Að gosstöðvum í gullstól ...

MæðradagurinnÉg gladdist yfir því sem kom fram í fréttum að leggja eigi betri veg til að auðvelda eldra fólki, hægfara fólki eða letipúkum eins og mér sem fara í ræktina en nenna samt ekki að erfiða í marga klukkutíma til að berja gosið augum. Ekki eftir að eina vinkona mín sem er með sixpakk nærri dó við að fara. Eina sem ég þarf samt að vita er hvaða (hvaðan) kaffi kvennadeild slysavarnarfélags Grindavíkur er með í gosbúðinni. Sennilega Kaffitár ... enda af Suðurnesjum. Það væri nú vel valið.

Það endar vonandi með því að hægt verði að fá burðarmenn, alltaf gaman að sitja í gullstól (sem tveir sterkir og myndarlegir menn búa til með því að flétta saman höndum). Ég þori alls ekki að lesa Eldana eftir Siggu Hagalín fyrr en ég er búin að fara. Það gerist víst eitthvað svakalegt í bókinni þegar búið er að auðvelda ferðafólki aðgang ...  

Nú eru tvö tímafrek verkefni frá og mér finnst ég hafa tíma fyrir hvað sem er núna. Þarf að kaupa suðusúkkulaði á morgun og mögulega baka áðurnefnda úr fyrri bloggum, Nammi, nammi, gott, gott. Fóstursonurinn fékk sérkennilegan glampa í augun þegar ég sagði honum frá þessari köku. Þarf líka að fara í hraðbanka - það verður spennandi skólaferðalag á miðvikudaginn en annars eru bara tvær vikur eftir í skólanum. Mikið ofboðslega er ég hrifin af Fjölbrautaskóla Vesturlands, starfsbrautin þar er að minnsta kosti algjört æði - og mötuneytið og allt starfsfólkið. Drengurinn er stórhrifinn. Hann fer í tveggja vikna sumarbúðir í lok maí og svo er það garðyrkjuvinna í sumar - einhver verður að vinna fyrir heimilinu! 

 

Glefsur:

SjónvarpsglápObama-forsetafjölskyldan var að missa Bo, heittelskaðan heimilishundinn. Forsetinn setti það á Facebook-síðu sína fyrir 5 klst. og þegar eru komin 155 þús. samúðarkveðjur, 1,3 millj. ástartjákn og 52 þús. deilingar.

Mjög ofmetið útvarpsefni að leyfa hlustendum að hringja og tala og tala og fá óskalag ... afsakið geðvonskuna - veljið betri óskalög (Black Sabbath, Radiohead, Abba, Wu Tang Clan, Eminem, Björk osfrv,)

Facebook var rifja upp með mér beiskufulla færslu mína um fatabúð sem seldi allar stærðir og auglýsti til að gleðja okkur ljótu, feitu kúnnana sína: Fegurðin kemur innan frá. Hversu misheppnað, búðin líka löngu farin á hausinn.

Mér tókst að horfa á RÚV frá fréttum og fram yfir fyrri bíómynd kvöldsins sem var bráðskemmtileg. Vel gert, ég horfi annars bara á eldgosið. Gat ekki horft á þá seinni, Fatal Attraction, óttast að ég finni mér giftan elskhuga, myrði kanínuna hans, hóti konu hans og bjóði barninu í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn - af því að ég er útivinnandi, metnaðarfull kona sem nýtur velgengni - í stað þess að vera hamingjusöm húsmóðir og eiginkona. Bíómyndir geta haft ótrúleg áhrif. Ég hef ekki týnt fjarstýringu síðan ég sá Sódómu Reykjavík og varla tekið frí síðan ég sá Stellu í orlofi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 263
  • Sl. sólarhring: 312
  • Sl. viku: 2402
  • Frá upphafi: 1452138

Annað

  • Innlit í dag: 211
  • Innlit sl. viku: 1958
  • Gestir í dag: 206
  • IP-tölur í dag: 204

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband