Elísabet á lausu

Ísbjörninn og fleiraSíðustu daga hef ég verið að pakka upp úr tveimur stórum búðapokum, fína puntinu sem ég hafði vafið inn í teppi til að ekkert kæmi fyrir það í komandi jarðskjálfta úr Brennisteinsfjöllum - upp á c.a. 6,5. Uppsöfnuð spenna sem nýju eldgosin hafa ekki létt á. Það er ekkert gaman að búa í niðurpakkaðri stofu. 

Ég talaði um þetta við konu sem kom í heimsókn í gær, hún telst vera innan kúlunnar minnar en við tengjumst í gegnum vinnu. Ef ég segi meira þarf ég að þagga endanlega niður í einhverjum ... 

Við ræddum aðeins þessi gos- og jarðskjálftamál, á milli þess sem við ræddum blúndur og ýmis frumvörp til laga og ég komst að því að ættin hennar er full af jarðfræðingum, eins og mín af sálfræðingum. Hvort tveggja kemur sér vissulega vel á þessum víðsjárverðu óvissutímum en hún sagði mér að pabbi hennar, jarðfræðingur, hefði sagt henni að það væri einna best af öllu landinu að búa á Akranesi - upp á náttúruhamfarir. Auðvitað fyndist fyrir jarðskjálftum hér og það gætu komið sjávarflóð en við slyppum við margt annað.

Hugsa að tilvonandi eiginmaður minn þurfi að uppfylla að vera jarðfræðingur, eldfjallafræðingur, eitthvað slíkt, kokkur myndi sleppa. Svona fólk kemur sér afar vel að hafa í fjölskyldunni (hugsa sér fermingarveislunar) þótt ég hafi sannarlega ekkert á móti sálfræðingum. En það þarf að blanda meira, við höfum vissulega líka skáld, húsgagnasmið, pípara (á Siglufirði), félagsráðgjafa, tónmenntakennara, leikara og fegurðardrottningu svo fátt eitt sé talið. Hvar eru kjarneðlisfræðingar, dýralæknar, jarðfræðingar?

Ef geta liðið mörg hundruð ár á milli eldgosa gæti liðið smátími fram að þeim stóra. Kannski ögraði ég öllu með því að gera þetta - en ég, annað en íslenskir pólitíkusar, lofa að bera ábyrgð og segja af mér ef skjálftinn skellur á vegna þess að mig langaði að hafa fínt í stofunni.

Elísabet og FilippusNú var elskan hann Filippus drottningarmaður að deyja, 99 að aldri. Greinilega ekki elskaður af guðunum frekar en tengdamóðir hans sem varð rúmlega 100 ára. Sá að Facebook-vinur á sömu bók og ég, The wit and wisdom of Prince Philip. Þar má m.a. finna:

Við konu með blindrahund sagði Filippus: „Vissirðu að nú eru þeir farnir að þjálfa áthunda fyrir átröskunarsjúklinga?“ Maður með svona húmor hefði akkúrat getað sagt eitthvað „fyndið“ um litarhátt þá væntanlegs langafabarns en Harry og Meghan sögðu strax að það hefði ekki verið hann. Ef einhver veit meira um hefðardúllurnar bresku væri gaman að vita hverjum væri trúandi til að segja þetta? Erfist húmor? Gæti Karl átt til að grínast með húðlitinn á tilvonandi sonarsyni?

Filippus kom nokkuð oft til Íslands miðað við marga (aldrei kom Díana heitin) og í frásögn annars Facebook-vinar má lesa að eftir eina Íslandsferðina hafi hann rétt hirðkokki í Balmoral-kastala miða sem hann hafði hripað á uppskrift að íslenskum pönnukökum sem eftir það voru annað slagið á borðum. Vonandi hverfa ekki pönnukökurnar þótt Filippus sé ekki lengur til að njóta þeirra. Það hljóta allir að elska pönnsur sem hafa smakkað þær. En nú er Elísabet á lausu, eins og þriðji Fb-vinurinn var að benda á. Nú væri lag fyrir pabba, ef hann væri á lífi, að næla sér í áttundu konuna ... en ég þarf víst að finna aðrar leiðir til að verða hefðardúlla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 188
  • Frá upphafi: 1445653

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 174
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband