Upprennandi tæknitröll

Krummi og KeliEinarsbúð kom með vörurnar þegar ég var ekki alveg búin með bloggið í gær en ýtti samt á VISTA. Ellý sá auðvitað í gegnum mig í Bónus og kreppti ekki hinn handlegginn ... svo það sé nú á hreinu. Ég var viðbúin því að þurfa að taka til fótanna en svo þurfti nú alls ekki. Vona samt að hún heimsæki mig yfir páskana ... við erum eiginlega í sömu kúlunni og hittum ansi hreint fáa þessa dagana. En sjáum til varðandi tölur dagsins og svona. Það eru bara tveir í sóttkví á Akranesi, enginn í einangrun. Alls fimm í sóttkví á öllu Vesturlandi.

MYND: Náði mynd af tveimur af næstum fjörutíu eða fimmtíu köttum heimilisins, Krumma og Kela, þar sem þeir flatmaga í glugganum eftir að hafa gert árangurslausar tilraunir til að sjá gosið. Þetta er svo lágstemmt eldgos að hér sést bjarmi ef það er orðið dimmt og ekki vitund skýjað - og með kíki ... góð gleraugu eru líka kostur. (Já, ég er risaeðla, enn með heimasíma. Í gemsanum kann ég t.d. ekki að bregðast við ef símsvari segir: „Ýtið á einn ef þið viljið samband við ...“ Ég fæ tæplega eitt símtal í viku.) 

--- 

Ég hef kannski „montað mig“ af því áður hversu lítt góð ég er þegar kemur að nýjustu tækni og vísindum. Var nú samt á nokkuð löngum zoom-fundi áðan en ég hvorki sást né heyrðist - sem kom alls ekki að sök. Gat meira að segja tengt mig í gegnum tölvuna sem tókst ekki síðast (á fyrsta zoom-fundi lífs míns) og tókst loks með bara smávegis hjálp að fá hljóðið á. Kannski er ég upprennandi tæknitröll?

Auto correctLengi vel þjáðist ég yfir því að kunna ekki að taka auto correct af í símanum. Ég sendi samstarfsmanni mínum yfirlesna grein sem lá svolítið á og skrifaði um leið og ég hafði sent honum skjalið: KOMIÐ! Í Messenger-skilaboðaforritinu - síminn breytti því umsvifalaust í LÖMUÐ! Elsku umhyggjusami samstarfsmaðurinn sendi, alveg í sjokki: Er ekki allt í lagi, Gurrí mín?

Og þegar ég sendi eitt sinn: DÁSAMLEGA FYNDIÐ, breyttist það í DADS LEGS FUNDED

Einu sinni fékk ég skilaboðin ÞRJÚ HREINDÝR? og sendi spurningamerki til baka. Þetta átti að vera ÞÚ HRINGDIR? Ekki nema von kannski að forritið hafi misst sig, hefði kannski skilið betur: HRINGDIR ÞÚ?

Auto correct er ekki lengur í símanum mínum.

Annað svolítið undarlegt er að forritið Word „setur upp“ skrif fólks, og ef maður til dæmis ýtir á enter í skjalinu kemur sjálfkrafa bil, ekki bara áframhald í næstu línu á eftir (ég kann að taka bilið). Og á eftir punkti kemur yfirleitt alltaf hástafur, eins og t.d. í mánaðarheiti. Sé að margir eru hættir að gera bil á eftir punkti, skrifa miskunnarlaust 4.apríl til að sleppa við að komi 4. Apríl ... Það er hægt að hreinsa þetta úr wordinu, sonur minn gerði það fyrir mig í gömlu tölvunni og það var allt annað. Kannski getur Davíð gert það í þeirri nýju (2020). Eða Anna ... eða einhver sem veit sínu viti í þessum málum og ég man eftir að blikka á milli kaffibolla. Fúlt að kaupa Word dýrum dómum og þurfa að leiðrétta villurnar í forritinu oft í hverju skjali.

Jæja, best að fara að baka súkkulaðiköku fyrir drenginn. Veður fer versnandi sem gerir bakstur enn meira kósí, farið varlega, elskurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 194
  • Sl. viku: 1530
  • Frá upphafi: 1453405

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 1262
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband