Spár um skjálfta og óvæntar upprunaupplýsingar

4,6 RichterHér skalf allt skemmtilega upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Stráksi fann ekki fyrir neinu, grunar að hávær og hundleiðinleg tónlist dragi úr jarðskjálftaáhrifum og ráðlegg öllum jarðskjálftahræddum vinum og vandamönnum að spila eitthvað rosalega leiðinlegt á hæsta, "hardcore" kántrí? Fönk? Það nötraði allt í stofuskápnum í smástund. Ég beið eftir að jarðskjálftahópurinn minn á Facebook færi á fullt en ekkert bling í símanum. Hrönn, listakona hér á Skaga, hafði hugrekki til að opna á umræðuna, setti fram spurningu á Facebook hvort þetta hefði ekki verið vænn skjálfti, og jú, ég giskaði á að hann væri rúmlega fjórir ef upptökin væru á Reykjanesskaga en minni skjálfti en það finnst ekki hér á Skipaskaga.

 

Það tók ótrúlega langan tíma að fá fram skjálftastærðina á vedur.is ... og jú, vel yfir fjórir (4,6) var hann, en átti sér stað upp undir Eiríksjökli, eins og segir í laginu, eða einhverja kílómetra suður af honum. Fræðimenn klóra sér í hausnum og vita síst meira en við hin, enda frekar óvenjulegt svona vesen á þessu svæði.

 

Japönsk m v útlitiðÉg tók einu sinni viðtal við sjáanda sem hafði sagt frá því opinberlega (í útvarpi og landsbyggðarblaði) að það kæmi stór jarðskjálfti á Krýsuvíkursvæðinu þann 27. júlí (2007?) kl. 23.15.

 

 

Einhverjir urðu smeykir þótt tveir jarðskjálftafræðingar teldu þetta ansi ólíklegt (sem kom fram bæði hjá viðtalinu og á forsíðu blaðsins), meira að segja mamma (á áttundu hæð) setti heittelskaðan vasa og fleira brothætt niður á gólf til öryggis. Það kom reyndar lítill skjálfti um þetta leyti á þessu svæði en myndi seint teljast stór.

 

Sjáandinn sagðist nýlega hafa fengið endanlegar upplýsingar um væntanlegan landsskjálfta, eða að hann kæmi á tveimur dögum, 26. og 27. dags einhvers mánaðar, einhvers árs um klukkan 22, og verði 7,2 að stærð. Spurning um að festa kristalinn með kennaratyggjói og fara að hamstra í Einarsbúð?

 

Svo sagði hirðvéfréttin mín nýlega að ég væri 95% japönsk þannig að það er um nóg að hugsa þessa dagana. Ég var svo viss um að ég væri norræn, mögulega og vonandi skosk eða írsk að uppruna, kannski smávegis franskt blóð (tengist skútuferðum til forna og ættmóður) en nei. Nú þarf ég að eiga gott spjall við mömmu.

Samt ... ég er rosalega hrifin af sushi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 2155
  • Frá upphafi: 1451891

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1757
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Grimm
  • Í kringum ljósastaurinn
  • Baldursbrár

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband