Fjör við frystinn

BananabrauðiðKannski frekar veðrið og bílleysið sem fær mann til að panta í Einarsbúð og fá heimsent - en eitthvað annað.  Ég er eiginlega komin í sjálfskipað samkomubann og ætla að henda mér í lestur góðra bóka inni í kósí híði mínu (himnaríki) - baka kannski smávegis, jafnvel bananabrauð sem er alltaf vinsælt á heimilinu. Ég pantaði líka Betty Crocker-kökumix sem mömmur.is hafa gert okkur drenginn vitlaus í.

 

 

Fyrirhuguð heimsókn frá Reykjavík sem átti að verða á morgun verður ekki. Ef veður leyfir er þó eitt stykki bæjarferð í kortunum hjá okkur á mánudaginn, það þarf að sækja sumargjöf drengsins, fínan skrifborðsstól sem hann hefur lengi þráð að eignast. Eins gott að Rúmfó sendi hann í tíma heim til Hildu í Kópamaros. Svo skutlar Davíð okkur til baka og setur stólinn saman, kíkir á tölvur og sitthvað svona sem hann hefur séð um af miklum dugnaði undanfarin ár. Það ættu öll heimili að eiga einn svona Davíð. Kannski blikka ég hann til að skutla mér í Costco til að kaupa ketilbjöllu ...

 

Ég átti erindi í HárstofanClassic-ApótekVesturlands-Bónushúsið um daginn og skellti mér inn í Bónus til að kaupa kaffi (Espresso Roma) og smotterí sem fæst ekki í Einarsbúð. Í Bónus var stödd virðuleg pönkdrottning í svipuðum erindagjörðum.

Ketilbjöllur„Hurru, Ellý, áttu nokkuð lóð eða ketilbjöllu til að lána mér þar sem öllu verður nú skellt í lás á morgun?“ spurði ég vongóð. Hélt að hún lumaði á einhverju gömlu og allt of léttu (fyrir hana). Ellý kvað svo ekki vera, sagðist ætíð nota eigin líkama til þjálfunar og sýndi það í verki þarna við rjómaísfrystinn, á milli grænmetiskælisins og mjólkur- og kjötkælisins. „Þú kreppir t.d. handlegginn mjög fast, sérðu, svona, og hreyfir hann svo upp og niður,“ sagði hún og bætti við: „Úff, nú er ég orðin örmagna, ég reyndi svo mikið á mig.“ Sviti og tár fossuðu af andliti hennar niður á gólf, gott ef ekki smávegis blóðflaumur þarna líka. Ég gat samt ekki stillt mig um að biðja hana um að sýna mér þetta aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður átti tengdamóður á Húsavík og í hverri viku fékk hún matvæli send heim úr kaupfélaginu.

Eitt sinn er ég var í heimsókn hjá þeim heiðurshjónum heyri ég frúna kalla niður í ljósmyndastofuna:

"Pétur! Heimsendirinn er kominn!" cool

Þorsteinn Briem, 26.3.2021 kl. 15:18

2 identicon

Dásamlegt - þú hittir miðju aleimsins

Olafur Magnusson (IP-tala skráð) 26.3.2021 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 411
  • Frá upphafi: 1445638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 358
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband