Stuð í himnaríki

Mosi á rafmagnsteppinuÞegar íbúðin mín var í þann veginn að verða mjög fín eftir yfirhalninguna 2020 (ákveðið 2019) kom í ljós skortur á almennilegu rúmteppi til að ALLT yrði nú fínt. Farið var í búðir og eitt „allt í lagi-teppi“ keypt í IKEA en það reyndist vera of lítið svo drengurinn fékk það. Ekki bara of lítið, heldur dýrkaði teppið kattahár, laðaði þau til sín og hóf mikla söfnun á þeim sem kostaði mig mikla vinnu.

 

Eins og með sum illyfirstíganleg vandamál leitaði ég til Hildu systur, hvort hún vissi hvar ég gæti keypt fallegt teppi sem hentaði. „Hei, ég á grátt hárafráhrindandi teppi, alveg plein, þú mátt eiga það.“ Ég var auðvitað afar þakklát og í þau skipti sem ég næ að búa um áður en kettirnir hringa sig ofan á sængina er mjög fínt í herberginu, meira að segja púðarnir sem ég keypti með hinu, of litla og hárasafnandi teppinu, passa ágætlega. En nokkru seinna kom fram í samtali okkar systra að teppið væri fáránlega rafmagnað. Sem smitaðist inn á fleiri svæði himnaríkis. Ég öskraði iðulega þegar ég snerti ísskápinn, kom við hurðarhúna, skrúfaði frá krana og slíkt sem var leiðigjarnt, ekki bara fyrir mig, heldur einnig nágrannana. „Notaðu mýkingarefni þegar þú þværð það,“ stakk hún upp á. „Ég hef ekki notað slíkt í mörg ár,“ fussaði ég en nota nú samt sérstaka, afrafmagnandi klúta í þurrkararann og slík meðferð dugði á teppið en restina af íbúðinni smám saman. Rafmagnsöskrin hafa þagnað, þökk sé þurrkaraklút úr Costco. Ekkert stuð lengur, mæti segja, hohoho.

 

Ég fékk mjög fínar ábendingar í gær um eitthvað sem hefði mátt skýra miklu betur í síðustu færslum. Skrítinn húmor og hvatvísi er ekki alltaf góð blanda ... Eins og til dæmis:

Einu sinni sagði Svanlaug Löve, þá formaður Kattavinafélagsins, að allir sem hötuðust við ketti hefðu verið rottur í fyrra lífi. Hún sagði þetta í viðtali fyrir kannski 30 árum og ég hélt að allir hefðu heyrt þetta og myndu eftir því. Ég skipti fólki sem sagt upp í tvo hópa, hóp þeirra sem elska ketti og hóp hinna sem voru rottur í fyrra lífi. Annaðhvort svart eða hvítt! Ég sat ekki froðufellandi við tölvuna og líkti þeim vinum sem ekki endilega eru mikið fyrir ketti við rottur, þetta var grín. Mundi bara eftir þessum orðum Svanlaugar og fannst þau alveg eiga heima á bloggsíðu sem tekur sig ekki allt of alvarlega. En það þarf að passa samt að valda ekki misskilningi.

 

InkedEmbættismaður f norðan_LISvo varðandi vissan embættismann fyrir norðan sem hóf ákveðið stríð minntist ég á að þetta hlyti að vera bara dulbúin tóbaksauglýsing (það gæti ENGINN haft svona skoðanir á sætum kisum) en myndin sem fylgdi fréttinni sem ég las var af hressilegum myndarkarli með sígarettu í munnvikinu. (Sumir karlar ættu bara að halda sig við að vera sætir, ekki tala svona mikið, en það er önnur saga.)

Ekki allir sáu þá ljósmynd og héldu að ég væri að setja út á útlit hans með einhverjum hætti. Bara alls ekki. Svo voru sennilega einhverjir fjölmiðlar að æsa okkur upp ... til að fá fleiri smelli og fleiri athugasemdir, hatur og læti, eitthvað sem sumir elska en ég hélt að ég hefði lært að forðast. Hér með leiðréttist þetta.

 - - - - - - 

Annað, ég bið afsökunar á offitubrandara sem ég laumaði inn nýlega þar sem ég gaf uppskrift að Nammi, nammi, gott, gott- perutertu sem auðgaði æsku mína. Fyrir neðan heiti tertunnar hafði ég skrifað FYRIR EINN, sem var bara ádeila á sjálfa mig, tertan svo góð að ómögulegt væri að deila henni. Kona nokkur hafði samband við bloggið og sagði farir sínar ekki sléttar. Hún hafði ætlað að gleðja karlinn og börnin tvö eftir að hafa séð uppskriftina hér (ögn neðar) og bakað fjórar perutertur með kaffinu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

1.1.2020:

Prestar eru ekki lengur embættismenn ríkisins

12.5.2021 (í fyrradag):

"Sigurður Ægisson, prestur á Siglufirði, er bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns." cool

Prestur í heilögu stríði gegn köttum

28.2.2016:

Gylfi Ægisson er hermaður Óðins

Þorsteinn Briem, 14.5.2021 kl. 14:02

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ég mun passa enn betur að hafa allt læst. Og ganga með grímu svo ég þekkist ekki. Djók.  

Komst að þessu með bróðurinn í gær, hafði ekki hugmynd. 

Guðríður Haraldsdóttir, 14.5.2021 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 1976
  • Frá upphafi: 1452176

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 1590
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband