Komin í hundana og Slava Ukraine

Ásta og StormurÞetta hefur verið ansi hreint spennandi dagur og viðburðaríkur. Eins og besta partí - samt missti ég af jarðskjálftanum, var of mikið á ferðinni. Stundum er það hreinlega slæmt ... 

 

Allt hófst með fyrstu kynnum okkar Parísar sem er nokkurra mánaða gamall labradorhvolpur í Nýju blokkinni, hún fæddist á æskuheimili mínu, bak við Einarsbúð, svo hún er af verulega fínum ættum. Okkur kom ógurlega vel saman, svo vel að ég ætlaði ekki að hafa mig á kjörstað sem er kominn á hlaðið hjá mér, til að vera, held ég. Enda svo sem mjög miðsvæðis - en Skagafólk sér um talninguna, eins og alltaf í bæjarstjórnarkosningum. Svo er Eurovision og við Inga ætlum að fá okkur lax og meððí í kvöldmat, erum reyndar allt of saddar eftir koss-ningakaffið. Mikið er gaman að lífið sé farið aftur í gang en ég sakna enn grímunnar (tengist hrukkum). Svo hittum við elsku Ástu í bókasafninu og ég komst í fyrsta sinn í klappfjarlægð við flotta hundinn hennar, hann Storm. 

 

Yndisleg kona frá Úkraínu flutti í húsið mitt í dag og kíkti í stutta heimsókn í Himnaríki eftir að við rákumst saman fyrir utan. Ég sagði auðvitað Slava Ukraine sem er nokkurs konar slagorð með ósk um velgengni landsins. Ungur sonur hennar er orðinn besti vinur kattanna. Hann mun koma í heimsókn á hverjum degi, segir móðir hans sem talar fínustu ensku. Hún er yfir sig hrifin af Íslandi og Akranesi og hlakkar mikið til að horfa á Eurovision í kvöld með löndum úr næsta húsi.

 

Komin á sénsVið systur ákváðum að skreppa til Vestmannaeyja í tveggja daga sumarfrísskemmtiferð í ágúst, alltaf gaman að fara til Eyja. Ég er alveg búin að éta ofan í mig Akureyrarbannið, enda margt breyst til batnaðar í stóru málunum þar (kattahatrið). Nú þyrfti Húsavík að taka sig á, svo ég geti farið að heimsækja ættingjana. En það er gaman að breyta til og langt síðan ég hef migið í saltan sjó (Herjólfur), eða ekkert farið á skip síðan jólin 2018 þegar Norwegian Epic rúntaði um með okkur sjö saman.

 

Tekst Rússum að gera það sem þeir hafa hótað og eru víst svo góðir í, að skemma talningu í Eurovision svo Úkraína sigri ekki? Þeir hafa montað sig af kosningum í USA 2016 (Trump) og Brexit - til að skemma lýðræðið. Ég yrði voða ánægð með Úkraínu, líka England. Svo lenti ég á séns (sjá mynd nr. 2) bara við að giska á að Ísland lenti í 8. sæti. Þetta lag okkar er svo dásamlegt að ég trúi ekki að lendi neðar. Ég er ekki búin að svara þessum bráðhuggulega aðdáanda mínum sem er svo góður í íslensku - sé til eftir Eurovision. Segið svo að Eurovision sé ekki best í heimi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 94
  • Sl. sólarhring: 302
  • Sl. viku: 2409
  • Frá upphafi: 1451604

Annað

  • Innlit í dag: 69
  • Innlit sl. viku: 1846
  • Gestir í dag: 67
  • IP-tölur í dag: 64

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Baldursbrár
  • Vigdís
  • 82 í framboði

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband