Missir ... og endurkoma stressandi samkvæmisleiks

Þoka komin í hundanaÉg horfði á fyrstu tvo þættina af Missi í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Ég bjó mig undir táraflóð og jú, sófinn er svo sem enn að þorna. Það stakk mig eitt sem Vigfús prestur sagði við konu sem missti barn, að þetta ætti eftir að verða svo miklu verra, eða líðanin vikurnar, mánuðina eftir missinn.

Ég fékk að heyra þetta sama í kveðjuskyni eftir útför sonar míns. Og þau orð fengu mig til að efast lengi vel um að ég syrgði „rétt“, ég hlyti að vera siðblind fyrst dagurinn væri svona góður ... Það var mikil frelsun þegar ég áttaði mig á því að þetta var ekki rétt, alla vega ekki í mínu tilfelli, og gerði ekkert nema skaða.

 

(Myndin er aðsend og sýnir Þoku frænku og fleiri dásemdir hafa það gott í sumarbústað á Suðurlandi fyrr í dag, fjarri skjálftum og gosum, nema Hekla verði í stuði.) 

 

Það sama á nefnilega ekki við um alla, ástandið varð ekki verra eftir útförina, mér leið bara öðruvísi illa. Það eru svo miklar klisjur og alhæfingar í sorgarmálefnum. Stigin sem fólk er sagt ganga í gegnum ... áfall, afneitun, reiði og það allt, á ekki við alla, upphaflega var þetta um fólk sem fær að heyra að það sé dauðvona ... en samt er þetta notað á alla syrgjendur - jafnvel af fólki sem segir að fólk syrgi ekki allt eins. 

 

Þættirnir eru góðir og ég fann mikið til með fólkinu sem sagði einlæglega frá missinum sem það upplifði. Mér fannst kynnirinn helst til of dramatískur en um leið sýna virðingu, ég vil alla vega hrósa þeim sem standa að þessum þáttum, til dæmis fyrir að velta sér ekki upp úr sorginni til að kreista fram enn fleiri tár áhorfenda. 

 

 

Sennilega er ég ekki komin jafnlangt og margur sem þarna kom fram, því þótt séu tæp fjögur ár frá mínum missi (jan. 2018), hefði ég ekki treyst mér í að koma fram í svona þætti. Treysti mér ekki einu sinni á Bubba-sýninguna Níu líf af því að Kveðjustund, lag sem sungið var yfir Einari, er flutt þar. Alla vega ekki í bili.

En lífið hefur svo sannarlega haldið áfram og gerði það mjög fljótlega þótt ég hafi dregið úr vinnu fyrsta árið, eða fækkað verkefnum til að forðast álag. Svo á ég auðvitað bestu ættingja og vini (og Skagamenn) í heimi.

 

HolllllllustaÁ mánudaginn hefst svo alvara lífsins - safakúr í fimm daga, með ávöxtum og fræ-nasli sem á að auðvelda þeim sem vilja færa sig yfir í meiri hollustu að breyta til, sem mig langar, samt elda ég sjaldan eitthvað óhollt, hitaði kindabjúgu um daginn og gerði alvörukartöflumús, en það eru þrjú ár síðan þau voru síðast á borðum. Þau eru góð en vissulega ekki sérlega holl. Undirbúningur safakúrsins verður í gangi nú um helgina og fyrsta sjokkið kom í dag þegar ég setti byggmjólk út í kaffið mitt (húrra, einn bolli á dag allan tímann) ... það var kannski ekki fögur sjón en bragðaðist furðuvel.

 

Ef ég verð alveg brjáluð hér á blogginu í vikunni og fer að skammast yfir óréttlæti varðandi kvótagjöf til útvalinna sægreifa, fer að telja nauðsyn á því að hafa góða og ókeypis heilbrigðisþjónustu fyrir alla, heimta jafnvel að kjósa aftur í NV, megið þið alveg pikka í mig og ég mun róa mig í safanum. En samt, hann kvótakóngur þarna, Þorsteinn, er hann ekki á lausu? Það er, ef rétt er, áhugaverðasta og frábærasta aukafréttin, að mínu mati, eitthvað til að stefna að. Við í LARF-klúbbnum (Leitin að ríkri fyrirvinnu) getum farið í kapp og jafnvel veðjað hver okkar nær honum fyrst. Ef Þ. er að lesa: Sjálf er ég ágæt fyrirvinna, alveg að komast í form, og það er leitun að öðrum eins kvenkosti.

 

Samkvæmisleikurinn stressandi Hvað ætli þessi hafi verið stór? er hafinn. Aftur. Sá jarðskjálfti sem kom í dag undir kl. 16 var rúmlega fjórir að stærð, eins og ég hélt. Hefði sennilega giskað á 4,1 (var 4,2) en ég er ekki alveg orðin vön skjálftunum við Keili, nú finn ég nefnilega fyrir minni skjálftum en í fyrri hrinunni í kjölfar gossins.

 

Já, og við Skagamenn erum eiginlega komin á HM, sigruðum Keflavík 2-0 fyrr í dag!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmtilegasta bloggfærsla sem ég hef lesið síðustu 5 ár! Þrái samt að vita hvort hvort að Rick hafi haldið framhjá Brokkolí. Bið spenntur eftir næstu færslu ❤️🤗

Davíð Frændi (IP-tala skráð) 2.10.2021 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 193
  • Sl. viku: 1520
  • Frá upphafi: 1453395

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 1252
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband