Sjokk í strætó og ýmis átakanlegheit ...

AkranesstrætóEndirinn nálgast hraðar en ég átti von á ... Í hádeginu í dag var mér boðið sæti í innanbæjarstrætó - í fyrsta skipti á ævinni sem einhver stendur upp fyrir mér. Ég móðgaðist ekki út í minnst 20 árum yngri uppistandarann, en mótmælti harðlega, benti á að ég væri nánast upp á dag jafngömul Madonnu sem væri örugglega enn að hlaða niður börnum og halda tónleika en ljúfa konan af leikskólanum Garðaseli, gaf sig ekki. Kannski sá hún að mér var illt í bakinu og vont að standa, ég hugga mig við það. Á meðan ég spjallaði við leikskólabörnin sem fylltu vagninn (um kisur aðallega) leiddi ég eðlilega hugann að útför minni, og þá helst tónlistinni. Til að viðstaddir springi úr harmi og tárapollar myndist um allt, held ég að þessi tónlist sé bara sérdeilis fín:

 

-Is it true?

-For Heavens Sake (Wu-Tang Clan)

-Ertu þá farin

-Wish you were here

-Uprising 

-Tears in Heaven  

-Nothing compares 2 you 

-Final Countdown

-Það brennur

-Gangstas Paradise

Til vara: Sálumessa Mozarts í heild sinni. 

Svo getur þetta allt breyst ...

- - - - - - - - -

En áfram í þessu harmþrungna ... hér er átakanlegt æviágrip sem ég sá á Facebook, mikið sem sumt fólk þarf að þola:

Þegar ég var lítill drengur hélt pabbi fram hjá mömmu og sýndi fjölskyldunni litla væntumþykju. Seinna skildu þau og ekki löngu eftir það lenti mamma í bílslysi og dó. Við bróðir minn urðum að flytja til ömmu, í gamla húsið hennar. Öll fjölskyldan lifði á ömmu. Síðar giftist bróðir minn leikkonu og kom sér á brott. Nokkrum árum seinna dó amma. Nú þarf pabbi, 73 ára gamall, að vinna í fyrsta skipti á ævinni til að sjá fyrir fjölskyldunni. Ógæfan virðist elta okkur.“ :( Vilhjálmur prins 

 

Akranes, frá 1. jan.Talandi um ógæfu en allur þessi harmur rifjaði upp fyrir mér að um áramót fjölgar endurvinnslutunnum við hvert hús á Akranesi og þá fara pappír og plast ekki lengur í sömu tunnuna, eins og var og eitthvað fleira bætist við líka. Vona bara að hægt verði að senda drenginn, ruslamálaráðherra Himnaríkis, í þjálfunarbúðir um jólin. Og ég gæti þurft að endurhugsa eldhúsið ... Flotta karfan sem ég keypti undir plast/pappír í eldhúsinu endaði sem töff karfa undir dagblöð og það er enn sorglega óleyst hvernig hægt er að gera geggjað flokkunarkerfi sem verður eins og fyrirferðarlítið punt á eldhúsgólfinu - fyrir neðan bakaraofninn og fyrir skúffunni sem geymir bökunarformin. Mér hefur loks tekist að fá drenginn til að hætta að fleygja sumu plasti og sumum pappa í ruslið en nú flækist þetta til muna. Allt / flest lífrænt hefur alltaf farið í fuglana og heldur því áfram, mest krumma núna, en í máva á sumrin, ég kaupi líka oft eitthvað kúlulaga dæmi fyrir smáfuglana sem ég festi á svalirnar. Gaman að sjá ofsaspennta kettina raða sér fyrir framan stóra „sjónvarpið“ (svalagluggann) og fylgjast með litlu krúttunum. Hér gildir: Ekki snerta (veiða), bara horfa.

Eins gott að komi svo góðar leiðbeiningar með. Það er of stutt síðan ég komst að því að ekki mætti fleygja gleri í venjulega ruslið, í alvöru. Hilda systir hefur stundum tekið fyrir mig krukkur í poka og farið með í Sorpu en ég held að það þurfi eitthvað að gera fyrir bíllausa hér, nema strætó fari að ganga upp á hauga? eða setja upp móttökustöð (með fatagámum) á góðum stað í Akranesborg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 128
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1645
  • Frá upphafi: 1453520

Annað

  • Innlit í dag: 123
  • Innlit sl. viku: 1372
  • Gestir í dag: 122
  • IP-tölur í dag: 121

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Cartman
  • Cartman
  • Ömmukaffi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband