Fjandsamlegur teflonheili og véfrétt tekin í sátt

Auðvitað sko„Virkilega?“ sagði þrítugsafmælisbarn helgarinnar hlessa þegar ég sagði honum að ég, ólíkt flestum ættingjum okkar, hefði ekki fengið COVID. „Ert þú sem sagt ein af þessum ... uuu ...“ hélt hann áfram hikandi.

„Velheppnuðu, teflonhúðuðu, magnþrungnu, meiriháttar, fallegu?“ spurði ég hjálpleg. 

„Nei, þarna ...“ aftur skorti frænda orð. 

„Ókei, ... komin af öpum-eitthvað, bíddu?“ Ég reyndi að hugsa, rifja upp. Davíð, frændi og hkhhh (hipp og kúl hjálparhella himnaríkis), hafði lesið sér til um að sumir ættu hreinlega erfitt með að næla sér í COVID vegna einhvers, ekki kannski beint tengt öpum, meira svona DNA-snilldarsamsetningu og tengist eitthvað Neanderthal-forföður mínum ... æ, þið vitið. Sem þýðir sennilega að við Davíð séum sérlega velheppnuð eintök.

 

Afmælisfrændinn samþykkti þetta. Stundum held ég að heilinn í mér sé úr fjandsamlegu tefloni að hluta, það sem ég vil að festist þar samþykkir hann ekki en ef mér t.d. verður hugsað til Grundarfjarðar poppar upp talan 350. Sendi út reikninga á níunda áratug síðustu aldar og póstnúmer sitja föst í kollinum. Tæp fjörutíu ár síðan ég hætti að senda jólakort svo þetta nýtist ekki neitt, nema í einhvers konar montskyni og þá innan mjög þröngs hóps sem einnig man númer. Hver þarf svo ekki nauðsynlega að vita að Gjaldheimtan í Reykjavík hafi verið með síma 17920 (ef ég man það rétt, gat ekki sannreynt með gúgli) ... ég þurfti kannski einu sinni eða tvisvar að hringja þangað á níunda áratugnum en númerið kom sér fyrir í „slímhúð“ heilans eins og DV 27022 ... en ég get alls ekki slegið um mig með gáfulegum rannsóknum um the vírus! Hnuss.

 

Engin spurningBæjarferð helgarinnar var skrambi góð. Á föstudagskvöldinu ætluðum við systur að slaka á fyrir framan sjónvarpið en það varð ekki mikið úr þeirri slökun. Hilda var með stillt á skemmtiþátt (Stöð 2) sem heitir Stóra sviðið og ég vissi ekki af. Reykingalyfin árið 2020 ollu ekki bara sígarettuógeði heldur einnig hálfgerðum sjónvarpsviðbjóði. Þessi þáttur var svo fyndinn og ég hló svo hátt og mikið að ég var með hálfgerða þynnku daginn eftir, alla vega hausverk sem ég fæ nánast aldrei. Eina sem var öðruvísi þetta kvöld var öskurhlátur yfir þættinum (Hilda hefur svo sem smitandi hlátur), það var ekkert vín, bara kjötsúpa í kvöldmat og svo vatnsdrykkja. Horfi yfirleitt á Gísla Martein og Leitina að upprunanum. Gulli byggir er líka æði og allt svona gera upp íbúðir/hús-dæmi. Og auðvitað fréttir og veður.

Mig langar oft að fara í mál við reykingalyfsfyrirtækið fyrir að hafa tekið tvennt úr lífi mínu, ekki bara reykingar sem ég vildi auðvitað losna við, heldur líka sjónvarpsgleðistundir ... Þegar heyrist í sjónvarpinu t.d.: „Nú verður sýndur fyrsti þáttur af mest spennandi og skemmtilegustu þáttaröð sem nokkurn tímann hefur verið sýnd í heiminum. Leikarar: Bruce Willis, Jason Statham, Angelina Jolie og Ólafur Darri. Handritshöfundar: Jo Nesbö, Anna Ólafsdóttir Björnsson, Stephen King og Lilja Sigurðardóttir ...“  horfi ég tómlátlega á sjónvarpið og slekk. 

 

MYNDIR: Það styttist VERULEGA í að ég taki véfrétt Himnaríkis í sátt aftur. Ég tek aftur það sem ég sagði um hana nýlega eftir fjas hennar um megrunarpillur í skóinn. Hún er virkilega góð og sannspá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 6
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 411
  • Frá upphafi: 1445638

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 358
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Himnaríki 6. mars 2023
  • Himnaríki 21. mars 2024
  • Húsó

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband