Eigi tregfiski

KatlaSíminn hefur ekki stoppað í morgun - en ég hef ekki þorað að svara. Kannski B, kannski V, kannski annað en nú þarf ég samt að velja á milli rólega lífsins og þess æsilega, tryllta og spennandi. Nenni ég því? Er ekki nóg að horfa á Kötlu á Netflix sem netheimar hrósa í hástert? Nú er sannarlega ekki tregfiski, ef ég má heimfæra það upp á karla. Augu mín hafa kannski skyndilega opnast eða einhvers staðar er einhver að plotta eitthvað ...

 

Ég hafði hugleitt að hafa þetta alfarið ástamálablogg (aksjón og ráð) með dassi af mataruppskriftum en eftir dræm, neikvæð og nánast dónaleg viðbrögð sumra við uppskrift minni að hakki og spaghettí með kanil, verð ég að endurhugsa þetta eitthvað. Ein sagði: „Oj, hvað næst. Kannski bara að henda í þetta hnetum, möndlum, döðlum og rúsínum?“ Frekar sturluð viðbrögð. Annar nokkuð heilbrigður einstaklingur, hélt ég, kallaði þetta dauðasynd. En Gunna, elskan hún Gunna, kvað þetta ekki dauðasynd en ... það að setja kartöflukrydd út á grjónagraut væri það, að hennar mati. Ég myndi aldrei gera það, enda hef ég aldrei átt kartöflukrydd. En ég er svo móðguð að ég mun nota eitthvað allt annað en kanil næst þegar ég baka kanilsnúða.

 

Rendang IndónesíaLangar mikið að víkka út sjóndeildarhringinn þegar kemur að matargerð - til dæmis væri svakalega gaman að elda rétt sem hefur verið oftar en einu sinni kosinn besti matur í heimi. Rendang heitir rétturinn og kemur frá Indónesíu. Reyndar er kanill í honum ... svo það verður einhver bið á því ... Mig minnir að í Matarást sé þessa uppskrift að finna. En ég er manneskjan sem hefur aldrei þorað að nota matarlím (og aldrei þurft svo sem) og aldrei þorað að steikja kleinur (eldhræðsla) svo dæmi séu tekin.

Tilraunir geta endað með ósköpum, eins og í sveitinni þegar ég, 13 ára gömul, ákvað að baka pönnukökur með kaffinu handa heyvinnufólkinu og setti mun meiri sykur en vanalega, til að fólk gæti sleppt því að strá sykri yfir ... (það var tilraunin) en það fór nú illa og deigið lét illa á pönnunni. Húsfreyjan varð ansi glöð þrátt fyrir það, við heimkomu, sagði mér að steikja sykurdrullið sem vöfflur (mín orð) og himinglatt heimilisfólkið fékk fínustu vöfflur með kaffinu. Held að sé skárra að breyta mataruppskriftun en köku-. Meðal annars þegar vantar eitthvað í skápana, eins og t.d. teninga og tómata úr dós í hakkið (í hakk og spaghettí), að fara út fyrir þægindarammann og prófa eitthvað nýtt ... eins og pínkupons af kanil ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Akranesi opin búð,
alla helgardaga,
og kannski færðu kanilsnúð,
ef kannt þér vel að haga.

Þorsteinn Briem, 18.6.2021 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 186
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband