Stór en samt svo lítill ...

Eldgos fyrir ofan ljósastaurHilda systir kom til mín í gær sem var æði eins og alltaf. Og í gær upplifði ég enn og aftur hvað það er gott að búa á stað eins og Akranesi sem er bæði svo lítill og svo stór (bráðum átta þúsund íbúar - hæ, vantar dýralækni!).

 

Ég dró Hildu með á lagerhreinsun tveggja verslana, Módels og Hans og Grétu, og gerði ansi góð kaup. Eins og glöggir lesendur bloggsins vita hata ég búðaráp en það þarf líka að vera skynsamur í þessu nokkuð dýra landi, hmmm. Fékk virkilega töff sumarjakka á drenginn (7.500 kr. samt merkjavara) og lítinn hitamæli í kjöt (á 100 kall eða álíka).

Til að gera endurskoðandann ekki snarvitlausan bað ég um nótu á kennitölu vegna jakkans. Það var ekki hægt að fá slíka nótu á þessum stað, gamla verkalýðshúsinu sem var lagerhreinsunar-húsnæðið, en önnur konan við afgreiðslu kvaðst búa í næsta húsi við mig, hún skyldi skella nótunni í póstkassann hjá mér. Ekki kom þó til þess því bæði okkur Hildu og þessari konu hafði dottið í hug að fá sér í svanginn á Galito, svo nótan var bara afhent þar. Svona er að búa á Akranesi ... 

 

Er að hamast við að klára ýmis verkefni í dag áður en næsta heimsókn skellur á - og sú vinkona sem hingað kemur lýsti því yfir að hana langaði að fara með mér á Galito ... svo ég fæ eflaust titilinn GÓÐKUNNINGI eða FASTAGESTUR eftir þessa helgi. Alveg sátt við það. Var mjög hneyksluð á Hildu að fá sér pítsu sem innihélt bæði hnetur og döðlur - og hún fussaði yfir mínum mat sem innihélt tómata sem hún hefur ofnæmi fyrir. Samt gekk allt vel, sennilega af því að ég keypti rauðvínsglas með og var orðið góðglöð eftir þrjá sopa, ég veit, ég er hænuhaus. Sennilega hefur hann vitað það, gaurinn í Hollywood (við Ármúla) sem reyndi grimmt við mig og sagði: „Viltu sopa?“ Í dag skil ég ekkert í því af hverju ég móðgaðist yfir þessu.  

- - - - - - - - - - 

Ég er enn oggulítið aum í hægri handlegg, ekki síst ef ég kýli fast í hann, en smávægilegur slappleikinn fyrst eftir bólusetningu miðvikudagsins er bara minningin ein. Ill-hjartaðir vinir mínir (tveir) sem segja hlutina eins og þeir eru ... og sögðu mér miklar hryllingssögur af hroðalegum aukaverkunum, hafa nú alveg þrjá mánuði til að segja mér allt um afleiðingar seinni sprautunnar. Svona er ég alltaf heppin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 411
  • Frá upphafi: 1445638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 358
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband