Kosningar hvað ...

Þögla ekkjanFór upp í rúm um tíuleytið í gærkvöldi og það tók mig átta tíma að sofna, mátti nefnilega ekkert vera að því. Tók með mér þögla ekkju sem hélt svona líka fyrir mér vöku til klukkan sex í morgun.

 

Ferlega fín bók eftir Söru Blædel, mig minnir að ég hafi tekið viðtal við Söru eitt sinn fyrir Vikuna - þegar fyrsta bók hennar kom út á íslensku. Ég er alltaf svolítið þarna. Tala við fólk í upphafi frægðar og frama og svo er mér steingleymt ... Elsku Baggalútar komu í viðtal hjá mér í svo miklu upphafi ferils að enginn vissi hvað þeir hétu, hvað þá hvernig þeir litu út, og nú eru þetta flottustu menn landsins. Á þeim voru þeir með fyndna síðu, baggalutur.is, og ég fékk að birta nokkrar fréttir af síðunni þeirra sem var það besta á Internetinu þá: 

KONA NÆR BÍLPRÓFI ... sá fáheyrði atburður ... osfrv.

 

Ég náði Simma og Jóa á meðan þeir voru með 70 mínútur og var í vafa hvort ég ætti að láta þennan Sveppa vera með ... Sennilega hefur Vikan fleygt þeim yfir þetta erfiða frægðarglerþak, hreinlega mölbrotið það, því áður en við vissum af voru þeir allir og Baggalútur orðnir að stjörnum og búnir að gleyma Gurrí sinni. 

Það var líka dásamlegt að ná viðtali við Margit Sandemo þótt hún væri ekki að taka sín fyrstu skref. Hún var svo ánægð með hvað nafnið Líf náði miklum vinsældum á Íslandi í kjölfar Ísfólksbókanna - þótt hún væri dauðþreytt eftir öræfaferð með Adda, vini sínum, fannst henni ekki tiltökumál að spjalla í hálftíma við blaðamann sem átti síðan eftir að finna strætó í Mosó og ná síðasta eða næstsíðasta strætó upp á Skaga. Svo er fólk að tala um álag á hjúkrunarfræðinga ... Á föstudögum gerði ég iðulega helgarinnkaupin í bensínstöðinni í Mjódd ... ég var ekki litla stúlkan með eldspýturnar þá ... ég var litla stúlkan með kveikjarakassann! Hélt að ég hefði þurft að líða nóg í æsku þegar ég fékk aldrei skutl í skólann, leikfimi eða sund! Og ógeðslega vondan mat. 

 

Lax á GalitoEitthvað annað en í kvöld klukkan sex þegar við stráksi fórum með Ingu á Galito, til að borða fyrir ferðagjafir okkar. Drengurinn fór í sund á meðan ég skrapp að kjósa. Á Galito var troðið - á næsta borði var heill ráðherra (ÞKRG, fallegasti ráðherra Íslands) og því þarnæsta erlendir körfuboltagaurar ...

 

Mesta gleðin í dag, mér var nánast sama um Liverpool-leikinn (3-3) var að ÍA skyldi hafa tekist að halda sér í úrvalsdeild karla í fótbolta ... það munaði svoooo litlu. Ég fæ sendar tölur í símann minn og þegar ég sá 2-0 fyrir Keflavík missti ég alla von ... svo bara komu þrjú mörk. Okkur Akurnesingum hefur liðið eins og heimsmeisturum í allan dag. Sá bæjarstjórann okkar, nýkominn af leiknum, og hann gat ekki hætt að brosa - okkur er öllum í raun skítsama hvernig þessar kosningar fara ... við unnum í dag! Æ, ég er samt pínku spennt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Brynjar nú í sorg og sút,
sætið karlinn missti,
hálfvitunum hent var út,
hrossið dauðinn kyssti.

Þorsteinn Briem, 26.9.2021 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 290
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 1807
  • Frá upphafi: 1453682

Annað

  • Innlit í dag: 242
  • Innlit sl. viku: 1491
  • Gestir í dag: 233
  • IP-tölur í dag: 231

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband