Hagnýtir fávitar

FávitiÞað er ekki alslæmt að fá „fyndna og sniðuga“ liðið til að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV því þá fá áhorfendur að sjá ný sjónarhorn og ýmsar nærmyndir af flottum nýjum sprungum/gígum á meðan. Sannarlega hagnýtir fávitar - og sérlega flott hjá RÚV að leyfa þessu liði ekki að skemma fyrir okkur hinum.

Ég hef séð málflutning fólks sem telur okkur landsmenn hafa verið heilaþvegna, að yfirvöld hafi hrætt okkur og við horfum fram hjá mannréttindabrotum vegna ótta. Ég er ekki hrædd en finnst allt í lagi að fólk sem kýs/verður að ferðast hingað upplifi stutt „óþægindi“ á ókeypis hóteli ef það hjálpar í baráttunni við veiruna. Mig langar alls ekki til að fá COVID-19 en yfirvöld hafa ekki hrætt mig til að ég samþykki að brotið sé á fólki. Ég myndi fús dvelja á hóteli í fimm daga ef það gerði þjóðinni gagn. Við höfum ekki bara rétt, við höfum líka skyldur - við glímum við drepsótt ef einhver hefur gleymt því!

 

 

Vinkona heimsótti mig í morgun. Henni leist illa á bjúgbólgna fætur mína og gaf mér uppskrift frá heimalandinu, Litháen:

bjúgs

 

Bjúgeyðir

fyrir einn

 

2 bjúgbólgnir fætur

kalt vatn í fati

hvítkál

sokkar

 

Farið í fótabað í u.þ.b. bil 10 mín. í köldu vatni. Vefjið hvítkáli um báða fætur og farið í sokka utan yfir. Látið vera í 2-3 klst. Fjarlægið sokka og hvítkál, geymið kál í plastpoka í ísskáp yfir nótt og endurtakið næsta dag ef þarf.

 

P.s. Mig langar samt að fá Janssen-bóluefnið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi segja að það sé orðum aukið að kalla þetta drepsótt.

Vissulega eru fjölmiðlar og ríkisstjórnin búin að hræða fólk, ég hef séð fólk froðufella af æsingi út af því að einhver stóð of nálægt þeim, fór yfir einhverja sóttvarnarlínu eða notaði klósett sem viðkomandi átti vist ekki að nota og það bitnaði á heilum hóp af fólki fyrir vikið. Og það virðist allt ætla að sturlast út af 1-2 smitum sem hafa komið upp hér.

Bara þessi orð þín í þessu bloggi sýna að hræðsluáróðurinn hefur tekist gagnvart þér, ef þú vilt ekki fá þessa pest þá er þér alveg frjálst að vera heima hjá þér og hitta ekki eina einustu manneskju, leyfði þeim sem kjósa að fara út á meðal fólks og taka þátt í "rússnesku rúllettunni" eins og fólk er farið að sjá þetta, að gera það í friði, fyrir mitt leiti þá hef ég engan áhuga á að borga uppihaldið á þessum "lúxus" óþægindum.

Þessar öfgaaðgerðir sem eru í gangi til að útrýma veirunni eru langtum verri heldur en nokkurntíman veiran sjálf, tapaða æsku barna og unglinga, allt það fólk og öll þau fyrirtæki sem hafa verið sett á hausinn eða eru á leiðinni þangað, öll þau líf sem eru nú þegar töpuð og þau sem munu tapast allt í boði ríkisstarfsmanna sem klappa sjálfum sér á bakið og eru öruggir með launin sín sama hvað gerist.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst það alveg ótrúlegt að það finnst yfir höfuð fólk þarna úti sem telur þetta vera í lagi og verra sem hvetur þessar aðgerðir áfram.

Halldór (IP-tala skráð) 13.4.2021 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 45
  • Sl. sólarhring: 114
  • Sl. viku: 1737
  • Frá upphafi: 1453247

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 1418
  • Gestir í dag: 37
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Ömmukaffi
  • Matur og ömmupartí
  • Tengdamömmur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband