Öðruvísi uppvakningur

Sumarið 2018 fyrir  norðanÞað gætir ákveðins pirrings hjá fólki sem er fullbólusett (fb fólk á Fb (Fb=Facebook)) en verður samt að passa sig vegna fjölda smita sem greinast dag hvern nú eftir að allt var opnað.

Veit að það eru nú samt gerðar ýmsar varúðarráðstafanir. Hjón sem fluttu frá Noregi í gær (hún íslensk, hann norskur, ég fylgdist með ferð þeirra á snappinu), ætluðu að fljúga heim í fyrradag en Icelandair aflýsti óvænt fluginu þá. Þau eru reyndar ekki bólusett en voru með vottorð um að þau væru neikvæð, vottorðið rann svo út. Það kostaði þau 75 þúsund krónur á norska flugvellinum að fá nýtt próf og gilt vottorð svo að þau kæmust til Íslands. Ætla rétt að vona að þau sitji ekki upp með kostnaðinn. Held að flugfélagið hafi borgað hótel og mat, vonandi vottorðið líka. Þetta vottorð var það fyrsta sem þau voru spurð um við komuna til Íslands í gær en þau höfðu samt heyrt af því að þetta væri algjör óþarfi, þau þyrftu ekki svona vottorð ... Gott að þau tóku ekki mark á því.

Upplýsingafundur í sjónvarpinu í fyrramálið, sá fyrsti í langan tíma, og þá fáum við vonandi einhver svör. Við viljum auðvitað öll geta um frjálst höfuð strokið, það er helvíti hart að þurfa að neita sér um að sleikja hurðarhúna og vera samt fb.

Ég sé því miður fram á mjög siðprúða ferð okkar systra norður eftir rúma viku, slepp svo sem við taka veiðivörur (meik, maskara og gloss) með sem léttir töskuna til muna. Annars ferðast ég alltaf lauflétt eftir að hafa farið í þriggja vikna kórferðalag 1995 um Evrópu (Austurríki, Þýskaland, Ítalíu Sviss (bara til að kaupa Toblerone á bensínstöð)), nýtt hótel daglega í fyrstu, og með þrjár fullar ferðatöskur en bara tvær hendur - og þá voru töskur á hjólum rétt að byrja að ryðja sér til rúms í heiminum og sirka tuttugu ár í mína fyrstu. 

Við Hilda förum sennilega bara á milli kaffisamsæta á Norðurlandi og ef ég þekki hrekkjóttu systur mína rétt hefur hún beðið alla tilvonandi gestgjafa (einn) um að hafa bakkelsið með hnetum, möndlum, döðlum og rúsínum. Hún veit ekki að kaffið skiptir mig mestu máli, það má alltaf tína rúsínurnar úr og gubba hnetunum. Ég man enn eftir martraðarkenndum búðarferðum með henni í gamla daga, þegar hún setti kannski Bragakaffi og rúsínupakka ofan í körfuna hjá mér og ég fékk áfall í hvert einasta skipti. Ha, rúsínur? Ha, Bragakaffi? Og þá drakk ég sennilega Diletto-kaffi sem var ágætt, minnir mig.

Efri myndin var tekin sumarið 2018 (Hilda og stráksi mjög eðlileg) þar sem við borðuðum fínasta mat á Hótel Laugarbakka (flott hús, gömul heimavist) en bara gistingin eina nótt fyrir þrjá kostaði 41 þúsund krónur með morgunverði. Við systur vorum fórnarlömb evrunnar en verðið var reiknað í þeim fk gjaldmiðli ... og talsverð hækkun varð frá því við pöntuðum. Hreint herbergi, yndisleg rúmföt en nákvæmmlega enginn lúxus, ekki sími (lánsgemsi í lobbíinu), ekki mínibar, allt of lítið sjónvarp, næstum glærir klósettveggir ... Nú, þremur árum seinna, er verðið örlítið lægra (einhverjum hundraðköllum) fyrir þriggja manna herbergi og engin hækkun þar í tvö ár, ég kannaði það.

- - - - - - - - - - - - - 

Endalaust labb, labb, labbSko, ef kóvitarnir hafa rétt fyrir sér og við bólusettu bjánarnir breytumst öll í uppvakninga hlakka ég sannarlega ekki til að þurfa að fara allra minna ferða gangandi eins og uppvakningar gera (við að leita að og bíta þá óbólusettu, ób) - ég hata að ganga og finnst tilhugsunin hræðileg. Kannski sit ég bara fyrir klára ób-fólkinu, bý í pappakassa í dimmu húsasundi og verð með sólgleraugu svo blóðhlaupin augun komi ekki upp um mig ... mig langar nú bara strax í blóð við tilhugsunina, enda tvær vikur í dag frá því að ég varð fb.

- - - - - 

Vinkona mín sagði áðan eitthvað um að raunveruleikasjónvarpsstjarna hefði verið forseti Bandaríkjanna í fjögur ár og reynt að fá stuðningsmenn sína til að kollvarpa stjórnvöldum þegar tímabil hans var á enda. Hún sagðist nú ekki trúa hverju sem væri, það geri ég ekki heldur.

- - - - -

Neðri myndin sýnir nokkra hressa uppvakninga í leit að einhverjum til að bíta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

 Þetta er skemmtilegur pistill. Hver sem sannleikurinn um þetta er þá reynir maður alltaf að vera bjartsýnn og halda í vonina um að æðri máttarvöld forði okkur frá svona sviðsmynd. Trump hefur þó haft rétt fyrir sér um sumt, og ég held að fleiri séu að komast á þá skoðun núna. Biden viðurkennir að þetta gæti hafa verið búið til í tilraunastofu og dreift viljandi um heimsbyggðina, kófið. Gott þegar andstæð sjónarmið mætast.

Ingólfur Sigurðsson, 16.7.2021 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 91
  • Sl. sólarhring: 263
  • Sl. viku: 1608
  • Frá upphafi: 1453483

Annað

  • Innlit í dag: 88
  • Innlit sl. viku: 1337
  • Gestir í dag: 88
  • IP-tölur í dag: 88

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband