Að fleygja í gíg og annan ...

Hvað ætli klukkan séKassarnir með vörunum stóðu á ganginum þar til í gærkvöldi. Þá var kaffivélin tekin upp, kvörnin, fleiri fylgihlutir og ... ketilbjallan og viftan úr Costco.

Ég er svo vanþakklát í garð tækninnar að ég fnæsti þegar ég sá að það fylgdi fjarstýring með viftunni, hvað varð um on/off-takka, hækka og lækka-takka, því að flækja þetta? En ég hlýt að ráða við eitt stykki borðviftu með fjarstýringu.

Ég gerði nokkrar æfingar með ketilbjöllunni (ekki fjarstýring á henni) og hún er ekki of þung.

Þegar ég áttaði mig á því að það vantaði þjapparann til að ýta á malaða kaffið í greipinni, fékk ég algjört áfall, nú hlaut lítill kassi að hafa orðið eftir í bílnum hjá Davíð, skrambans, eða ég fleygði þessu í fljótfærni. Fóstursonurinn fór niður í endurvinnslutunnu og leitaði í pappanum sem hann hafði farið með niður hálftíma áður - og hækkaði vikulegu vasapeningana sína um 20 prósent fyrir vikið. Já, hér fær fólk borgað fyrir hetjudáðir þótt þær beri ekki ávöxt - því þetta og litlu síurnar ofan í greipina sem hægt er að velja um fyrir einfaldan eða tvöfaldan espressó fundust í plastpoka ofan í vatnstankinum á vélinni. Svo mér er ekkert að vanbúnaði í raun - en sennilega fer drengurinn út í sjoppu á eftir og kaupir meiri mjólk. Nýmjólk auðvitað. Ég er ekki hrifin af G-mjólk því hún freyðir svo mikið og ég vil ekki froðu í latte, froða á að vera í cappuccino ... ok, ég er strax farin að vera óþolandi, skal hætta. Varið ykkur samt á G-rjómanum, hann stendur flottur en mýkir ekki marens eins og sá venjulegi. Húsráð í boði himnaríkis. 

Skemmir málstaðinnEftir ýmsa dramatík við vefmyndavélina á Fagradalsfjalli í dag virðist allt farið að róast. Mig grunar að rasistar hafi fengið þessa snilldarhugmynd, farið þangað og haldið uppi þessu skilti til að skemma málstaðinn.

Mér finnst samt líklegast að þetta sé bein útsending frá Helvíti og fólkið sem veifar sé í raun að kalla á hjálp vegna hita, leðju, vosbúðar, sjoppu- og klósettleysis og sennilega harmonikkutónlistar. Er ekki alltaf sagt að ríka fólkið sem hefur efni á dýrum mannbroddum fari til helvítis? Að hinir fátæku (þeir sem eru ekki með vesen alla vega) fari á hinn staðinn. Ekki samt himnaríki, það er á Akranesi og í minni eigu.

P.s. Veit að stutt er í að fólkinu með skiltið verður fleygt í annan gíginn eða báða. RÚV er á vaktinni og slekkur strax á útsendingu þegar fólkið birtist. Þetta er ekki vettvangur fyrir neitt annað en gosið - ekki veifandi fólk og alls ekki pólitískar yfirlýsingar, sama hversu góðar þær eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 191
  • Sl. viku: 1523
  • Frá upphafi: 1453398

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1255
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband