Þvottur, Trump, EM, Frakkland og nýju reglurnar

EnglandsleikurinnMaturinn í gær heppnaðist ótrúlega vel en kjöthitamælirinn ódýri miðaðist víst við nautasteik, ekki lambahrygg, svo ég tók ekki mark á honum. Kjötið var bleikt við bein og dúnmjúkt (engin skorpa/pura, ég kann ekki að gera slíkt, óttaðist líka ofeldun) Ég er medium rare-týpan í nautakjöti sem ólst þó upp við að spagettí var soðið í 30 mín, eins og kartöflur ... Hljómar eins og hroðaleg meðferð á barni en mér fannst spagettí alltaf gott samt. En hvað ég hélt að yrði um smjörbitana sem ég setti yfir kartöflurnar, laukinn og gulræturnar í gær til að fá betra bragð, veit ég ekki, ég átti alla vega ekki von á að það nánast drukknaði í bráðnuðu smjörinu, bragðgott en ... æ. Alltaf að læra, næst geri ég þetta öðruvísi.

Það styttist í veiðiferðina okkar Hildu norður og ég finn fyrir spenningi, mér er alveg sama hvernig veðrið verður, væri til í að sleppa við slagviðri, hríð og hálku, flest annað kemur til greina. Ég þarf að aðstoða Hildu við að velja spennandi bók til að hlusta á (Storytel) á leiðinni - svo við þurfum örugglega ekkert að tala saman. Það væri hræðilegt að þurfa að gera það. Jafnvel hlæja ... ömurlegt ... en svona í alvöru, við hlustuðum á sögu á leiðinni norður í fyrra og það var mjög notalegt, æsispennandi sögu eftir B.A. Paris. Nr. 2 í röðinni. Sú fyrsta, Bak við luktar dyr, var ótrúlega spennandi en ég man sennilega of mikið eftir henni til að stinga upp á henni, veit að Hilda hefur líka lesið hana. Ég þarf að fara að finna mér nýja bók til hlustunar, full þvottakarfa af hreinum þvotti síðan í gær bíður, ja, eiginlega tvær. Það er gott að hreyfa hendurnar eins og dáleidd, brjóta saman, setja inn í skáp án þess að hleypa að þeirri hugsun hversu ógeðslega leiðinlegt þetta er. Storytel er hugsað til gleði og gamans, ekki sem heimilistæki til að láta mann gera eitthvað leiðinlegt án þess að verða var við það.

EF ég gifti mig aftur þarf minn tilvonandi ekki bara að vera brjálæðislega myndarlegur, heldur líka kunna að búa til sítrónufrómas OG hafa gaman af því að brjóta saman þvott og ganga frá honum, jafnvel líka að ná puru á lambahrygg án þess að ofelda. Ákvað það í dag með þvottinn þegar ég treysti mér ekki í samanbrjótelsið ... sökum kvilla sem skall á fyrir helgi. Ekkert sem vænn skammtur af trönuberjasafa lagar ekki ... Einarsbúð á von á pöntun í fyrramálið. Já, og Einarsbúð pantaði fyrir mig rétta kaffið í fínu espressóvélina svo ég þarf aldrei framar að fara til Reykjavíkur ... nema mér til skemmtunar. Og í Costco auðvitað. Og þó - í Einarsbúð fást Costco-núðlurnar, klósettpappírinn, fínu blautþurrkurnar, æ, kremið þarna, hreinsidæmið í mýkingarefnishólfið í þvottavélina með góðu lyktinni, kattasandurinn og margt, margt fleira.

  

Skoðun ...Leikurinn í gær á EM fékk mig til að „hata“ vítaspyrnukeppnir enn meira ... þar sem í raun heppnin ræður. Yfirleitt slekk ég á sjónvarpinu (ekki í gær samt) og kíki svo bara eftir hálftíma á fréttasíðu til að fá úrslitin, sennilega meðvirkni því ég líð kvalir af samúð með þeim sem ekki skora - en samt algjört svindl að Ítalir hafi bæði sigrað í Eurovisjón og EM ...

 

Frá 1. ágúst nk. verður það þannig í Frakklandi að aðeins fullbólusett fólk fær að nota almenningssamgöngur, fara á bari, veitingahús og í verslunarmiðstöðvar. Og hjúkrunarfólk sem ekki er fullbólusett í lok ágúst verður sent heim. Ætli það verði svipað hér og í fleiri löndum? Hversu valdamikill er Bill Gates eiginlega?

 

Sturluð staðreynd: Donald Trump (og Melanie) fór í bólusetningu í Hvíta húsinu í janúar, nánast í kyrrþey, hann leyfði ekki myndatökur við það tilefni!

- - - - - - - - - - 

Neðri mynd: Elsku píanóleikarar og aðrir músikantar, fyrirgefið þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 139
  • Sl. viku: 1729
  • Frá upphafi: 1453239

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 1410
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 30

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Tengdamömmur
  • Kamilla, Inga, Gerry
  • Frændfólk mitt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband