Jólastemning og önnur dásamlegheit

Jólatré 2022Hátíđarstemning ríkir enn í Himnaríki, ađ vissu leyti. Nú hljómar rokk og ról - viđ vinnuna. Akkúrat núna Jethro Tull, strax á eftir Skálmöld ... núna Radiohead ... Er tónlist ekki dásamleg?  

 

Í öđru afmćlinu sem ég fór í skömmu fyrir jól, sat ég lengst af hjá erlendum hjónum, mig grunar ađ hann sé tónleikahaldari (hann var alla vega í stuttbuxum og já, ţađ var trylltur snjór) sem sennilega hefur hitt stćrstu nöfnin, ţví hann var svo ţögull um starf sitt. -Have you heard of Skalmöld? langađi mig svo ađ spyrja hann en hélt mig viđ ţetta erlenda og viđ höfum ansi líkan tónlistarsmekk. Hann sýndi mér virkilega samúđ yfir ţví ađ hafa misst af King Crimson 2018 í París, ég gćti hafa ýkt afmisselsiđ um nokkra mánuđi. Ég var ţar í febrúar og tónleikarnir áttu ađ vera í október, skv. plakötum sem héngu um alla borg, en ég missti samt af ţeim, ekki naumlega samt. En ţađ á helst aldrei ađ eyđileggja sumar sögur međ of mikilli nákvćmni.

 

Hönd međ attitjúdJólagjafirnar í ár voru fremur margar í ár og stórfenglegar. Mér datt ekki í hug ađ skipta einni einustu en ég sá mikiđ uppnnám á netinu yfir ósvífinni fréttakonu. Hvađa jólagjöf varstu ađ skila? Aha, heyrnartólum frá ömmu? Ráđ mín til fólks er ađ segjast hafa fengiđ tvennt af einhverju - til ađ sćra ekki gefendur í beinni útsendingu.

Mikil (mest) var hrifning viđstaddra ţegar ég opnađi pakka međ skćrbleikri styttu af hönd sem sendir manni fingurinn. Sjá mynd. Viđkvćmir hugsi sér baugfingur sem lyftist ţarna. Ţađ verđur ţrautin ţyngri ađ finna henni stađ viđ hćfi. Áberandi. Svo fannst mér tryllt hugmynd hjá systrum mínum ađ slá saman í ... ţyrluferđ, spurning um ađ skreppa á Esjuna aftur eđa bíđa eftir eldgosi? Hún gildir á virkum dögum en ekkert kom fram um ađ hún veitti ekki ađgang ađ eldgosi ... Ég fékk nokkrar óhemjuljótar jólakúlur á skrítnukúlujólatréđ mitt og líka eina fallega ţótt gefandinn reyndi ađ segja hana ljóta.

Allt of lítiđ var lesiđ en allt of mikiđ horft á sjónvarp í nćstum ţví veik-ástandinu á mér. Myndin um Árna stóđ upp úr (Velkominn, Árni). Svo var Facebook líka nokkuđ fyndin í dag. Upp úr stóđ statusinn:

Ţađ er landlćgur misskilningur ađ Labbi í Mánum heiti fullu nafni Göngutúr Ţórarinsson. Hann heitir Ólafur.“ Jón Ólafsson tónlistarmađur.

Hver er EvansŢađ var virkilega gaman ađ horfa á fyrsta ţáttinn af ţremur af Why didn´t they ask Evans? (Ţví spurđi enginn Evans?) eftir bók Agöthu Christie á RÚV í gćrkvöldi. Ţýđingin á heitinu er samt ekki alveg rétt ... Fólk verđur ađ lesa bókina til ađ vita ađ ţađ hefđi ţurft ađ BIĐJA Evans um ađ gera ákveđinn hlut, ekki spyrja. Bókin sem ég las í eldgamla daga hét Hver er Evans? sem var góđ lausn ţví leitin ađ Evans stendur yfir nánast alla bókina. Ţví báđu ţau ekki Evans?

Ć, kannski algjör smámunasemi hjá mér. Ţetta er miklu betra efni en ţćttirnir um leitina ađ Evans sem voru sýndir fyrir nokkrum árum, ţar voru ţau tvö (Bobby og Frankie) svo innilega yfirborđskennd og leiđinleg. Kannski misminnir mig og ţetta voru ţau Tuppence og Tommy í Fjórir stórir ... alls ekki persónurnar sem ég sá fyrir mér ţegar ég las bćkurnar. Miklu frekar núna í ţessum ţáttum ţótt „bílavinur“ hans Bobbys heiti ekki Badger ţar eins og í bókinni sem ég á enn og les mér til skemmtunar og gleđi á fimm til tíu ára fresti.    


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 198
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 2157
  • Frá upphafi: 1452357

Annađ

  • Innlit í dag: 175
  • Innlit sl. viku: 1748
  • Gestir í dag: 167
  • IP-tölur í dag: 166

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • baby reindeer
  • Ove Otto
  • Gísli gerir Mart-einn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband