Sannleikurinn um flokkana - hrollvekjandi uppgötvun

KosningarÉg ætlaði að skemmta mér yfir stafavíxli á kosninganótt því mér fannst svo óumræðilega leiðinlegt að kíkja aftur og aftur inn á vökur flokkanna í gegnum RÚV. Fólk sem situr og horfir með athygli á kosningasjónvarp bíður eftir tölum, ekki vídjói af fylliríi ... segi svona. Við sem heima sitjum nennum kannski ekki endilega á svona samkomur og viljum frekar vera í rólegheitum ... það er alltaf verið að gera manni upp eitthvað, fyrst þú komst ekki, Gurrí mín, komum við bara með fjallið til þín, eða háværu kosningavökurnar.

 

Ég er líka manneskjan sem hef bara einu sinni farið á djammið á gamlárskvöld (1986) og myndi þiggja - eins og barnafólk sem nennir ekki að fara að sofa á miðnætti og er ekki að djamma, barnapíur, aldraðir - að fá eins og eina góða bíómynd eftir miðnætti, EKKI TÓNLEIKA (nema fyrir miðnætti) og EKKI gamla og margsýnda bíómynd.

Þetta er bara prinsipp, ég er með premium hjá Sjónvarpi Símans og hef um milljón flottar myndir að velja svo RÚV getur bara svikið mig enn eitt gamlárskvöldið og hoppað upp í skilningsleysið og misskilninginn í sér. Já, og Stöð 2 líka, ekki skárra úrvalið þá - ÞVÍ ALLIR ERU ÚTI AÐ DJAMMA, halda þau ranglega sem stjórna þessu. Vá, hvað það var gott að koma frá sér þessari gömlu, innibyrgðu beiskju.

 

Ég fann ekki stafavíxlið fyrr en í dag/kvöld og það með hjálp mesta tölvusnillings sem ég þekki. Vélin tekur þó ekki hvað sem er, ekki t.d. orðið Sósíalistaflokkur, ég varð að skrifa Sosialistaflokkur - sumum nöfnum flokksformanna þurfti að breyta ögn: t.d. varð Þórhildur Sunna = Thorhildur Sunna o.s.frv.

 

Stafavíxlvélin - frumgerðEn hér opinberast hinn ógurlegi sannleikur um flokkana, skelfilegi í sumum tilfellum, aldrei trúa auglýsingum. Sannleikurinn liggur í nafninu:

 

Sjálfstæðisflokkur: Flækjuklofið stáss!

Framsókn: Krómsafn!

Vinstri græn: Svitinn grær

Flokkur fólksins: Forkukl kólfsins

Miðflokkurinn: Friðum lokkinn! Lifðum rokkinn. Fornumið klink.

Samfylking: Kafni smygl!

Viðreisn ... er sviðin!

Píratar: ÍR tapar

Sosialistaflokkur: Fisklaus rokalosti. (J komst ekki á þing en fær að sjálfsögðu að vera með)

- - - - - - - - - - 

Ég er í smásjokki eftir þessa rannsókn en þótt ég væri hissa ákvað ég samt, nötrandi af spenningi, að setja inn nöfn flokksformanna ... og vélin dældi út hrollvekjandi staðreyndum:

 

Vantar Gunnar SmáraBjarniBen: Berji bann ... ég skildi þetta ekki nógu vel og prófaði þá BjarniBenedikts og þá kom í ljós: Jaki brenndi best! Gvuð hjálpi þjóðinni.

 

SigurðurIngi, er hann sigurvegari? Ég er ekki viss því í nafni hans er fólgið: Guðirnir sigu! Mjög, mjög grunsamlegt.

 

IngaSaeland: Tókst ekki að hafa Sæland og fékk út: Andaglas? Nei! Ljómandi fínt, treysti því að hún taki ekki pólitískar ákvarðanir með því að spyrja andaglasið fyrst. Samt er grunsamlegt að í nafni Flokks fólksins skuli orðið KUKL fyrirfinnast. Hmmmm. Og hættið svo, krúttin mín, að láta skiltagerðarmanninn ykkar stjórna stafsetningunni, Flokkur fólksins á ekki að hafa hástaf í fólksins (Fólksins).

 

KatrínJakobs: Bít kjarna, sko. Ég er enn að pæla í því hvað þetta þýðir en það er eitthvað töff, held ég. Eitthvað ofurhetjudæmi.

 

LogiEinars: Mjög margt býr á bak við það nafn, m.a. Ari Egilson, Losa eignir, Olgeir asni, Sorg ei lina. Hmmmm. Furðulegt. Spennandi? Margbreytilegt? Já.

 

Thorgerður: Hurð er torg. Mér fannst það óskýrt, eins og væri verið að afvegaleiða mig og prófaði að setja inn Thorgerðurkatrin ... þá kom Guð hnerri traktor! Sem segir mér eitt: Viðreisn er dulbúinn Framsóknarflokkur.

 

SigmundurDavíð: 1) Vídd, samruni, guð. EÐA 2) Svíður! Nudda mig. EÐA ... 3) Dundað mig vírus. Bara veljið ...

 

ThorhildurSunna: Holtin hundsa urr - furðulegt en hljómar ekki illa, kannski á þessi flokkur eftir að bjarga okkur ef flokksformaðurinn óttast ekki urrið í t.d. Bjarna Ben ef hann ætlar að gera einhverja vitleysu?

 

GunnarSmári: Urr á samning. Þetta er skýrt.

 

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -

Endurtalningu, takk!

Sjálf er ég „aldraður hrísguð“ (GuðríðurHaralds) svo þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af sannleiksgildi orða minna hér á bloggi. En ég vil láta endurtelja. Á landinu öllu. Býð mig fram í talningu í NV-kjördæmi, nú og framvegis, ég yrði fín í þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Endurtalningin í Norðvesturkjördæmi er ólögleg. cool

26.9.2021 (í dag):

Viðurkennir að hafa ekki innsiglað kjörseðla

Lög um kosningar til Alþingis nr. 24/2000

Þorsteinn Briem, 26.9.2021 kl. 23:57

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Kjósa aftur? 

Guðríður Haraldsdóttir, 27.9.2021 kl. 00:07

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.1.2011:

"
Hæstiréttur komst í dag að þeirri niðurstöðu að kosning til stjórnlagaþings 27. nóvember 2010 sé ógild. cool

Flestir ágallar sem kærendur kosninganna töldu að hefðu verið á framkvæmdinni voru teknir til greina."

"
Kjörkassarnir voru ekki fullnægjandi, þar sem ekki var hægt að læsa þeim og auðvelt að taka þá í sundur og komast í atkvæði. cool

Þá fór talningin ekki fram fyrir opnum tjöldum og Hæstiréttur taldi það auk þess verulegan annmarka að fulltrúar frambjóðenda fengu ekki að vera viðstaddir kosningarnar og talninguna." cool

Þorsteinn Briem, 27.9.2021 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 192
  • Sl. viku: 1527
  • Frá upphafi: 1453402

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1259
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband