Að drepa daður í fæðingu - leiðbeiningar

GH og indversku aðdáendurnirSíðustu misseri hef ég fengið nokkrar Snapchat-vinabeiðnir frá indverskum yngri mönnum. Hvar finna þeir mig? hugsa ég alltaf forviða og hvernig tekst mér að halda þeim? Horfa þeir á myndböndin mín? En minni mig svo á að auðvitað fréttist af dásamlegum kattavídjóum mínum og Eldum rétt-eldamennskunni þar sem ég set matardisk sem ég hef raðað á því sem ég eldaði og miða við myndina af Eldum rétt-spjaldinu. ER-myndvinnslan er frekar mikið út í appelsínugult, verð ég að segja.

Þetta (S-vináttan) hefur verið mér að meinalausu, ég kíki stundum á myndskeið frá þeim, yfirleitt eru þeir úti að keyra með tónlistina í botni en nýlega ákvað splunkunýr snappvinur að færa þetta upp á næsta stig og spurði:

„What are you up to? Video call?“

 

Til að stoppa manninn af í hvelli sendi ég:

Nei. Þetta er Snapchat, ekki Tinder! Ég vildi bara sýna þér kurteisi.“ 

(Ég hafði sagt honum að það væri ágætt veður hjá mér, svolítið hvasst, hann spurði nefnilega um veðrið eins og hann vissi að það væri leiðin að hjarta mínu.)

Ég fékk til baka myndskilaboð þar sem hann var með þrjátíu vinum í eldhúsi á indverskum skyndibitastað, sýndist mér, allir hlæjandi. Þeim fannst ég greinilega mjög fyndin, kannski girnilegri af því að ég féll ekki fyrir honum í hvelli. 

Hei, ég gæti verið mamma þín, skrifaði ég, bætti við aldri mínum, sendi mynd af mér á strætóstoppistöð ... og þrátt fyrir fegurðar-filterinn og trefilinn (sjá mynd) sást greinilega að ég var ekki ung, ljóshærð gella, ég er kannski gella og ung miðað við t.d. mömmu - en ljóshærð er ég ekki.

 

Þetta varð unga manninum áfall, held ég, og hann hefur ekkert reynt að hafa meira samband við mig. Mín aðferð er fín, að kýla allt svona niður, drepa daðrið í fæðingu, áður en bjartar vonir vakna.

Ég væri svo innilega marggift ef ég kynni ekki að bíta þá af mér. Þetta er sama taktík og ég nota orðið á símasölufólk nema ég er ögn mildari þegar ég afþakka að fá að borga fleiri styrki en ég þegar geri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 31
  • Sl. sólarhring: 366
  • Sl. viku: 2170
  • Frá upphafi: 1451906

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband