Ósætti hjá veðurfræðingum og pínku nöldur

Misvísandi spárVið stráksi ætlum í stutta bæjarferð á morgun. Veit ekki alveg hvaða yfirhöfn á við. Spurning um þrjár; regnkápu úr Lindex, hlýja MichelinMan-úlpu keypta í USA fyrir nokkrum árum (sér eki á henni) eða ofsahlýja niðurfyrirhné-síða MichelinMan-úlpu sem ég fékk í jólagjöf núna síðast. Engin rigning á morgun (vedur.is) en ógeðslega heitt, 12-13°C sem er viðbjóður í hverri sem er af þessum yfirhö-

Ok, sá veðurfregnirnar eftir kvöldfréttir á RÚV, núna kl. 22.18 ... spáð rigningu á morgun! Ríkir óvinátta / hatur / spenna /fjandskapur / samkeppni á milli Hrafns, veðurfræðings hjá sjónvarpinu, og þeirra á vedur.is? Getur Sigurður enn og aftur hafa unnið titilinn Sætasti veðurfræðingurinn á síðustu árshátíð sem skapaði illsku þarna á milli með svona misvísandi-veðurspár-afleiðingum? Eða náðu Rússar að brjótast inn í tölvukerfi Veðurstofu Íslands, kannski að beiðni jarð- og eldgosafræðinga? Stöðumælaverðir eru þá eins og englar í samanburðinum.

 

Varúð, nöldur: Annars þarf ég að biðja RÚV um að vera samkvæmt sjálfu sér. Fyrst orðið UNGAbörn hefur öðlast rétt til að vera notað í fréttatímum (!?!) væri þá ekki rétt að fara hreinlega alla leið? UNGAbarnasund, UNGAbarnaskoðun? Hrmpf ... sjálfsagt að tungumál fái að þróast EN ÞARNA SET ÉG MÖRKIN! Mér er alveg sama um ungabörn í talmáli og nánast hvar sem er nema í útvarpi og sjónvarpi allra landsmanna  ... og í ritmáli - skammið mig bara. Nei, annars, ekki gera það.

 

ÁrgangsmótStráksi fékk nýtt rúm í gær, mjög fínt en ég hélt að ég hefði pantað annað rúm, með tveimur skúffum sem hefði verið æði. Þetta er með geymslurými undir, þarf að lyfta dýnunni og alles. Ég hélt fyrst að Rúmfó hefði gert mistök en nei, það var nú bara ég. Sennilega er ég svolítið hvatvís - en samt get ég verið svo hroðalega nákvæm. Kannski er ég stundum andsetin.

Samt mjög flott rúm sem elskulegur ungur maður frá Póstinum fór létt með að bera upp 3,5 hæðir með smáhjálp frá nýja eiganda rúmsins, ofsaglöðum stráksa. Ég auglýsti gamla (2 ára) rúmið gefins á sölusíðu, það er svo létt að hann var eiginlega orðinn of þungur í það. Ég var komin með svo mikið ógeð á þungum húsgögnum eftir endurbæturnar að ég hef sótt í léttara dót, eins og dásamlega leðurstólinn úr Húsgagnahöllinni sem ég gæti þeytt á milli veggja ef ég væri í stuði. En óvænt kom í ljós í dag að barnabarn skólabróður míns úr barnaskóla muni sofa í því vonandi næstu árin, hann kom með dóttur sinni að sækja það, mér til mikillar ánægju. Ég minnti hann á að það yrði árgangsmót á þessu ári ... ég er víst í nefndinni. Árgangurinn okkar samanstendur af fáránlega fallegu og skemmtilegu fólki, eins og svo margir árgangar hér, það er eiginlega of langt að láta líða 5 ár á milli hittinga. Þessi hressi skólabróðir minn ætlar að hitta nokkra gaura úr árganginum okkar úti í útlöndum í sumar. Hann ætlar að kyssa þá alla frá mér. 

 

Nýja nágrannakona mín er algjört yndi og krúttið hann sonur hennar líka. Köttum Himnaríkis fannst ekki leiðinlegt að fara í leiserbendilsleik við drenginn í dag eftir að hafa ekkert hitt hann í nokkra daga, og þeir hafa legið flatir í allt kvöld, búnir á því eftir alla skemmtunina. Ég leyfði henni að heyra alveg hreint sjúklega flott lag, ábreiðu af vinningslaginu í Eurovision í ár, frábært tónlistarfólk frá Litháen þar á ferð, endilega hlustið, þetta er eiginlega flottara en það upprunalega ... barnakór, geggjaðar karlaraddir ... ég elska þetta lag. Gjörið svo vel, hér er dýrðin:

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 216
  • Sl. sólarhring: 409
  • Sl. viku: 2355
  • Frá upphafi: 1452091

Annað

  • Innlit í dag: 167
  • Innlit sl. viku: 1914
  • Gestir í dag: 165
  • IP-tölur í dag: 164

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband