Góðar pönnsur og möguleg sjónvarpsstjarna

Handverk SHLífið er ekki bara táradalur, sannarlega ekki, stundum er hægt að vera þakklátur fyrir litlu hlutina eins og t.d. í morgun þegar ég áttaði mig á því að ég hef t.d. aldrei átt Crocks-skó - kannski óvart. Samt, ekki víst en mögulega hef ég fengið tískuvitund eftir að Gunna K. sjokkeraði mig um árið, þegar hún sagði: „Úps, það gengur enginn lengur í snjóþvegnum gallabuxum.“

Dagurinn í gær var svo ekkert annað en stórkostlegur. Bærinn iðaði af lífi og mér skilst að bæjarstjórnin á Akranesi fundi nú stíft, hafi hreinlega boðað til neyðarfundar, til að finna ráð svo okkur fjölgi enn hraðar. Byggingum húsa er ekki svo auðvelt að flýta, ekki viljum við myglu ... en kannski má notast við hjólhýsi og gáma - bara hugmynd. Eða ... erum við í stakk búin til að halda Norðurálsmót um hverja helgi? Eða einu sinni í mánuði, bara önnur hugmynd. 

Við stráksi vorum ekki fyrr búin að hesthúsa einn Akraborgara þegar okkur bauðst að mæta í kosningakaffi í gamla Landsbankahúsinu. Aumingja frábæra dóttir hennar Fjólu að þurfa að faðma mig, angandi af hamborgaralykt ... Hún benti mér á það sem segja má að hafi verið hápunktur dagsins! Pönnukökur (sjá mynd ofar) bakaðar af einni skemmtilegustu konu landsins, Svanhildi Hólm. Logi hennar er ágætur og alveg fyndinn sko ... en Svanhildur er bæði fyndin og bakar bestu pönnsur landsins ef frá er talin Halldóra, áður frá Urðarbaki í V-Hún., nú á Hvammstanga, en Halldóra hefur fengið verðlaun fyrir pönnukökur sínar. Ég hafði frétt af góðum pönnsum Svanhildar og að hún væri með fjórar pönnur í takinu í einu, ég þekki vel manninn sem var vitni að slíkum bakstri hennar einu sinni. Geggjað. Já, og ég gat svo ekki sofnað fyrr en ég sá lokatölur um kl. tvö í nótt - sem glöddu virkilega mikið.

Loks frægVið stráksi kvöddum eftir skamma stund, of södd til að njóta meiri veitinga, ein S-pönnukaka og pepsi var geggjað, ég vissi ekki uppruna kaffisins. Heyrðum óvænt í Hildu systur sem hafði ákveðið að mæta ásamt tveimur ungum skvísum hingað í nafla alheimsins og var stödd á Langasandi - með voru líka Herkúles og Golíat, sætu, hvítu hundafrændur mínir. Hilda neyddi okkur til að bíða heillengi á Akratorgi sem varð til þess að við lentum í sjónvarpinu (sjá mynd) og vekur vonandi athygli á mér sem áhrifavaldi, gæti styrkt stöðu mína upp á að ég fái sent skyr og snyrtivörur. Einnig byrjun á sjónvarpsferli en bara kannski, við stráksi sjáumst ekki nógu vel. 

Já, Hilda mætti á torgið og það urðu miklir fagnaðarfundir, við höfðum ekki hist í tæpa tvo daga. Þetta er mesti átdagur sem ég man eftir um langa hríð, því við fengum okkur svo kvöldmat á Flamingo, arabíska staðnum. Ég: Latte, hamborgari, pönnukaka, pepsí max, barnaís í Frystihúsinu, latte og réttur nr. 10 hjá Flamingó. Ég veit að það er vinsælt að segja frá matarvenjum, jafnvel eldamennsku á Instagram, svo þetta er tilraun hér á blogginu, og ef vel tekið get ég alltaf talið upp allt sem ég borða, og vonandi hafið þið gagn af. Ja, eða ekki, sjálf nenni ég ekki að lesa svona hjá öðrum en stríðið um auglýsendur er að fara með mig. Ég sé að sumir áhrifavaldar gista á fínum hótelum (ókeypis) en sjálf gisti ég yfirleitt hjá Hildu þegar ég fer í bæinn, sem er bara fínt. Ég hef margbent samkeppniseftirlitinu og þjóðhagsstofun á þessa spillingu og nú hillir undir að eitthvað verði loksins gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 43
  • Sl. sólarhring: 289
  • Sl. viku: 2002
  • Frá upphafi: 1452202

Annað

  • Innlit í dag: 41
  • Innlit sl. viku: 1614
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband