar hálfsystur án þess að nokkur viti nema læknirinn, dóttir læknisins og konan sem þóttist vera móðirin sem gaf barn sitt. Hope laðast óeðlilega mikið að barninu sem hún á í raun. Sennilega þurfum við að bíða fram í maí með að þetta komist upp. Mögulega maí á næsta ári.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sem sagt dæmigerð bandarísk fjölskylda, eins og fjölskylda Hómers Simpsons og Donalds Trumps. cool

Þorsteinn Briem, 25.3.2021 kl. 14:28

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hahahaha, greinilega. 

Guðríður Haraldsdóttir, 25.3.2021 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 73
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 2032
  • Frá upphafi: 1452232

Annað

  • Innlit í dag: 67
  • Innlit sl. viku: 1640
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 67

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband