Í bullandi mótþróa en eldgosi bjargað

MúsíksmekkurSá dagur nálgast að ég fái mitt Janssen - í hægri öxl, mæli svo um og legg á. Ég held alla vega rígfast í þá von og verð bara að muna hægri öxl þegar ég kem á staðinn - ég sef  á vinstri hlið og í þau skipti sem ég hef verið bólusett er ég oft aum í nokkra daga. Jú, jú, ég veit, ég veit, en ef ég hefði t.d. óttast það sem fylgdi hættu-að-reykja lyfinu væri ég enn púandi. Mér fannst alveg nóg að dreyma mikið á nóttunni og vera sífellt flökurt sem er víst algengast.

MYND: Þegar ég heimsótti mömmu á laugardaginn voru engin slagsmál um hvaða tónlist ætti að setja á fóninn (enda er hún meira af 48-, 58-kynslóðinni), heldur var verið að horfa á íþróttir. Ég laumaði montin að einni konunni sem virtist sérlega áhugasöm að þær væru systur mamma og amma Dagnýjar Brynjarsdóttur fótboltakonu. Ekki bara systur, heldur tvíburar! „Já, og er hún ekki í West Ham?“ spurði hún spennt og greinilega komin með sína konu til að halda með. Við stoppuðum ekki í setustofunni, það er bannað, heldur vorum að fara með mömmu þangað, á leið út. Ég er bara svona snögg að monta mig.

Nágrannalönd okkar hafa sum hætt að nota Astra-Zeniga en það á samt að koma því í okkur 60 plús-gamlingjana (djók) með öllum ráðum hér á landi. Og ef einhver dirfist að afþakka það fer hann bara aftast í röðina, eins og ég upplifði sem hótun í fréttum um daginn. Jú, það verði opnir dagar með önnur bóluefni í boði en ekkert byrjað að skipuleggja það. Þarna fór að bulla í mér mótþrói, eins og ég er annars ánægð með sóttvarnayfirvöld - muna, Gurrí, hugsa um það jákvæða ... ávinningur meiri, pillan miklu hættulegri (og reykingalyfið mitt.)

Svona hótanir virka öfugt/illa á marga (eins og mig). Ég set allt traust mitt á Janssen - það er samt svipað AZ þegar kemur að aukaverkunum, en ein sprauta af því nægir! En ef mér býðst bara AZ ætla ég auðvitað að þiggja það, svo það komi fram. Ekki af ótta eða heilalausri hlýðni, heldur langar mig ekki til að fá covid. Of margir hafa farið illa út úr því. En samt, krakkar mínir, hverjum ætti kona á mínum aldri að hóta að sofa hjá til að fá Janssen? 

Mosi veiðir eldgosEldgosið er alltaf jafnspennandi og aðeins fréttir sem draga mig nú frá því að hafa það mallandi í tækinu, ég hef ekki tíma til að horfa stöðugt á það.

Mosi, yngsti eðalkötturinn á heimlinu, er afbrýðisamur út í eldgosið og fyrir skömmu stóð ég hann að verki við að reyna að slökkva í því. Á myndinni sést að hann var nýbúinn að slátra gígnum lengst til hægri, reykurinn frá honum sést greinilega, en ég sýndi hetjudáð þegar ég bjargaði restinni af eldgosinu og setti Mosa niður á gólf. Ég verð bara að klappa honum enn meira og oftar. 

Ég fann EKKI fyrir jarðskjálftanum í gærkvöldi og er afskaplega fegin því. Held að langflestir hafi fengið miklu meira en nóg af hristingi í aðdraganda gossins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 411
  • Frá upphafi: 1445638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 358
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband