Ævintýraleg sælgætiskaup - allt of langt til jóla

28. júlí 2021Síðasti dagurinn í fríinu verður á morgun og yr.no spáir ágætis veðri eftir hádegi. Mig langar ögn til að skreppa eitthvað út, fara í gleraugnabúðina og láta stilla gleraugun af, þau eru of víð. Fá mér ís og góðan latte hjá Frystihúsinu rétt hjá, leyfa mér einu sinni að horfa á eftir körlum, stilla mig samt um að blístra ... eða ekki, eiga svona venjulegt sumarfrí áður en veturinn skellur á. Ætli verði stuttbuxnaveður?

 

Mynd: Sakna gossins stundum -  og ofboðslega fegin að vera laus við jarðskjálftana ... (28.7.2021)

 

Ég skráði Himnaríki í dag sem stað þar sem brn geta bankað upp á og sníkt sælgæti á hrekkjavökunni ... keypti sælgæti í kvöld, Kinder-egg, Þrist, sleikjóa, prins póló og fleira, allt svona innpakkað sælgæti ... var svo að muna að stráksi verður þessa helgi í helgargistingu fram á mánudag ... svo ég get stolið grímunni hans hræðilegu og hrætt líftóruna úr litlu ormunum. Drengurinn er búinn að lofa mér því að klára afganginn, ef verður einhver. Ég veit ekkert út í hvað ég er að fara. Ekkert! En ég hlakka samt til. Virkilega ánægð með að þessi siður sé kominn hingað, okkur vantar eitthvað fyrir börnin (og suma fullorðna), allt of langt til jólanna.

 

HrekkjavakanEinasti gallinn er að það eru tíu dagar í þetta, eiginlega ellefu, og það þarf gríðarlegan sjálfsaga til að bragða ekki á þessu nokkuð reglulega. Er þegar búin með eitt prinspóló og einn þrist og bara tveir tímar síðan sælgætið kom í hús. Spurning um að fela körfuna. Fjarlægja hana frá augliti mínu, hún er allt of bjóðandi svona á helluborðinu.

 

Stúlkan í búðinni horfði undarlega á mig. Alltaf að reyna að vera fyndin sagði ég: „Fín dagskrá í sjónvarpinu í kvöld, nauðsynlegt að hafa eitthvað til að maula með ...“ Hún trúði mér ... sem var pínku móðgandi.

- - - - - - - - - - -

„Hehe, nei, sko, ég ætla að vera með þetta fyrir krakka á hrekkjavökunni,“ leiðrétti ég, ekki langar mig að verða kölluð Gurrí grís, nammigrís, héðan í frá. Annars heyrir maður ekki lengur viðurnefni. Í æsku minni hétu karlarnir nöfnum á borð við Óli máttlausi og Guðmundur herðatré sem enginn kippti sér upp við. Reynt var að koma viðurnefninu mafíuforinginn á mig á Króknum 1975 - af því að ég gekk í álafossúlpu og bættum gallabuxum sem voru beinar niður. Hippaleg og þá greinilega mafíuforingi ... auðvitað. 

 

„Einmitt, sjúr,“ sagði stúlkan mjög tortryggin. Ég fór að tala með frönskum hreim svo hún héldi að ég væri útlensk og brosti líka mjög undarlega til að hún gleymdi hvernig ég liti út, myndi bara eftir undarlegu brosi og geiflum, en því miður sá hún á debetkortingu mínu að ég héti alíslensku nafni. Þetta er versta klemma sem ég hef komist í klukkutímum saman. Ég ætla að fara í klippingu og kaupa mér nýja úlpu áður en ég fer næst í þessa búð. Jafnvel skipta um nafn.

 

Mosi á réttri hilluVinahjón mín úr bænum kíktu í heimsókn í gær. Nú er ég orðin svo óforskömmuð að ég bað karlkynsgestinn um að taka aukabaðflísarnar sem ég kom fyrir við hlið litlu kommóðunnar undir sjónvarpinu í herberginu mínu og bera þær niður á pallinn hér fyrir neðan þar sem þær verða ekki fyrir neinum. Þetta hefur komið í veg fyrir að ég geti gert herbergið mitt (svefnherbergi og vinnuaðstaða) fullkomið ... nú hef ég enga afsökun. Smiðirnir mínir ætla að geyma þær fyrir mig en ég gleymdi að minna þá á þær síðast. Ég gat ekki bifað þeim, var alltaf á leiðinni að fá drenginn til að aðstoða mig við þetta en þessi vinargreiði tók eitthvað um eina og hálfa mínútu en flísarnar höfðu verið þarna í rúmt ár. Kannski fer hluti morgundagsins í að gera þetta að fegursta herbergi í heimi? Kannski nenni ég að vakna fyrir tíu.

 

Myndin af Mosa var tekin skömmu eftir að hann flutti hingað, í janúar 2018, eða eftir að Einar dó. Árið eftir stökk niður á svalirnar á hæðinni fyrir neðan og skældi þar þangað til Hildur opnaði fyrir honum. Ári eftir það fleygði hann sér út um eldhúsgluggann (4. hæð) og varð ekki meint af. Hann fannst sem kettlingur í bílvél og enginn veit hvaðan hann kom. Hann á bara sex líf eftir, eða færri, svo ég passa hann mjög vel.  

 

Var svo bara ætlunin allan tímann að sekta kjörstjórnina í Norðvestur og láta þar við sitja? Mér sýnist á fólkinu á Facebook að það geri sig ekki ánægt með það. Svo sannarlega ekki. Lögbrot, sagði einhver, lögbrot, sagði annar. Ég veit ekki hvorum ég á að trúa. Þetta er alla vega hið versta mál - nú eru fimmmenningarnir sem skutust inn á þing eftir endurtalninguna búnir að fá sín kjörbréf og líka búnir að fara á mannasiðanámskeið á Alþingi sem gefur sterklega til kynna að það eigi ekki að kjósa aftur, það hafi aldrei staðið til. Ef það verður ákveðið mun líða yfir mig. Þjóðin vill þessa ríkisstjórn áfram, það kom greinilega fram, en kosningin verður að vera hafin yfir allan vafa! Það líður samt yfir mig ef ákveðið verður að kjósa aftur í NV og líður enn meira yfir mig ef fimmmenningarnir fara ekki í mál ef ný úrslit þýða að þau fari ekki á þing eftir allt saman.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki veit undirritaður hvor er ruglaðri, Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, eða Bergþór Ólason, sem er jöfnunarþingmaður Miðflokksins í kjördæminu, eins og staðan er núna. cool

Og ég gæti best trúað að Miðflokkurinn fái engan borgarfulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum í maí næstkomandi. cool

21.10.2021 (í dag):

Lögmaður segir ummæli Inga Tryggvasonar dæma sig sjálf

21.10.2021 (í dag):

Miðflokkurinn fengi núna 3,2% atkvæða á landinu öllu en fékk 5,4% í alþingiskosningunum

3.12.2018:

Bergþór Ólason um Lilju Alfreðsdóttur: Þarna kom loksins skrokkur sem typpið á mér dugði í

Þorsteinn Briem, 21.10.2021 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 186
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 172
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband