Dularfulli húsfundurinn og töfrasafinn sem hvarf ...

Í HeilsubælinuSamkvæmislífið er með ólíkindum blómlegt þessa dagana og mér var boðið í tvö partí í kvöld. Fór í það sem var styttra frá Himnaríki (ekki of langt að ganga, sem sagt, en svo bara fékk ég óvænt bílfar heim) og það var svo gaman.

 

Annars er bakið að skána, ég gat búið um rúmið í dag og eldhúsið er ekki lengur eins og í Allt í drasli-þætti. Í partíinu var sjálf Edda Björgvinsdóttir og fór á kostum að vanda. Hún á afmæli 13. september, eins og Björk Eiðsdóttir hjá Fréttablaðinu ... og þær eru með þeim allra skemmtilegustu. Tilviljun? Varla, þetta hlýtur að vera töfraafmælisdagur, ég held það. Ég vann með Björk í gamla daga (á þessari öld) og lá svo á spítala í Gervahverfi með Eddu í eldgamla daga (á síðustu öld). Sjá mynd. ATH. enn og aftur: Á þessu bloggi telst ekki mont að neimdroppa og birta myndir af sér með frægu fólki!

 

Ég þurfti að sleppa húsfundi á miðvikudaginn vegna aumingjaskapar, ég get ekki orðað það neitt öðruvísi ... (fjandans bakið) og nú veit ég ekki hverjir voru með dólg, hverjir sváfu hjá hverjum og hver missti sig í rækjusalatinu. Ég fékk fundargerðina senda í tölvupósti en þar var ekkert bitastætt. Ég mun aldrei fá að vita neitt fyrst ég mætti ekki ... Við erum fræg fyrir að halda langbestu húsfundina. Ekki skrítið þótt íbúðirnar í blokkinni seljist hratt (ef þær fara á sölu yfirleitt) og á yfirverði. Það er bara aukabónus að fá sturlað sjávarútsýni (og yfir gosstöðvarnar í góðu skyggni).  

 

Fasti lítil flaskaEkki alls fyrir löngu sagði ég frá drykk sem ég er háð, heitir því sérstaka nafni Fasti en er nú bara bragðgóður berjasafi með íslenskum jurtum. (Innihald: Safi af aðalbláberjahrati, krækiberjahrati og þurrkuðum aðalbláberjum, birki, fjallagrösum, ætihvönn, blóðbergi, mjaðjurt og burnirót, örlítill hrásykur).

Á meðan ég vann í bænum gat ég gengið að Íslensri hollustu vísri í Mjóddinni eftir hádegi á föstudögum, og tók iðulega með mér flösku af þessum drykk, töfrasafa sem veitti orku, ég hætti að naga neglurnar og þrátt fyrir nokkurt sælgætisát hættu tennurnar að skemmast vegna drykkjarins. Í alvöru!

Svo hætti ÍH í Mjóddinni og þá fór að verða virkilega erfitt að finna drykkinn. Frétti að þau væru farin að vera í Mosó, fór með strætó þangað frá Akranesi en fann ekki í húsinu þar sem Bónus var, plataði Hildu seinna með mér á hausthátíð í Mosó þar sem þau voru og keypti mér safa þrátt fyrir fullt af mannýgum geitungum. Einu sinni fórum við Hilda alla leið í Melabúðina þar sem ég fann eina flösku ... (lítrinn dugar í c.a. mánuð, þarf bara einn sopa á dag).

17. sept. 2021Loks fékk ég þá brilljant hugmynd að biðja elsku Karen sem rekur Kaju hollustu-snilldarbúð hér á Skaga, um að selja Fasta og hjá henni hef ég keypt hann um nokkra hríð. Nýlega sagði Karen mér að Fasti væri hættur í framleiðslu. Ég hringdi og tékkaði, og jú, þau voru hætt með hann ... af hverju? Jú, af því að hann seldist ekki nógu vel. Furðulegt, ekkert auglýstur og nánast hvergi til sölu ... hmmm.

 

Ég hef bent fjölda manns á Fasta og gefið flöskur af honum, fólk mjög hrifið en svo nennir það ekki að eltast við hann því hann fæst nánast hvergi ... Hilda systir var nýfarin að kaupa hann - og það hér á Akranesi þótt hún búi í Kópavogi.

 

 

MYND: Ég tók myndina af nöglunum á mér rétt áðan, afsakið naglalakks- og snyrtileysið (er nýskriðin upp úr kvillum) en þær vaxa mjög hratt og eru níðsterkar. Áður en ég fór að drekka sopa á dag af Fasta nagaði ég neglurnar upp í kviku. Ég var skömmuð í 50 ár fyrir taugaveiklun og svo var þetta bara vítamínskortur! (Ég borða ekki bláber.)

 

 

HeheheMikið vona ég að þessi ákvörðun verði endurskoðuð og eitthvað verði gert til að koma þessum dásamlega drykk betur á framfæri. Það er örugglega ekkert auðvelt að koma vörum sínum inn í stóru búðirnar en hollusta er í tísku núna og svo innilega sjálfsagt að styðja íslenskt. Hæ, Nettó, hæ, Krónan? Hæ, Costco?

 

 

Ég veit alla vega um marga sem myndu kaupa safann ef aðgengi að honum væri betra.

 

(Neðsta myndin tengist færslunni ekki neitt)

 

Að partíinu ... í kvöld var líka sungið, það kom söngkona og með henni maður með gítar. Þau voru æði. Partígestir áttu að syngja með og ég áttaði mig á því að ég kann ENGA texta almennilega, hluta kannski af sumum viðlögum og búið. Ekki þessi þekktu dægurlög sem komu í kvöld „... því ég er kominn heim“-þarna jökulinn-logar-fótboltalagið. Kannski er heilinn í mér bara orðinn fullur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 193
  • Sl. sólarhring: 285
  • Sl. viku: 2152
  • Frá upphafi: 1452352

Annað

  • Innlit í dag: 171
  • Innlit sl. viku: 1744
  • Gestir í dag: 164
  • IP-tölur í dag: 163

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband